Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 19

Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 19
Nýtt S. O. S. 19 þig, að ég geti dregið þig upp, ef þú hjálp- ar til nteð því að spyrna fótunum í gjár- barmana.“ Fréttamaðurinn hneigði sig til samþykk- is. „En fljótt," mælti hann djarflega. „Já, þetta er alveg að koma,“ mælti hann hughreystandi. Hann batt kaðalinn um vin sinn æfð- um höndum og svo hélt hann af stað upp á brún. Þá leysti hann kaðalendann uppi, rótaði snjónum af gjárbarminum unz liann liafði fengið örugga fótfestu. Þá hóf hann að toga vin sinn upp úr sprung- unni. Hann tók bakföll, andlit hans varð rautt af áreynslu og æðarnar þrútnuðu á enni hans. Hann stundi af áreynslu og imén titruðu. Loks birtist andlit frétta- ritarans upp við brúnina, og þá maðurinn allur, en liann hafði létt mjög undir með því að beita fótunum og heilbrigðu hönd- inni á leiðinni upp. „Guði sé lof,“ stundi Gert lágt. „Þetta var nú meira stritið.“ Þeir gengu nú að flaki svifflugunnar. (iert hallaði sér upp að flakinu. „Gefðu mér sígarettu. Oft er þörf, en nú er nauðsyn." Gert teygaði reykinn með löngum sog- um ofan í lungun. Þá tóku þeir til óspilltra málanna, að gera brotna handleggnum til góða. Hand- leggurinn hékk máttvana, er Gert hreyfði axlirnar. Anton Rammes varð að teygja hann, áður en hann iét spelkurnar við. Það var ógurlega sársaukafullt. Enda þótt Gert stæði með bert brjóstið úti í kuldan- um ránn svitinn í stórum dropum niður Itálsinn. „llann mun vera brotinn?" Flugmaðurinn laut höfði til samþykkis. „Og hvað nú?“ „Leggja spelkur við." „Hvað hefur þú til þess?" „Ég brýt bönd í flakinu og legg við handlegginn," svaraði Rammes. Hann tók að rífa það sem eftir var af dúknum af hægri væng svifflugunnar. Hann braut tvö bönd í hérumbil 30 sm. langa búta og lagði við handlegg Gerts. Þá vafði hann seglgarni um spelkurnar. „Svoná nú,“ mælti hann, „og nú í fötin. Annars verður þér kalt.“ Fréttamaðurinn smeygði sér í samfest- inginn, þó óhægt væri um vik. Ariton Rammes studdi hann upp í flak- ið og hann lét sig falla niður í sætið. „Jæja, og hvað tekur nú við?“ Ári þess að svara tók Anton Rammes síðasta vindlinginn úr pakkanum og kveikti í. Þá lét hann kveikjarann í buxna- vasann. vöðlaði saman tómum pakkanum og kastaði honum í snjóinn. „Nú er ekki lengur um það að ræða, að klífa niður,“ svaraði hann að lokum. „Þú getur skilið mig eftir og reynt einn,“ sagði Gert. „Hverskonar maður heldur þú eigin- lega að ég sé?“ „Ég sagði bara svona. Það var ekki illa meint.“ „En eitthvað verður að gerast. Vistirn- ar eru á þrotum.“ „Kannske er þegar farið að leita okkar.“ „Kannske!" Anton Rammes stóð hjá vini sínum ut- an við flakið. Hann reykti. Degi var tekið að halla, sólin í vestri; það var orðið kald- ara í veðri. Allt í einu leit Anton Ramnies snögg- lega upp. „Hvað er nú?“ spurði fréttamaðurinn. Flugmaðurinn teygði fram álkuna og hlustaði.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.