Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Side 10

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Side 10
Við hált og olíukámugt handrið stóð annar vélstjóri og sagði smyrjara fyrir verkum þar sem hann stóð uppi á palli. Allt í einu féll stór skrúf- lykill úr hendi mannsins og flaug í liöfuð vélstjórans af miklu afli. Vél- stjórinn féll við, missti handfestina og hrapaði niður í vélarrúmið, þar sem hann lá meðvitundarlaus. Smyrjarinn hrópaði upp yfir sig og allir er nærstaddir voru hlupu til og tóku að stumra yfir vélstjóranum. „Það var heppni, að vélin var ekki í gangi!“ sagði einn mannanna og var orð að sönnu,- því vélstjórinn hafði "slegizt utan í vélina í fallinu. Mennirnir tóku vélstjórann, sem enn var meðvitundarlaus, og báru hann inn í sjúkraklefa skipsins. Síminn í káetu skipstjórans hringdi. Carey skipstjóri greip heyrnar- tólið. „Er það skipstjórinn? Hér er Adarns yfirvélstjóri. Eg verð að tilkynna yður, að annar vélstjóri hefur fallið niður í vélarrúmið.“ „Hvað segið þér? Er hann mikið slasaður?“ spurði skipstjórinn. „Lítilsháttar heilahristingur, hefur fengið höfuðhögg og marizt eitt- livað. Læknirinn segir, að hann hafi sloppið vel eftir atvikum. Þarf að hvílast nokkra daga í rúminu.“ „Guði sé lof, að það er ekki alvarlegra. Nokkuð annað?“ „Já, skipstjóri, af því maður er nú að reyna að láta lækninn hafa eitt- hvað að starfa hef ég látið leggja fimmta vélstjóra inn, hann hefur háan hita. Eg vona, að hann fái bara ekki lungnabólgu upp úr þessu.“ „Það vantaði nú bara,“ hreytti skipstjórinn út úr sér, „hvorki meira né minna en tveir úr leik úr vélaliðinu. — Hafið þér fleiri álíka skemmti- legar fréttir að færa, Adams?“ „No, Sir, að öðru leyti er allt í lagi.“ „Jæja, þér verðið þá að finna upp einhver ráð til þess, að komast af án þessara beggja!" SKIPSTJÓRINN GERIST ÁHYGGJUFULLUR. Skipstjórinn lagði heymartólið á og andvarpaði. Þá var barið að dyr- um og inn kom umsjónarmaður með farminum. Hann var klæddur regn- kápu og draup úr henni vatn. 10 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.