Nýtt S.O.S. - 01.06.1957, Blaðsíða 12
is Nýtt S. O. S.
Hann var allt of þreyttur til að þráttá um
þetta.
„Og þetta hlýst ai því að þú vildir ekki
stökkva af," hélt fréttamaðurinn áfram.
„Ef við hefðum stokkið út, værum við nú
niðri á jörðinni fyrir löngu."
„Með brotinn hrygg," bætti Anton
Rammes við. Honura var Ijóst, að þýðing-
arlaust væri að deila um þetta. Vinur lians
væri miður sín af því að lenda í þessum
ósköpum í sinni fyrstu svifflugferð.
Þá-bar nú skjótt niður á við. Fjallatind-
arnir voru nú ekki lengur fyrir neðan þá,
heldur hliðhalt. Anton Rammes steig
hiatt á. hliðarstýrið og þverstýrið. Hægri
fiöturinn reis upp og svifflugan straukst
næstum við klettagnýpu.
„Lendingarstaður!" Öll hugsun flug-
mannsins beindist að því, hvar væri lend-
ingarstað að finna. Hann stýrði svifflug-
unni í stórum boga framhjá klettavegg og
kom um leið auga á liásléttu framundan.
Háslétta þessi var einskonar þrep. því
hægra megin
var lóðréttur klettaveggur
upp á við, en vinstra megin lóðréttur
veggur upp á við, en" vinstra megin lóð-
réttur veggur niður.
Nú hugsaði hann ekki lengur. Hann
steig á vinstra hliðarstýrið, ýtti stýrisstöng-
inni fram til hægri og kippti hjólunum
niður. Hann renndi niður að hásléttunni
upp á líf og dauða. Snjórinn þyrlaðist upp
í s'tórnm strók, er svifflugan gróf sig nið-
iir í skailinn. Þeir félagar köstuðust frarm
á við með snöggum rykk. Þeir fundu til'
sársauka undan beltunum. Svo varð allt
kyrrt.
Anton Rammes litaðist um í sætisínu..
Vinur hans hékk í ólunum hreyfingarlaus.
og allur snjóugur.
„Gert," sagði liann lágum rómi. Þá
liærra: „Gert*"
„Já," svaraði fréttamaðurinn og leit upp.
„Hefur þú meitt þig?"
„Ég veit ekki. Hvar erum við?"
„Við erum lentir."
„Jæja, erum við lentir." Hann sópaði
snjó af skrokk svifflugunnar. Svo tók hann
snjóinn í lófa sinn, horfði gaumgæfilega á
hann og sagði: „Snjór!"
„Já, við erum lentir!" hrópaði Anton
Rammes, leysti beltið og spyrnti sér úr
sætinu. „Við skulum fara út og litast um."
Hann stóð upp, hoppaði út og stökk í
snjóinn.
„Ha% hó! Hana nú!" kallaði liann og
baðaði út handleggjunum. Hann sökk í
snjó upp fyrir hné. Hann þrammaði þung-
lega kring um sviffluguna og sökk djúpt
í hverju spori. Hendur hans námu við
snjóskaflinn. Yfirborð hans var blautt og
þungt og þjappaðist mjög saman.
„Það er sunnanvindurinn," muldraði
hann. „Það er byrjað að hlána."
Hann laut yfir sviffluguna og atliugaði
hana nákvæmlega. Stýristaumarnir voru
lieilir. Böndin voru heil og stýrisflöturinn
óskemmdur. En dúkurinn var allur í tætl-
um, varla lófastór blettur heill.
„Undur, að fuglinn skyldi geta flogið
svona á sig kominn," sagði Anton Ramm-
es og horfði ofan í snjóinn. Hann strauk
skrokk hann „Kranich" og hvarf að því
búnu til fréttamannsins.