Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Page 28

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Page 28
28 Nýtt S. O. S. stjórans. Flutningurinn hófst, og á tæpum 2 klukkustundum voru 460 l'arþegar flutt- ir milli skipanna, án þess að nokkurt ó- 'happ kæmi fyrir. Fregnir um þetta voru jafnskjótt flutt ar til lands, og drógu þær mjög úr kvíða þeirra, sem ættingja áttu eða vini um borð í skipinu. Tveir farþeganna voru af eðlilegum ástæðum ekki fluttir yfir á Flo- rida. Þeir höfðu við áreksturinn kramizt til bana niðri í svefnklefum sínum af hinu hvassa stefni Florida og hvíldu nú liðin lík undir segldúksábreiðu á bátaþilfarinu. Þriðji farþeginn dó skömmu síðar af sár- um. Tveir af skipverjum Florida biðu einnig bana við áreksturinn. Farþegarnir frá Republic voru ánægð- ir yfir því fyrst í stað að komast yfir í Florida. Þægindi voru þar að vísu lítil, borin saman við það óhóf, sem á boðstól- um hafði verið urn borð í Republic, en öryggið virtist meira í svipinn að minnsta kosti, og fyrir það fannst mönnum ástæða til að fórna nokkru. . Umhugsunin um það, að engín loft- ■skeytatæki voru um borð í skipinu olli þó bráðlega óánægju og kvíða meðal far- þeganna. Með loftskeytum ltafði tekizt að kalla á lijálp fyrir Republic, en hvernig færi, ef Florida þyrfti einnig á lijálp að halda? Nokkrir þeirra kjarkminnstu komu af stað þeirri flugufregn, að þeim væri kunn- ugt um frá áreiðanlegum heimildum, að Florida væri einnig tekin að sökkva og öllum, sem um borð væru, væri bani bú- inn. Skelfilegt ofboð greip farþegana, og liefði það eflaust haft í för með sér hinar alvarlegustu afleiðingar, ef konu einni í hópnurn hefði ekki tekizt að sannfæra múginn um, að loftskeytamaðurinn á Re- public stæði í stöðugu sambandi við skip, sem von bráðar myndu koma báðum skip- unum til hjálpar. Skipshöfnin á Republic var nú einnig flutt yfir á Florida, og bætti það sízt úr þrengslunum. Með henni bárust fregnir um, að Baltic og fleiri skip væru í nánd á leið þeim til hjálpar. Sealby skipstjóri varð eftir ásamt 44 mönnum öðrum, þar á meðal Binns, um um borð í skipi sínu, sem smámsaman sökk meir og meir. Baltic var í 64 mílna fjarlægð frá Repu- blic, þegar hjálparbeiðnin var send, og brá þegar við til hjálpar. En ástæður voru þá hinar verstu, sem hugsazt gátu, og ó- líkar því til dæmis, þegar Titanic fórst. Þrátt fyrir geigvænlegar hafístálmanir gat Carpathia þá stýrt í björtu veðri beint á áfangastaðinn, en Baltic varð nú að finna hið nauðstadda skip í niðaþoku og án miðanatækja, sem voru óþekkt á þeim tímum. Var leitin því undir þessum kring- umstæðum einber skollaleikur. í staðinn fyrir 64 mílur sigldi skipið í 12 næstu klst. 200 mílna vegalengd í leit að hinu sökkvandi skipi. Telur Binns. að um há- degisleytið hafi Baltic ekki verið í meira en tíu mílna fjarl.ægð frá þeim, eftir því sem ráða mátti af styrkleika loftskeyta- merkjanna. Þokan varð æ dirnmri, er á daginn leið, og dró Baltic því nokkuð úr hraða sínum til að eiga ekki á hættu að stofna enn .á ný til áreksturs við annaðhvort hinna nauð stöddu skipa. í loftskeytaklefanum á Republic, opn- um og skjóllausum, sat Binns við tæki sín, kaldur og dofinn. Skeytin skiptu hundruðum, sem afgreidd voru við hjálp- arskipin Baltic og La Touarine við hin erfiðustu skilyrði, sem hugsazt gátu. Sendi-

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.