Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 21

Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 21
Nýtt S. O. S. 21 dúknum, sem var strengdur á grindina. Það brakaði og gnast í efninu og neist- arnir hrukku á því. En svo náði eldurinn að festa sig í efninu. Flakið varð alelda á svipstundu og logarnir teygðu sig hátt á loft. Anton Rammes hopaði afturábak. Hann var orðinn mjög rauður í andliti, og hann var rennsveittur. Hann horfði á eftir leit- arflugvélinni. Hún var ekki mjög langt í burtu, en sarnt í svo mikilli fjarlægð, að flugmaðurinn sá ekki hina nauðstöddn fé- laga á auðninni. „Kranich," fuðraði upp. Það brast í böndunum og snarkaði, járnin urðu að gjalii og þykkt reykský steig upp í liimin- hvolfið. Svo hafði Anton Rammes líka ætlast til. Reykurinn, sem dreifðist um sléttuna átti að vekja athygli leitarflug- manna á því, að eitthvað óvanalegt væri þarna að ske. „Heldurðu að þeir sjái okkur?“ spurði Gert. Hann beit sig í neðri vörina og andlit hans titraði allt. „Hann verður að sjá okkur!“ svaraði Rammes. „Hann verður!“ Og von þeirra rættist. Flugmaðurinn á leitarflugvélinni lilaut að hafa séð reykinn. Vélin breytti allt í einu um stefnu. Nú stefndi hún beint í áttina til þeirra. Hún nálgaðist fljótt með miklum drunum. „Það er „H 46“!“ æpti Anton Rammes. Hann hljóp í loft upp af gleði og baðaði út höndunum til flugvélarinnar, er þaut nú yfir höfðum þeirra. Anton hafði séð rétt. Þetta var dráttar- flugvél þeirra svifflugmanna, og við stýrið sat Behrend flugkennari. Hann varð harla glacar, er liann þekkti Anton Rammes niðri á snjóbreiðunni. Hann og menn hans höfðu óttast mjög um afdrif þeirra félaga, er þeir komu ekki til bækistöðva sinna kvöldið áður. Þeir biðu hverja klukkustundina af annarri, jafnvel fram á hánótt, enda þótt þeir vissu vel, að „Kranich“ hafði engin tæki til nætnrflugs. Um miðnætti sendi hann út frétt um hvarf þeirra félaga. Og snemma um morg- unin lagði hann sjálfur af stað í He 46 til að leita hinna týndu. Klukkustundum saman flaug hann hvíldarlaust, utan það, að hann lenti til þess að taka eldsneyti. Hann leitaði fjallasvæðið kerfisbundið. Hann flaug kring um fjallatinda, flaug yfir gjár og éftir dölum; augu hans skim- uðu leitandi í aliar áttir. Hann ætlaði að fara að hætta leitinni þennan dag, er hann sá dimman reyk milli fjallanna. Hann undraðist. Það var þokulaust og skýlaus himinn. En þetta var eins og reykur til að sjá. Hann sveigði flugvélina í stefnu á reykinn. Jú, þar brann eldur og þykkan reykjarmökk lagði upp. Hjá bálinu stóðu tveir menn og veifuðu ákaft, og þá, er Behrend flugkennari flaug yfir þá, þekkti liann Anton Rammes. Hann beygði aftur í áttina til þeirra, flaug nú lægra og veif- aði þeim. í þriðja aðflugi kastaði hann niður svörtum pokaskjatta. í honum var súkkulaði, vindlar og fleira smádót, en við pokann var festur miði, er stóð á þessa leið: „Verið vongóðir! Við sækjum ykk- ur!“ Við svo búið flaug He 46 á brott. Be- Iirend hélt nú beina leið til flugvallarins. Hann braut nú heilann um það, með hverju móti væri tiltækilegast að bjarga jreim félögum. Ekki kom til mála að lenda H 46 þarna uppi á fannbreiðunni. Hins- vegar var fjallshlíðin svo brött, að erfitt yrði að klífa niður. Hvað átti nú til bragðs að taka? En allt í einu kont honum hugmynd í

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.