Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Qupperneq 26

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Qupperneq 26
26 Nýtt S. O. S. sat Binns því að heita mátti á bersvæði við starf sitt. Yfir skipinu grúfði þokan og niðadimm nóttin. Binns hafði að sjálfsögðu ekki hug- mynd um það fyrst í stað, hverju tjóni á- reksturinn kynni að hafa valdið annars staðar á skipinu. Talsímasambandið við stjórnpallinn var rofið eftir áreksturinn, svo að ekki var hægt að fá þaðan upplýs- ingar um ástandið. Binns var þó ekki í vafa um, hvað gera skyldi, og greip til sinna ráða. Án þess að liika hið minnsta, sendi hann á eigin ábyrgð hjálparbeiðni sína, CQD, út í ljósvakann. Siasconsett í Massachusett var sú strand- arstöðin, sem næst var slysstaðnum. Jack Irwin sat þar á verði, dottandi við tækin, sem höfðu í langan tíma verið þögul eins og gröfin. Eldurinn í ofninum var kuln- aður út fyrir löngu og kuldinn orðinn svo napur í hinum skjóllitla klefa hans, að hann neyddist að lokum til að hrista af sér svefnmókið og lífga upp í ofninum að nýju. Hann var nýbyrjaður á þessu verki, þeg- ar neyðarmerki Binns hljómuðu frá við- tækinu út í herbergið. Irwin kastaði frá sér kolaskóflunni og hljóp að tækjunum. Nú var ekki um neitt að villast. Eitt hinna tröllauknu farþegaskipa White- Star-línunnar var í háska statt vegna á- reksturs, og annað skip, sem enn var ekki kunnugt um livað hét, þurfti ef til vill einnig á hjálp að halda af sömu ástæð- um. í Florida voru ekki loftskeytatæki, og hafði ekkert heyrzt frá skipinu, síðan á- reksturinn varð, og það hvarf að nýju út í þokuna og náttmyrkrið. Binns gat fyrst í stað Iivorki gefið upp- lýsingar um stað skipsins né skýrt frá þeim skemmdum, sem áreksturinn hafði valdið. Bað hann Irwin því að bíða, meðan hann aflaði sér vitneskju um þetta og nota tím- ann á meðan til að þagga niður öll við- skipti, er truflað gætu samband þeirra síðar. Binns skýrir þannig frá þessu sjálfur: ,,Eg hafði nýlega sent tilkynningu um þetta til Irwins, þegar þjónn kom með fyrirspurn um það frá Sealby skipstjóra, ltvort loftskeytatækin væru í lagi. Taldi ég réttast eftir atvikum að tala sjálfur við skipstjórann og fór með þjóninum upp á stjórnpallinn til fundar við hann. Loftskeytaklefinn var aftarlega á skip- inu, og var erfitt ímyrkrinu að brjótast í gegnum brotaleifarnar víðsvegar á þil- farinu. Farþegarnir höfðu hópazt saman í nánd við stjórnpallinn til fundar við hann. Eg tilkynnti skipstjóranum að loftskeyta tækin væru í Iagi og tekizt hefði að ná sambandi við land. Bað Iiann nrig þegar að leit upplýsinga um, hvort skip mundu vera nálægt okkur og kvaðst bráðlega senda mér nánari fyrirmæli. Fór ég því næst niður í loftskeytaklefann og hafði náð sambandi við Irwin, þegar t. stýrimaður kom til mín með skeyti, sem var á þessa leið: „Republic hefur orðið fyrir árekstri af ópekktu skipi 26 sjómilur suðvestur af Nantucket. Þarfnast lrjálpar!“ Irwin endursendi skeytið ásamt neyðar- merkinu CQD svo að fleiri skip gætu heyrt það en þau, sem voru innan hins takmarkaða svæðis, sem loftskeytatækin í Republic náðu yfir. Við skeytið bætti hann frá eigin brjósti: „Gerið allt sem mögulegt er skipinu til aðstoðar!“ Binns kveðst að þessu loknu hafa sparað sem mest hann mátti raforku stöðvarinnar og notað tækin lítið, unz komið var fram

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.