Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 23

Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 23
Nýtt S. O. S. 23 8,,Jæja,“ raælti hann, ég kem aftur klukk- an sjö í fyrramálið." „Allt í lagi.“ Mennirnir kvöddust með liandabandi. Behrend þakkaði fyrir góðar undirtektir og liélt af stað í H 446. Það var vart orðið bjart af degi næsta morgun, er Behrend flugkennari lagði af stað til bækistöðva hersins i flugvél sinni. Koptinn var þá tilbúinn til flugtaks. Be- brend hraðaði sér að koptanum. Ljós- hærður, frernur gelgjulegur maður horfði á hann með athygli. „You are Mr. Behrend?“ spurði hann. „Eruð þér herra Behrend?“ „Já, og eruð þér flugmaðurinn á kopt- anum?“ „Yes,“ svaraði sá ljóshæi'ði og rétti hon- um höndina. „Getum við lagt af stað?“ spurði flug- kennarinn. „Jú, vissulega,“ svaraði Bandaríkjamað- urinn: „Mér er ekkert að vanbúnaði.“ Behrend var liinn ánægðasti. Hann bjóst til að fara npp í koptann. . „Hversu mörgunr mönnum á að bjarga?“ spurði Bandaríkjamaðurinn. „Þeir eru tveir,“ svaraði Behrend og var nú seztur inn. „Þá get ég ekki tekið yður með,“ sagði fiugmaðurinn. Hann glotti vingjarnlega, er flugkennarinn snéri sér fljótt við í sæti sínu. „Af lrverju getið þér ekki tekið mig „Því miður, koptinn er bara byggður fyrir tvo menn, í allra mesta lagi þrjá. Ef þér farið líka geturn við ekki tekið nerna annan mánninn." „I.11 ég verð þó að vísa yður leiðina,“ mælti Behrend, „ég einn veit, hvar þá er að finna.“ „Til hvers lrafið þér yðar eigin flugvél?" spurði nú flugmaðurinn og lét engan bil- bug á sér finna. „Þér farið á undan. Ég fylgi yður eftir og þér komizt að raun urn, að allt gengur að óskum." Þetta fannst Behren.d góð tilhögun. „Mjög liyggilegt." „Þá af stað!“ sagði Bandaríkjamaður- inn. Hann fleygði vindlingnum sínum og fór upp í koptann. Hreyfillinn fór í gang, hægt í fyrstu, síðan allt á fullu. A meðan hafði Behrend sezt við stjórn- tækin á H 46. Aðstoðannaðurinn snéri loftskrúfunni og er hún sýndist sem silfurrák fyrir framan trjónuna, rann hún lrægt út á enda braut- arinnar. Hreyfillinn jrrumdi hátt og flug- vélin lyfti sér fallega upp. Koptinn fór lóð- rétt upp í loftið eins og lyfta og náði brátt sömu hæð og H 46. Ferðin sóttist vel. Báðar flugvélarnar flugu hátt, svo þær gætu lraldið beina stefnu á slysstaðinn. Eftir hér um bil 25 mínútna flug stefndi Behrend flugvél sinni inn í víðan fjalladal. Koptinn lækkaði einnig flugið. Vélarn- ar flugu nú í beinni línu, lækkuðu flugið að nrun og minnkuðu hraðann. Þá lyfti Behrend hendi til merkis um, að nú skyldi hinn flugmaðurinn athuga - sinn gang. Hann stefndi nú á hásléttuna þar sem sjá mátti svartan blett á fannbreiðunni. Það var aska svifflugunnar, sem var brunnin. Behrend flugkennari flaug nú hvern hringinn eftir annan yfir hásléttunni. Þeir félagar höfðu fyllzt von og jafn- framt ójrolinmæði eftir komu fyrstu leit- arflug'vélarinnar. Stuttu eftir að hún kast- aði niður svarta pokanum og lrvarf svo á brott, þrömmuðu þeir að snjókofanum sínum.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.