Búskapur hins opinbera 1995-1996 - 01.11.1997, Blaðsíða 31
meðal annars að því að draga úr van- eða offjárfestingu í menntun. Hér koma inn
þarfir atvinnulífsins, einstaklinga og samfélags sem heildar.
I þriðja lagi er keppt að rekstrarhagkvœnmi sem felur í sér að hámarka menntunar-
árangur og þarfir nemenda að gefnum ákveðnum kostnaði. í þessu tilliti er mikilvægt
að réttir hvatar séu til staðar hjá menntastofnunum varðandi rekstur og sömuleiðis hjá
nemendum varðandi ástundun. I Ijórða lagi er keppt að valfrelsi nemenda við
eftirspum eftir fræðsluþjónustu. Hér skiptir miklu að framboð menntunar taki m.a.
mið af vilja nemenda og sé sveigjanlegt í því samhengi. Og í fimmta lagi er keppt að
því að skólastjómendur og kennarar hafi sem mest faglegt sjálfstœði í starfi sínu.
Ljóst er að margar þjóðir eiga langt í land hvað varðar þessi menntunarmarkmið. Þá
er ljóst að erfitt er að sætta öll þessi markmið samtímis eins og fram hefur komið.
Spumingin er oft um jafnvægi milli markmiða, s.s. milli jafnaðar og hagkvæmnis-
sjónarmiða.
8.1.2 Frjáls markaður
í flestum atvinnugreinum leysir frjáls markaður, með viðeigandi tekjudreifingu16
fyrir tilstuðlan hins opinbera, það verkefni best af hendi að ná ofangreindum mark-
miðum. Samkeppni er að jafnaði árangursríkasta tækið til að stuðla að hagkvæmni og
framförum17. Þó er það svo hvað fræðsluþjónustu varðar að aðstæður á markaðnum
eru þess eðlis að frjáls markaður skilar ekki í öllum tilvikum þeim árangri sem til er
ætlast. í fyrsta lagi er erfitt að tryggja viðunandi tekjudreifingu þannig að allir fái
keypta þá fræðsluþjónustu á frjálsum markaði sem hentar hverjum og einum. í því
sambandi má nefna að tekjudreifingin snýr ofitar að foreldrum nemenda en nemendum
sjálfum, en milli þessara aðila getur verið verulegur munur í forgangsröðun gæða og
togstreita um ávinning af menntun. Foreldrar spegla því ekki nauðsynlega vilja
bamanna18.
í öðru lagi er ekki tryggt að hinn frjálsi markaður skili því menntunarmynstri og
stigi sem talið er þjóðhagslega hagkvæmt þar sem markmið einstaklinga og
samfélagsins sem heildar fara ekki að öllu leyti saman. Einstaklingurinn setur
ávinning sinn í forgrunn en samfélagið ávinning heildarinnar.
8.1.3 Opinber afskipti
Opinber afskipti, bæði af Qármögnun fræðsluþjónustunnar og framboði hennar, hafa
því þótt tilhlýðileg þar sem hinn frjálsi fræðslumarkaður hefur ekki náð að fullnægja
lokum er ljóst að menntunarstigið þarf að fullnægja óskum einstaklinganna og hlúa að alhliða
menningarverðmætum.
16 Með viðeigandi tekjudreifmgu er átt við að hið opinbera jafni tekjum milli einstaklinga eða heimila
með sérstökum tekjutilfærslum til þeirra sem þess þurfa.
17 Við slíkrar aðstæður vegur neytandinn og metur ávinninginn af neyslu sinni á móti því verði sem
hann þarf að greiða. Framleiðandinn hámarkar virði framleiðslu sinnar við lágmarkskostnað. Og til
lengri tíma litið ætti samkeppnin að tryggja að verðið haldist nálægt fómarkostnaði. Afleiðingin
yrði hámarksafrakstur miðað við ákveðna tekjudreifíngu.
18 Með svokölluðu voucher-kerfí væri þó hægt að gera slíkar tekjutilfærslur eða greiðslur mark-
vissari, en með því fyrirkomulagi er greitt til viðkomandi skólastofnana en ekki til heimilanna.
29