Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Side 6

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Side 6
frétt rétt í þessu. Skipstjórinn brá sér þá í olíukápuna sína og fór út á þilfar. „Það er alltaf sama sagan með þennan farm“, hugsaði hann, „komið með draslið fram á síðustu stundu og troðið í dallinn eins og í hann kemst!“ Fyrsti stýrimaður, Mr. Bolger, fylgdist með hleðslunni og var allt ann- að en ánægður á svipinn. „Enn á að ryðja vörum um borð án tillits til annars en farmgjaldsins; ejj ég á að bera ábyrgðina, hún kemur á mig einan . . .“ og skipstjórinn bölvaði hraustlega á sjómanna vísu. „Já, þetta eru afleitir tímar!“ muldraði fyrsti stýrimaður, „og ef nokk- ur hreyfir andmælum er staðan í veði.“ „Sjómennskan er eins og hvert annað starf,“ hélt skipstjórinn áfram í slæmu skapi, „ef einhver segir, að áhættan sé of mikil, þá má hann bara skipta um starf, er kannski sagt, að hann ætti heldur að setja upp hænsnabú. Alltaf eru nógir sjómenn í stað þeirra, sem reknir eru. — Já, við siglum á vondum tímum, Bolger,“ lauk skipstjórinn máli sínu. „Það er hverju orði sannara,“ samsinnti stýrimaðurinn og bretti upp kraganum á regnkápunni sinni. Vinhviða blés harkalega yfir þilfarið. Mr. Bolger benti út að borðstokknum. ^„Ha? Á þetta líka að fara með?“ mælti skipstjórinn. Krani var að lyfta vörubíl með miklum umbúðum, sem sveiflaðist eins og leikfang niður á þilfar „Vestris“. „Eg sé ekki betur, en nokkrir fleiri slíkrar tegundar standi enn á bryggj- unni,“ muldraði fyrsti stýrimaður. Carey hristi höfuðið reiðilegur á svipinn. „Fylgist vel með þessu, Mr. Bolger, og kallið á mig ef þetta ætlar að keyra fram úr öllu hófi!“ Þá snéri hann aftur til káetu sinnar. Á meðan útskipunin fór fram, komu líka síðustu farþegarnir, sem þjónar og stýrimenn tóku á móti. Töskurnar voru bornar niður í klef- ana nema þær stærstu, sem voru látnar í sérstaka farangursgeymslu. Margir farþeganna voru úrillir vegna veðurlagsins, sem þeir hefðu gjarnan viljað gera skip og áhöfn ábyrga fyrir, hefði þess verið nokkur kostur. Þeir rólyndari tóku vel spádómum, er hnigu í þá átt, að veður mundi innan tíðar fara batnandi. Þar sem fólkið sneyddi hjá því, af skiljanlegum ástæðum að vera 6 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.