Þjóðhagsreikningar 1945-1992 - 01.08.1994, Blaðsíða 67
5.3.14 Heilbrigðisþjónusta á vegum einkaaðila (hluti af atv.gr. 93)
Hér er aðeins talin með sú starfsemi í atvinnugrein 93 sem flokkast sem starfsemi
fyrirtækja, en þar er einkum átt við sjálfstætt starfandi lækna, tannlækna, dýralækna og
ýmsa heilbrigðisþjónustu sem rekin er sem fyrirtæki. Heimildir við gerð framleiðslu-
reikninga fyrir þessar greinar eru atvinnuvegaskýrslur Þjóðhagsstofnunar.
Til þessa atvinnugreinarnúmers (93) telst raunar einnig ýmis önnur starfsemi sem
talin er til geirans „starfsemi hins opinbera“ svo og geirans „önnur starfsemi“, og verður
fjallað um þá starfsemi þar.
5.3.15 Menningarmál, skemmtanir og íþróttir (atv.gr. 94)
Til þessarar greinar telst m.a. leiklistarstarfsemi, kvikmyndahús, hljóðvarp og sjón-
varp, íþróttastarfsemi, rekstur happdrætta og ýmsar skemmtanir. Heimildir við gerð
þessara reikninga eru einkum atvinnuvegaskýrslur Þjóðhagsstofnunar og launamiða-
skýrslur, auk B-hluta ríkisreiknings fyrir Ríkisútvarpið og Þjóðleikhúsið.
Tölur um íþróttastarfsemi voru byggðar á tryggingaskrám og launamiðaskýrslum
fram til ársins 1986 en úr rekstraryfirlitum það ár var valið úrtak nokkurra sérsambanda
innan ISI og íþróttadeilda. Urtak þetta var síðan fært upp í heildarstærðir samkvæmt
launamiðaskýrslum. Framleiðslureikningur áranna á eftir byggir á framreikningi frá
1986 en stærð reikningsins mótast af Iaunafjárhæðum hvert ár. En þá er jafnframt tekið
tillit til þess að hluti af þessari grein telst til starfsemi hins opinbera og er því sleppt hér.
5.3.16 Persónuleg þjónusta (atv.gr. 95)
Til þessarar greinar telst meðal annars ýmis viðgerðarstarfsemi, sem talin er til
iðnaðar í atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar. Hér er átt við þá viðgerðarstarfsemi, sem
að mestu eða öllu leyti selur þjónustu sína heimilunum en ekki atvinnurekstrinum,
þ.e.a.s. greinar eins og bíla- og hjólbarðaviðgerðir, viðgeð heimilistækja, skóviðgerðir,
úra- og klukkuviðgerðir og reiðhjólaviðgerðir. Auk þessara viðgerðagreina nær atv.gr.
95, persónuleg þjónusta, einnig til ýmissar þjónustu svo sem þvottahúsa, rakara- og hár-
greiðslustofa, ljósmyndastofa o.fl.
Þær heimildir, sem hér er stuðst við, eru einkum atvinnuvegaskýrslur Þjóðhags-
stofnunar. Tvær atvinnugreinar í þessum flokki er ekki að finna í atvinnuvegaskýrsl-
unum, en það er heimilisaðstoð (atv.gr. 861) og útfararþjónusta (atv.gr. 868). Fram-
leiðslureikningur fyrir útfararþjónustu er hér áætlaður með hliðsjón af launamiðaskýrsl-
um. En atv.gr. 861, heimilisaðstoð, er sleppt enda er hér að stærstum hluta um að ræða
konur í óvígðri sambúð við bónda. Störf þeirra eru ekki meðtalin hér fremur en önnur
heimilisstörf, nema greitt sé fyrir þau.
5.3.17 Varnarliðið og íslenskt starfslið erlendra sendiráða hérlendis (atv.gr. 96)
Hingað til hafa talist til þessarar greinar launagreiðslur vamarliðsins og erlendra
sendiráða hérlendis til íslensks starfsliðs. Samkvæmt launamiðaskrá koma þó ekki fram
laun í síðamefndu greininni.
Þessar launagreiðslur hafa jafnframt verið flokkaðar sem útflutt þjónusta. Sú með-
ferð er ekki í samræmi við SNA og er því breytt nú. Frá og með 1980 eru þessar launa-
greiðslur því taldar til launatekna frá útlöndum eins og lýst er í kafla 3.7 hér að framan.
65