Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Qupperneq 36
36 Nýtt S O S
eina neyðarmerrkið, senr tekið hefur verið
mark á í gengum loftskeytin og ekkert
merki annað hefur lilotið viðurkenningu.
Ýmsa örðugleika áttu loftskeytamennirn-
ir við að stríða fyrst í stað, enda voru
tækin miklu ófullkomnari en nú tíðkast.
Broslegt dæmi um það, hvað fyrir gat kom-
ið í þessum efnunr er eftirfarandi dæmi:
Um borð í farþegaskipi einu á leið til
Nerv York stóðu skipstjórinn og loft-
skeytamaðurinn hjá viðtækinu, og lrorfðu
nreð eftirvæntingu á, nreðan það var að
rita niður á pappírsræmuna hin dularfullu
tákn sín. Skipstjórinn, senr átti von á
áríðandi skeyti frá eigendum skipsins, taldi
víst að skeytið væri að koma, og beið
jress óþreyjufullur að loftskeytamaðurinn
réði fyrir sig rúnirnar, sem skipstjórinn
botnaði auðvitað lrvorki upp né niður í.
En því nriður fór það á sömu leið með
loftskeytanranninn. Hann gat ekki með
nokkru móti áttað sig á því lrrafnasparki,
senr franr konr á pappírsræmunni. Eftir
tilmælum skipstjórans kallaði hann á önn-
nr skip, sem nálægt kynnu að vera, og
bað þau að endurtaka fyrir sig skeytið,
en árangurinn varð sá, að rnerkin á papp-
írsrænrunni urðu ennþá torráðnari.
Vantrúaður á loftskeytamanninn og
tæki hans, fór skipstjórinn leiðar sinnar.
Eina skýringin, sem vesalings loftskeyta-
maðurinn gat hugsað sér á þessu dular-
fulla fyrirbrirgði var sú, að sennilega
nryndu merkin vera frá einhverju af her-
skipum flotans, sem væru að tala sanran
á dulmáli.
í New York voru viðtækin gaumgæfi-
lega atlruguð. Konr þá í ljós, að inn í þau
hafði komizt skordýr eitt, senr lrljóp þar
fram og aftur og hafði með lrreyfingum
sínunr liaft áhrif á straunrrofa tækisins, er
tengdur var við sjálfrita þess. Það voru
lrreyfingar dýrsins, sem valdið höfðu lrin-
unr óræðu rúnum á pappírsræmunni!
Það er ábyrgðarmikið starf að vera loft-
skeytanraður á skipi og reynir oft á karl-
mennsku og þor og oft verða þeir að fara
sínar eigin götur jafnvel gegn fyrirskip-
ununr skipstjóra, og bjarga þar nreð
fjölda mannslífa, svo sem eftirfarandi frá-
sögn sýnir.
Það var í heimsstyrjöldinni fyrri. Lát-
laus skothríð dundi á brezka skipinu Ben-
ledi frá þýzkunr kafbáti. Venjulega reyndu
kafbátarnir fyrst að skjóta niður loftnetin,
svo að ekki væri hægt að kalla á lrjálp.
Ein nrínúta gat því þýtt líf eða dauða.
Loftskeytamaðurinn var að lrefja viðskipti
sín við amerískt herskip sem var skanrmt
í burtu, þegar skipstjórinn kom inn í loft-
skeytaklefann og skipaði loftskeytamann-
inunr að konra þegar að bátunum. Loft-
skeytamaðurinn kinkaði kolli til nrerkis
unr að hann lrefði Ireyrt skipunina, en
liélt áfranr að senda skeyti.
Allir yfirgáfu skipið nema lrann. Kaf-
báturinn virðist annaðlrvort ekki lrafa veitt
viðskiptununr við ameríska herskipið at-
hygli eða talið líklegt, að Benledi væri
konrinn að því að sökkva, því að hann
lrvarf næstunr sanrstundis.
Þegar svo síðar var konrið inn í loft-
skeytaklefann á Benledi, sat loftskeyta-
nraðurinn þar enn nreð höndina á sendi-
lyklinunr, en síðasta skotið frá kafbátnum
irafði orðið honunr að bana. Á borðinu
fyrir franran lrann lá skeytið frá hjálp-
arskipinu. Hann lrafði orðið að greiða
það nreð lífi sínu.
GERIZT ÁSKRIFENDUR!
Utanóskrift’in er: NÝTT S 0 S, Pósthólf
195, Vesfmannaeyjum.