Búskapur hins opinbera 1995-1996 - 01.11.1997, Blaðsíða 46

Búskapur hins opinbera 1995-1996 - 01.11.1997, Blaðsíða 46
Um 5% leikskóla eru í reknir af foreldrafélögum eða samtökum og afgangurinn af sjúkrastofnunum fyrir starfsmenn sína og þá aðallega á höfðuborgarsvæðinu. Þessir leikskólar eru yfirleitt reknir samkvæmt þvinguðu beingreiðslukerfi þar sem sveitar- félögin greiða ákveðið framlag með hverju leikskólabarni. í vöxt hefur þó færst að sveitarfélögin geri þjónustusamninga um rekstur leikskóla sem flokkast sem þvingað samningskerfí. Á mynd 8.17 má sjá grófa lýsingu á greiðslutilhögun á leikskóla- stiginu. Um 240 leikskólar voru starfræktir árið 1995 víðs vegar landið og eru yfirleitt sóttir af bömum á aldrinum 2 til 5 ára sem boðið er upp á heils- og hálfsdags þjónustu. Ríflega Qórir fimmtu hlutar barna á aldrinum 3 til 5 ára nýtir þessa þjónustu en aftur aðeins um flórðungur barna á aldrinum 0 til 2 ára. í heildina tekið er rífiega helmingur barna á aldrinum 0 til 5 ára á leikskólum eða um Qórtán þúsund og fjögur hundruð börn árið 1995, en það er 17,3% af nemendafjölda landsins. Á árinu 1995 runnu um 3,8 milljarðar króna til leikskólastigsins eða fjárhæð sem svarar til 260 þúsund króna á leikskólabam. Um tveir fimmtu hlutar þessa kostnaðar eða ríflega 1,4 milljarðar króna er greiddur af foreldrum barnanna. Fjöldi stöðugilda við leikskóla er um 2.200. 8.7.2 Grunnskólasíig Grunnskólastigið er annað veigamesta skólastigið og er ætlað börnum á aldrinum 6 til 15 ára. Lögum samkvæmt er börnum skylt að sækja 10 ára grunnskólanám. Megin- menntunarhlutverk grunnskólans er mótað af ríkinu með svokallaðri aðalnámsskrá en hver skóli hefur þó ákveðið svigrúm til að taka tillit til sérstöðu sinnar. Um 215 grunnskólar eru starfræktir í landinu og að stærstum hluta á ábyrgð sveitarfélaga. Þeir eru að mestu reknir samkvæmt þvinguðu samþættu kerfi, þ.e. Qármagnaðir og reknir af hinu opinbera. Starfsfólk þeirra er opinberir starfsmenn og á föstum launum. Allar meiriháttar ákvarðanir eru teknar af opinberum aðilum. Af ofangreindum Qölda eru aðeins sjö einkaskólar með um 1,8% nemenda og átta sérskólar fyrir fötluð börn. Einkaskólarnir eru að mestu reknir í þvinguðu samningskerfi með einni undan- tekningu. Á móti samningsgreiðslum hins opinbera koma skólagjöld nemenda. Á árinu 1995 voru ríflega 42 þúsund nemendur í grunnskólum landsins eða um 51% nemendaljöldans. Grunnskólapróf gefur rétt til framhaldsskólanáms. Kostnaður við grunnskólastigið á árinu 1995 nam um um 11 milljörðum króna en það svarar til um 260 þúsund króna á nemenda. Við grunnskólann voru unnin ríflega Qögur þúsund og þrjú hundruð ársverk eða 4% ársverka í landinu. 8.7.3 Framhaldsskólastig Framhaldsskólastigið er þriðja skólastigið og mjög fjölbreytt. Boðið er upp á margvíslegt starfsnám sem veitir starfsréttindi og fjölbreytt undirbúningsnám fyrir háskólanám. Kennt er samkvæmt áfangakerfi, bekkjakerfi eða blöndu þessara kerfa. Námslengd er breytileg eftir eðli náms. Nemendur eru yfirleitt á aldrinum 16 til 19 ára. Sumir sérskólar á framhaldsskólastigi teygja sig þó jafnvel inn á háskólastigið og taka inn eldri nemendur. Menntunarmarkmið framhaldsskóla eru útfærð í 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Búskapur hins opinbera 1995-1996

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búskapur hins opinbera 1995-1996
https://timarit.is/publication/1009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.