Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Side 9

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Side 9
Við daufan bjarmann af rafljósum mokaði lemparinn kolunum í körf- ur, senr hann varð að draga eða bera um stuttan en þröngan gang að kötlunum. Körfurnar voru um 50 kg. á þyngd. Þetta var þrælavinna í því heita og kolarykmettaða lofti, sem þarna var. Hitinn og rykið þrúg- aði lungun og gerði andardráttinn erfiðan. Hitinn, sem gaus út úr kola- glóðinni þegar kyndarinn opnaði hurðina að kötlunum með sínum löngu járntöngum, til þess að bæta kolum á glóðina og skara út gjallið, var hreint og beint ægilegur. Þetta verk var nógu slæmt á hinum norðlægari breiddargráðum, og var ekki ætlandi öðrum en hraustum mönnum og efldum að kröftum, en þegar kom í hitabeltið má segja, að þetta væri þrekraun, sem varla væri leggjandi á menskan rnann. Af þessum sökum t'arð stundum að láta lempara og kyndara hafa vaktaskipti á klukkustundar fresti. í miklum sjógangi var vinna þessi ennþá erfiðari en ella. Þá urðu þeir að vera liprir í hreyfingum, er þeir voru að moka kolunum og flytja þau að eldunum. Margir lemparar hafa látið lífið við það, að kolabingur hrundi yfir þá. Þarna unnu menn baki brotnu, svita storknir, niðri í þessu loftlausa víti, án nokkurs sam- bands við umheiminn. ískaldur gustur, sem barst gegnum loftrásina, gaf til kynna, að skipið var statt þar sem kaldtemprað loftslag var ríkjandi. Reyndur kyndari forðaðist að fara undir loftrásina, því þá gat hann átt á hættu að fá lungnabólgu. Niðri í iðrum Vestris stóðu kyndararnir fyrir framan katlana og þurftu ekki að gera annað í bili en halda jöfnum gufuþrýstingi. Það var létt verk hjá því, sem beið þeirra, er skipið kæmi út á opið haf og á fulla ferð. Menn fóru sér hægt við að fylla körfurnar og draga þær eftir gang- inum. Þeim gafst jafnvel tóm til að segja hver öðrum sögur. Samt óx kolahrúgan, því alltaf urðu kyndararnir að hafa nóg fyrir framan katlana. - n - í vélarrúminu voru vélstjórarnir að starfi, eins og dvergar á að líta niðri í þessu gímaldi. Þeir höfðu augun allsstaðar, smurðu eða gengu um til eftirlits með skrúflykil í hendinni. Það var heldur rólegt enn sem komið var, því aflvélin var ekki enn komin í gang. En rafallinn, sem framleiddi straum fyrir skipið urgað'i án afláts. () Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.