Búskapur hins opinbera 1995-1996 - 01.11.1997, Blaðsíða 33

Búskapur hins opinbera 1995-1996 - 01.11.1997, Blaðsíða 33
Hin æskilega blanda frjáls markaðar og opinberra afskipta næst þar sem neyslu- samsetning samfélagsins hámarkar notagildi einstaklinganna við hagkvæmasta framleiðslumynstur. Mikilvægt er því í þessu samhengi að menntakerfið eða fræðslu- markaðurinn hafi möguleika á að gefa rétt merki og skilaboð20. 8.1.5 Námsárangur og frammistaða skóla Ljóst er að erfitt getur verið að leggja fullnægjandi mat á árangur skólastarfs þar sem markmið þess eru æðifjölþætt. Helst kemur þó til greina að mæla námsárangur nemenda, hlutfall brottfalls úr námi eða velgengni nemenda í starfi að loknu námi. Mæling á námsárangri nemenda hefur ætíð verið hluti af skólastarfi. Hún hefur gefið nemendum réttindi til frekara náms eða til ákveðinna starfa. En undanfarin ár hefur einnig fæst í vöxt að mæla frammistöðu einstakra skólastofnana og jafnvel skólakerfa21 með samanburði. Slíkt hefur yfírleitt verið gert með samræmdri mælingu í ákveðnum námsgreinum milli skóla eða skólakerfa. Markmiðið er að veita skólum aðhald og auka upplýsingar til að geta bætt stjórnun og stuðlað að markvissri kerfis- breytingu. En í gegnum skólasöguna hefur þó frammistaða og orðspor skóla speglast af kunnáttu og hæfni þeirra nemenda sem þar hafa stundað nám. Og líklegt er að um ókomna framtíð verði slíkt orðspor þýðingarmest í þessu samhengi. En fleira kemur til en námsárangur og gæði þjónustu þegar fjallað er um frammi- stöðu skóla. Einnig hefur rekstrarframmistaða skólastofnana miðað við námsárangur þýðingu, því að aðfanganotkun og einingakostnaður getur verið mismunandi á nemanda milli skóla. Með frammistöðumælingum getur hið opinbera reynt að bæta úr þáttum eins og ónógri fjárhagslegri hvatningu sem oft ræður hjá framleiðendum. Sama er að segja um skaðlega einokun og takmörkun á starfsemi framleiðenda, óhentugt skipulag og stjómarmynstur í fræðsluþjónustu. En þrátt fyrir að hægt sé að ráða bót á ofan- greindum þáttum er það þó oft svo að stjómvöld hafa ófullnægjandi skilning á þeirri samsetningu hvata og reglna sem best hvetja framleiðendur. 8.2 Menntun, fjármögnun og framboð Bæði fjármögnun á menntun og framboð er með nokkuð ólíkum hætti milli landa. í sumum þeirra kosta nemendur menntunina sjálfír í ríkum mæli en í öðrum annast hið opinbera Qármögnunina. Flestar þjóðir blanda þó þessum Qármögnunarleiðum saman 20 í opinberri umræðu er oft talað um að menntamál eða heilbrigðismál megi ekki fara yfir ákveðið hlutfall af landsframleiðslu. Slík umræða kemur til af þeirri einföldu staðreynd að hið opinbera er mjög nátengt þeirri starfsemi sem yfirleitt fer lítt fram í markaðsumhverfi. Hlutföll eru því sett fram til að halda aftur af útgjaldaþenslu þessara málaflokka. En þjónustan þarf ekki nauðsynlega að spegla vild (preferensa) einstaklinganna (samfélagsins). Þeir gætu viljað meiri þjónustu. Ef þessi þjónusta er hins vegar boðin fram með þeim hætti að markaðsöflin fái að hluta ráðið framboði og eftirspum hennar, þannig að framleiðnin verði svipuð og hjá öðrum atvinnugreinum, er ekkert því til fyrirstöðu að á þessum mörkuðum náist eðlilegt jafnvægi af sjálfu sér. 21 í samstarfi OECD-ríkja hefur til dæmis miklum upplýsingum um skólamál verið safnað og þær bomar saman milli landa í sérstökum útgáfum. Nefna má rit eins og Educalion at a Glance, OECD indicators, sem gefið er út reglulega og sömuleiðis nýleg rit eins og Successful Services for Children and Families at Risk og einnig Adult Learning and Technology in OECD Countries. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Búskapur hins opinbera 1995-1996

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Búskapur hins opinbera 1995-1996
https://timarit.is/publication/1009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.