Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 33

Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 33
Nýtt S. O. S. 33 fyrir gasið. Halda átti veizlu til að heiðra Chauncey M. Depew á 48. afmælisdegi hans. Sea Beach, járnbrautarfélag í New York, var tekið að fullu til starfa. Lögregl- an átti í eltingaleik við þrjá eiturlyfja- neytendur, sem höfðu strokið frá Belle- vue-sjúkrahúsinu, klæddir röndóttum nátt- fötum. í auglýsingum mátti lesa um alls konar þægindi, allt frá vorfötum karl — manna hjá Lord og Taylor, verð frá 1714 dal, og upp í „eilífðarbylgjur í hár frúar- innar,“ og hljóðdeyfara fyrir Ford-bíla. I Washington var Woodrow Wilson enn þeirrar trúar, að Bandaríkin gætu — og" ættu — að komast hjá þátttöku í stríðinu í Evrópu. Blaðið skýrði ekki frá því — vegna þess að fregnin hafði enn ekki borizt eftir strengnum yfir Atlantshafið — að banda- rískt olíuskip, Gulflight, hefði orðið fyrir tundurskeyti við Scilly eyjar í Ermarsundi. Skipinu var síðan rennt á land. En þrír bandarískir þegnar, þar á meðal skipstjór- inn, höfðu týnt lífinu. 4- U-20 sigldi út úr kvínni sinni í Emden í morgunskímunni liinn 30. apríl. Brott- fiir lians var í kyrþey, svo sem einnig var um systurbátana. Engar hljómsveitir léku, engar stúlkur veifuðu, enginn,-sem bað þeim góðrar ferðar og farsællar heim- komu. Kvöldið áður hafði Schwieger, höfuðs- foringi, sem var nýlega orðinn 32 ára að aldri, setið með öðrum kafbátsforingjum, kunningjum sínum, í bjórkjallara niðri við höfnina við drykkju og samræður. Þess konar samkvæmi þráðu allir, sem voru á sarna metorðastigi og hann, er einveran ætlaði að gera út af við þá. Hér fór fram allt önnur athöfn en „gæsagangur" undir „Deutschland iiber alles“-kórsöng, eins var um landherinn á aurblautum vegunum í Flandern á leið til orrustu. Hér voru á ferðinni hugsandi menn og stundum skáldlegir í draumum síiium; þeir „hylltu“ svo að segja aldrei veggmyndir af Pnsmarck eða „lofuðu“ prússneska andann, sem hann innleiddi. Það var ekkert glis í kafbátunum. Ef cinhver var sæmdur orðu, þá var það oft- ast eirihver látinn. Hersing var undantekning. Nafn hans var mjög á lofti þessa kvöldstund, svo sem verða vill, er kafbátsforingjar koma sam- an. í sepemtbermánuði, meðan Flotamála- ráðuneytið var enn að ræða það, hvort þessir litlu „neðansjávarbátar“ gætu orð- ið að nokkru liði, hafði hann skotið í kal þrjú herskip brezka flotans. Þau voru beitiskipið Pathfinder og Triumph og Majestic. Keisarinn sæmdi Hersing æðsta heiðursmerki föðurlandsins — Verðleika- orðunni. Mánuði síðar fór Dröscher, foringi á U-20, tveggja ára gömlum kafbáti, könn- unarferð umhverfis Bretland. Þetta hafði aldrei fyrr verið gert á kafbáti. Þegar það bættist ofan á árás Hersings á flotann, fór fram gagngerð endurskoðun á matinu á gildi kafbátanna. í sannleika sagt hafði ekkert verið ritað um né endurbætur gerðar á kafbátum, síð- an Þjóðverjar keyptu bátalíkön af Simon Lake, skipaverkfræðingi og kafbátasmið, í byrjun aldarinnar. Kafbátar voru fróðleg tæki, en aðmírálar allra þjóða litu með þöglu umburðarlyndi til þeirra. Þeir voru taldir jafngagnslitlir og óvænlegir til ár- angurs og flugvélar. Á höfunum voru það stóru herskipin (dreadnought) — en svo

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.