Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 13
Nýtt S. O. S. 13
Hann leggst afturábak í stólinn, hann
horfir hlutlaust á einfalda, þiljaða káetu-
veggina og það er aðeins reykurinn, sem
hlykkjast úr langri reykjarpípunni hans,
^sem gefur til kynna, að enn leynist líf
í hreyfingarlausum líkama æðsta stjórn-
anda Joe Lane, sem sveigist ljúflega fyrir
léttum vindi og heldur sína stefnu.
Ladd stýrimaður sér hann sitja í þess-
um skorðum, er hann horfir inn unr
glugga stýrishússins.
Hann kinkar kolli og glottir. Hann hall-
ar sér fram á kulborða, hallast upp að sex
punda fallbyssunni, en yfir henni er segl-
dúkur til þess að verja hana bleytu. Ladd
kannast vel við þessar einkennilegu stell-
Ingar skipstjóra síns. Ladd stýrimaður er
48 ára gamall, ættaður frá Connecticut.
Hann var bátsmaður áður fyrr, en síðan
eru liðin hvorki meira né minna en tutt-
ugu ár. En aldrei hafði hann kynnzt
slíkum skipstjóra sem Ray Rosen. Tíu ár
samfleytt höfðu þeir verið saman til sjós,
en aldrei hafði skipstjórinn innt að því
einu orði, hvort honum þætti Ladd betri
sjómaður eða veiðimaður.
Sá orðrómur gengur fjöllunum hærra,
að hafi Ray Rosen á annað borð komið
auga á smyglaraskip, þá væri skynsamlegast
fyrir skipstjórann að sigla til næstu iiafnar
og gefa sig fram af frjálsum vilja, því að
lokum mundi Rosen skipstjóri hremrna
hann. Líklega býr hann yfir eðlishvöt
hættulegs rándýrs og gerir líka sínar ráð-
staíanir eins og af eðlislivöt. Og honum
skjátlast sjaldan, nei, raunar aldrei, leið-
réttir stýrimaðurinn í huganum.
Hann ýtti frá sér tjörguðum segldúkn-
um og gengur vaggandi skrefum á kul-
borðshlið. í skjóli við lúkarsreisnina og
bátana luikir vaktin. Stýrimaðurinn geng-
ur fram hjá mönnunum og upp stuttan,
brattan stigann í fremri lyftingu. Hér er
ríki stórskotaliðsins. Hér stendur tólf
punda fallbyssan undir blaktandi fram-
seglum.
„Það er sama sagan,“ lmgsar stýrimað-
urinn. „Þetta er meira fyrirmyndarskip-
ið. Hraðskreiðasta og bezta skipið, sem
ég hef nokkru sinni siglt á. Og það sigl-
ir fyrir hinn góða málstað. Fyrir frelsi og
mannréttindi!"
Hann labbar í hægðunr sínum niður á
þilfarið. Joe Lane skríður drjúgum. Fjórt-
án mílur heldur stýlimaðurinn og hann
er viss í sinni sök.
Og þó munaði nú minnstu með það
einu sinni. Það var fyrir sjö árum og þá
hét skipið þeirra ekki Joe Lane heldur
„Cambell". Þá var austanáttin ríkjandi í
langan tíma. Veðrið var svipað og það
var þennan dag, sex til sjö vindstig. Nótt-
ina 4. ágúst hafði sézt til ferða ókunnugs
skips af sömu stærð og „Cambell“, skonn-
orta var þetta, og það sem verra var, gang-
hraði var næstum liinn sami. Átján klukku-
stundir stóð eltingarleikurinn úti fyrir
ströndinni og Cambell tókst að sigla í veg
fyrir skonnortuna, svo hún komst ekki út
á opið haf. Loks komst Cambell í skot-
mál.
Stöðvunarskotinu var hleypt af, er sýnt
var, að flaggmerkjunum var í engu sinnt.
En það var ekki fyrr en annað skot tastti
í sundur þilfarið, að piltarnir hinumegin
sáu þann kost vænstan að gefast upp,
því ekki var við lambið að leika sér.
Vindur hafði farið vaxandi síðustu
klukkustundirnar, það var kominn storm-
ur. Það var því ógerlegt að setja út bát
til þess að fara með handtökuskipun út
í ókunna skipið, sem snéri nú upp í
vindinn, en hafði ekki dregið upp þjóð-
fána. Nafn skipsins og heimahafnar þess