Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Síða 5
Nýtt S. O. S. 5
tollvarðanna. Það skiptir engn máli.
„Klukkustund er liðin, Sir“, segir vika-
clrengurinn og er kominn liálfa leið upp
.á þilfarið.
Ray Rosen hættir við að blóta. Hann
hefur sofið fjórar klukkustundir, og nú
vekja þeir hann aftur. Já, það væri þó
sannarlega ástæða til að taka upp í sig.
En skipstjórinn á Joe Lane þekkir sína
menn. Hann þekkir manninn, sem húkir
uppi í varðturninum og hann hefur arn-
araugu. Honurn er óhætt að treysta. Joe
Kingston heitir liann og er ungur í starf-
inu. Félagar hans á skipinu stríða honum
með því, að faðir lians hljóti að hafa ver-
ið Indíáni, vegna þess hve skörp sjón hans
er.
Barkskipið hefur klukkustundar for-
hlaup, en það þýðir, að ekki verður unnt
-að elta skipið uppi, að minnsta kosti ekki
meðan tunglið lýsir upp Mexikóflóann.
Ef þetta óþekkta skip hefur eitthvað að
fela, þá mun það nota tækifærið og hverfa
undir morguninn, er tunglsins nýtur ekki
og halda svo til strandar næstu nótt og
þá annars staðar. Og þeir hafa eitthvað
■ óhreint í pokahorninu, hví skyldu þeir
annars sigla ljóslausir?
Rosen skipstjóri er nú fullklæddur,
liann bindur sjóhattinn undir kverk og
þrammar svo út á þilfarið.
Það er kalt úti og hált á þilfarinu. Öðru
hvoru gengur sjór yfir þilfarið. Joe Lane
liggur djúpt í sjó, varla meira en meters
borð fyrir skútunni miðskips. Skipstjórinn
kennir kuldahrolls, er hann gengur afturá
á fund stýrimannsins. Skref hans eru löng
■og vaggandi.
Frívaktin kemur nú upp á þilfar með
mikilli háreysti.
„Ef þeir bölva ekki ennþá hressilegar
■ en ég áðan, þá er ég illa svikinn,“ hugs-
ar skipstjóri og glottir við. Tollþjónust-
an er enginn leikur og er ekki á færi ann-
arra en hraustra karla og harðduglegra
sjómanna.
Skipstjóri fer nú í brúna og skyggnist
;ikaft um eftir ókunna skipinn, sem ólík-
legt er þó, að hafi færzt nær. Jú, þetta
er þrísiglt skip. Það sést nú greinilega í
stóra sjónaukanum. Þetta er barkskip og
þeir hafa öll segl uppi, eins og þeirn liggi
lífið á, að ná til strandar þessa nótt.
„Við ættum að ná þeim, þegar myrkur
er komið,“ hugsar skipstjórinn.
En það verður víst ekki því að heilsa.
Heldur hefur dregið sundur með skipun-
um. Hnotuskel á móti glæstu þrísigldu
skipi. — Það er ekki smáræðis
munur. En þetta smáræði sem munar heit-
ir „Joe Lane“, það jafngildir hverju
þrísigldu skipi.
„Slökkvið ljósin!" skipar skipstjórinn.
„Hver maður á sinn stað! Dragið upp inn-
og út brandaukaseglin! Rifið stórseglið og
fokkuna!"
Hratt fótatak á slingrandi þilfarinu. Það
syngur í rá og reiða. Hugur allra snýst
um það, að láta dólginn ekki sleppa. Og
nú blæs sterklega í bæði stærstu seglin á
skútunni og er nú runninn á hana mikill
skriður. Og þegar framseglin skrafa við