Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Síða 8

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Síða 8
um í samræmi við dollarana, sem að baki standa. Lítið bara í kringum ykkur, á okkar starf til dæmis, sjómennirnir eru eins og sandur á sjávar- strönd; jafnvel skipstjórarnir eru ekki hátt rnetnir nú til dags. Ekki vildi ég skipta um hlutverk við þann „gamla“ á þessu skipi! Hann á að skófla inn peningum fyrir útgerðarfélagið, verður að horfa þegjandi upp á það, að meira sé lagt á dallinn en hann þolir. Já, piltar góðir, hann er ekki öfundsverður.“ „Jæja, svona slæmt verður það vonandi ekki hjá okkur,“ sagði Ver- chere brosandi, „hitt er auðvitað rétt, að samkeppnin er afar hörð, en samt er það nú svo, að heiðarleiki og dugnaður hefur oftast borið hærri hlut.“ „Guð varðveiti æsku þína og bjartsýni, drengur rninn! En ef það ætti einhvern tíma fyrir þér að liggja, að kornast að annarri niðurstöðu, þá hugsaðu til þinna gömlu félaga. Og stundum kemur það vonda fyrr en maður hyggur!“ „Komdu, barnið gott!“ sagði Macdonald og lagði handlegginn bróð- urlega að herðunt síns unga starfsfélaga, „við skulum heldur líta á þenn- an lifandi farm og hætta öllum heimspekilegum hugleiðingum. Vissum hlutum getum við því miður ekki breytt.en þá tekur maður bara því, sem að höndum ber. Kernur þú með, yfirloftskeytamaður?" „Farið þið bara einir,“ sagði O’Loughlin og fór að lesa í tímariti, sem hann hafði komið með, „ég hef séð svo marga farþega um ævina, að ég hef engan áhuga fyrir slíku, þeir eru allaf sjálfum sér líkir.“ „Allt í lagi,“ sagði Macdonald og kinkaði kolli, „skemmtið yður vel! Við komum bráðum aftui. Sælir á meðan, yfirmaður!" STARF VÉLGÆZLUMANNA. Mr. Adams, yfirvélstjóri, hafði ærið að starfa í vélarrýminu. Helzt hefði hann kosið að geta verið allsstaðar samtímis og stjórna öllu sjálfur, enda þótt hann vissi vel, að hann gat treyst sínum mönnum fullkomlega. Gufuþrýstingur var á öllurn kötlum og eldurinn þurfti stöðugt sína næringu. Þeir, sem aldrei liafa verið á gufuskipi, geta ekki gert sér í hugarlund, hversu vinnan í ketilrúmi á hinum gömlu kolakyntu skipum, er erfið og lamandi. Um það veit enginn nema sá, sem sjálfur hefur staðið í slíku víti. 8 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.