Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Page 11

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Page 11
„Halló, skipstjóri!“ mælti hann hátt og hryssingslega. Hann talaði eins og sá, sem valdið lieEur, maður, sem hefur leyst af hendi sitt verk og lýsir allri ábyrgð a£ höndum sér. Það mátti næstum lesa úr svip hans, að honum fannst skipstjórinn hafa hið góða hlutskiptið, að sitja inni í hlýrri káetunni og geta horft á heiminn gegnum gluggarúður, sem regn- ið streymdi af! „Tja — þetta er ljóta puðið. Eg kom til þess að láta yður vita, að við höfurn lokið okkar verki. Þér getið farið af stað, ef yður sýn- ist svo.“ „Þér segið vel um það,“ sagði skipstjórinn í léttum tón og bauð komu- manni sæti. Hann lagði vindlapakka á borðið, tók viskíflösku úr vegg- skápnum og tvö glös, sem hann hellti full. Annað glasið rétti hann gesti sxnum yfir borðið.“ „Hressið yður eftir vel unnið verk áður en þér felið mig og skipið örlögunum á vald.“ „Skál, skipstjóri! “ Maðurinn slokaði í sig úr glasinu í einum teig, svo fékk hann sér vindil úr kassanum. „Þeir hafa lokið sínu verki,“ sagði Carey skipstjóri. Hann lét glasið á borðið og benti í áttina að bryggjunni, þar sem verkamennirnir tínd- ust í burtu, einn og einn eða nokkrir í hóp, „nú hefst mín vinna. Þið hverfið á brott, en svo er það mitt að stjórna fleytunni drekkhlaðinni. Þetta er ekki laust við það að vera hættulegt, hygg ég.“ „O, Vestris gamla er óhætt!“ sagði umsjónarmaðurinn og hló. „Hann er svo sem ýmsu vanur.“ „Við skulum vona það,“ svaraði skipstjórinn, en það var ekki sann- færingarhreimur í röddinni, svo hélt hann áfram og það vottaði fyrir giemju í rómnum: „En í dag hefur það skeð, sem er of mikið af því góða. Eg skil það sjónarmið, að fá inn sem mesta peninga, en allt verður að hafa sín takmörk; öryggi skipsins, farþega og farms verður að ganga fyrir öllu öðru." „Það er yðar að sjá um, skipstjóril“ svaraði umsjónarmaðurinn kaldr- analega. „Af hverju hafið þér ekki mótmælt meðan verið var að hlaða skipið, ef það var sannfæring yðar, að öryggi skipsins væri hætta búin?“ „Eg hef varað mig á slíku!“ muldraði skipstjórinn og fyllti aftur glas gestsins. „Hvað eruð þér að segja?" spurði umsjónarmaðurinn undrandi. „O, ekkert," svaraði skipstjórinn fljótmæltur. Gesturinn greip glasið og tæmdi það í einum sopa. Njtt S O S n

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.