Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 34

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Blaðsíða 34
34 Nýtc S. O. S.-------------------------- komst hann loks út á götuna, ataður í framan af andlitsfarða og varalit, hams- laus af vonzku út af trúgirni sinni og ó- förum. Ekki tók betra við, þegar Binns kom til Englands. í Liverpool beið hans á hafn- arbakkanum Jiópur blaðamanna og ljós- myndara. Með sérstakri varfærni tókst lionum að sleppa undan þeim og fela sig í afskekktu fylgsni, þangað til járnbrautar lestin, sem liann ætlaði með, lagði af stað. I fæðingarborg sinni, Petersborough i Lincolnshire, komst hann þó ekki hjá sér- stökum viðhafnarmóttökum. Göturnar \oru við komu hans þangað troðfullar af fagnandi aðdáendum, en á járnbrautarstöð- inni hafði borgarstjórinn tekið sjálfur á móti honum ásanrt ýmsum embættismönn- um öðrum. Við ráðhús borgarinnar var hann formlega boðinn velkominn með ræðu, sem borgarstjórinn flutti. Og Binns lýsti yfir því enn á ný í svar- ræðu við þetta tækifæri, að hann teldi sig- ekki með starfi sínu lrafa unnið til neinn- ar vðurkenningar. „Hinar sönnu hetjur,“ sagði hann, „voru vélstjórarnir á Repu- blic. Einn þeirra vann að því í sjó upp undir hendur að gera nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að afstýra ketilspreng- ingu.“ Binns átti hvorki á lífi foreldra né syst- kyni, er tekið gætu þátt í þessum fagn- aði. Hann hafði misst foreldra sína barn- ungur og var alinn upp hjá ömmu sinni eftir það. 14 ára gamall fékk hann vinnu hjá járnbrautarfélagi einu. Þar varð hann fyrir slysi og varð að liggja 6 mánuði á sjúkrahúsi. Notaði liann tíman á meðan til undirbúnings að loftskeytanámi. Árið 1902 varð hann starfsmaður brezku póststjórnarinnar, og þremur árum síðar fékk hann starf hjá Marconifélaginu. Eyrsta skipið sem hann sigldi á sem loft- skeytamaður var „Kaiser Wilhelm der Grosse“. Eftir Republic-slysið var hann í 2 ár loftskeytanraður á e.s. Adriatic, undir stjcirn E. S. Smith, er síðar varð skipstjóri á Titanic. Fjölmargir þeirra, er á því skipi voru, fylgdu Smith skipstjóra er hann tók við skipstjórn á Titanic, og var Binns því kunnugur mörgum þeirra, er drukknuðu, þegar Titanic fórst. Eftir 1912 gerðist Binns lilaðamaður í New York, unz lieimsstyrjöldin fyrri skall á. Þá fór liann til Canada og tók að sér kennslu við eina af flugdeildum hersins. Eftir herútboðið var hann sendur til Ev- rópu, en komst þó aldrei á vígstöðvarnar. Þegar heim kom til New York aftur, hóf hann blaðamanns-starf sitt að nýju og gegndi því til ársins 1924. Eftir það helgaði liann sig aftur loftskeytastarfinu. Útgefanrli: Nýtt S. O. S., Vestmannaeyjum. Ritstjóri og óbvrgðarmaður: Gunnar Sigurmundsson. — Verð hvers heftis kr. 12,00. — Afgreiðsla: Brimhólabraut 24. Vestmannaeyjum. — í Reykjavík: Óðinsgötu 17A, Sími 14(174. — Prentsmiðjan Eyrún h. f. ORÐSENDING TIL ÁSKRIFENDA! Áskrifendum að ritinu, skal á það bent, að síðan ritið hækkaði á s. 1. ári í 12 krón- ur heftið hækkaði fasta áskriftarverðið í 100 krónur yfir árið, er greiðist fyrirfram. Þeir, sem vilja fá ritið sent áfram jafn- óðum og jrað kemur út, eru því beðnir að senda áskriftargreiðsluna hið fyrsta.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.