Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 7

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 7
úti á opnu þilfarinu, varð oft allmikil þröng á þingi í göngum og reyk- salnurn. Á meðan farþegar sátu áhyggjulausir að sumbli, óskuðu sér og öðrum góðrar ferðar og ánægjulegrar heimkomu að henni lokinni, þá seig ,,'\7’estris“ dýpra og dýpra í gruggugu vatni hafnarinnar. * Loftskeytamennirnir allir þrír voru samankomnir inni í loftskeytaklef- anum: Michael J. O’Loughlin, yfirloftskeytamaður, James Macdonald, annar í röðinni og Charles Verchere, þriðji loftskeytamaður, sem í gamni var kallaður ,„barnið", en þetta var önnur sjóferð hans. Þeir félagar höfðu ekkert við að vera, þeir gátu því spjallað saman í ró og næði um það, sem fyrir þá hafði borið á stuttri landgöngu. „Jæja, Charley," sagði Macdonald og klappaði „barninu" á herðarnar, „var ekki erfitt að skilja við mömmu? Vertu bara rólegur, eftir tuttugu ár tekurðu þessu eins og sjálfsögðum hlut, alveg eins og ég.“ Macdonald stakk upp á því, að þeir tækju sér hringgöngu um skipið til þess að líta á nýju farþegana. „Þeir eru víst um sextíu, hef ég frétt,“ hélt hann áfram, „en hvað þeir eru að flækjast þetta núna í nóvember, það skil ég hreint ekki.“ „Finnst það ekkert undarlegt," sagði O’Loughlin þurrlega. „Það er fátt skemmtilegra en hafa skipsfjalir undir fótunum; jæja, þetta er nú líka það, sem við lifum á.“ „Satt er það,“ svaraði Macdonald, „en ég átti við það, að nóvember væri ekki beint heppilegasti árstíminn til sjóferða, sérstaklega ef um er að ræða landkrabba, sem kannski ferðast á sjó í fyrsta sinn. Mér er alveg sama, hvort farþegarnir eru margir eða fáir. Annars er það nú farmurinn, en ekki farþegarnir, sem mestu máli skiptir, því hann er undirstaða siglinganna." „Eins og farþegarnir séu ekki farmur," sagði yfirloftskeytamaðurinn og blés á eftir reykskýi, „meira að segja miður heppilegur farmur, já, stund- um versti farmurinn," bætti hann við. „Kössum og vöruströngum er hægt að kasta fyrir borð, ef háska ber að höndum, en lifandi farrns verð- ur að gæta vel og vandlega, já, jafnvel fórna sínu eigin lífi við þá gæzlu." „Mannlíf eru dýrmæt,“ sagði Macdonald. „Veit ég það,“ hreytti O’Loughlin út úr sér og tók pípuna úr munninum, „en verðgildið fer líka í þessu tilfelli eftir framboði og eftirspurn, stund- Nýtt S O S /

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.