Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 16

Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 16
i6 Nýtt S. O. S. „Skýin standa beint upp í loftið/' sagði Rammes. „Nú væri ákjósanlegur dagur fyrir háloftsflug.“ „Ekki virðist jni hafa fengið jtig full- saddan í gær.“ „Það var bara byrjun; ekki annað.“ „Verði þér að góðu. F.n næst ferðu án mín. Ég hef lengið nóg.“ „Þar uppi var Jjó áreiðanlega skemmti- legra en í leiðinlegri fréttastofu. F.ða hef ég ekki rétt að mæla?“ „Eg vildi samt heldur vera á jafnsléttu.“ „Ég fer nú út að fjallsbrúninni til hægri, til að athuga aðstæðurnar, en þti ferð til vinstri haridar. En gættu að þér að renna ekki.“ „Vertu óhræddur!" Gert veifaði og hélt af stað. Rammes sóttist leiðin seint yfir slétt- una að brúninni. Snjórinn var blautari en daginn áður. Hann horfði út yfir snjó- breiðuna. Birtan blindaði hann, svo hann verkjaði í augun. Svo var eins og hann sæi eldglæringar. „Ég verð að nota snjógleraugun,“ hugs- aði hann, „ofbirtan gerir mig blindan. Hann þreifaði í vasa sinn og fann gleraug- un. Rétt um |jað bil, er hann náði brúninni beyrði hann köll og jjá dimmt hraphljóð. Hann snéri sér í áttina sem hljóðið kom úr, en sá ekkert óvenjulegt. „Kranich" lá á snjóbreiðunni, trjónan á kafi í fönn. En hann sá ekkert til frétta- ritarans. „Gert!“ hrópaði flugmaðurinn. Ekkert svar. „Gert!“ endurtók liann. Dauðaþögn. Hann heyrði aðeins gnauð- ið í vindinum, sem blés yfir sléttunni. Anton Rammes varð meira en lítið órótt. Hvar var vinur hans? Hvað hafði skeð? „Ciert!" Nafnið hljómaði hátt og livellt á auðninni. Eitthvað hafði komið fyrir! Hafði vinur hans fallið ofan fyrir hamrana? Hann hafði Jjó áminnt hann um að fara var- lega. Hann flýtti sér allt livað af tók að snjóhúsinu. „Gert!“ Ekkert svar. Hann hélt til baka og rakti spor vinar síns í snjónum. Allt í einu nam hann staðar. Eyrir fótum hans lá klettasprunga. Snjóþákið hafði brotnað niður og kletta- gjáin gein við augum hans. Hér hlaut Gert að hafa steypzt niður. Á því lék eng- inn vafi. Hann beygði sig varlega niður og kall- aði: „Gert!“ Ógreinilegt hljóð barst úr undirdjúp- unum. Það var dimmt og var auðheyrilega langt í burtu. „Gert, hvar ertu?“ „Hérna! Beint fyrir neðan þig!“ var nú svarað neðan úr djúpinu. Hvað kom fyrir þig?“ „Ég féll niður!“ „Getur þú komizt upp hjálparlaust?" „Ég hef ekki reynt Jjað enn!“ „Reyndu Jjá!“ Úr djúpi gjárinnar heyrðist dauft hljóð. Þá rödd fréttaritarans: „Ég kemst ekki upp. Klettaveggurinn er svo brattur, að ég renn alltaf niður aftur!“ „Hvernig gatu stöðvað þig í fallinu?“ „Ég hef alls ekki stöðvað mig. Ég er hér á botni gjárinnar. Hún er fleygmynd- uð og hér er botninn!“

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.