Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Page 15

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Page 15
og henti pening í barþjóninn. „Nú förum við! Allir frá borði, sem fara ekki með skipinu!" „Ha? Nú þegar? Það var leiðinlegt!" sögðu stúlkurnar, en nú varð engu um þokað. „Þessu er ekki hægt að breyta, og starfið bíður okkar. Þú byrjar vist, drengur," sagði Macdonald og greip húfuna sína. „Jæja, stúlkur mínar, það mundi gleðja mig, ef þið heimsækið mig einhverntíma í loftskeyta- klefann, ef þið hafið ekkert sérstakt fyrir stafni.“ „Höfum við leyfi til þess?“ „Ja, því ekki það? Við bítum ykkur ekki.“ Loftskeytamennirnir kvöddu þessar nýju vinkonur sínar hlægjandi og fóru leiðar sinnar. VESTRIS LÆTUR ÚR HÖFN. HLIÐARHALLI, STORMUR OG LEKI. Enn einu sinni glumdi eimflautan. Síðustu gestirnir gengu frá borði. „Tilbúnir að leysa landfestar!" Á meðan fyrsti stýrimaður skipaði fyrir, leit skipstjórinn eftir öllu áhyggjufullur á svipinn. Hann leit á stóru bílana, sem voru á þilfarinu miðskips. Hann var gremjulegur á svip. Nokkur stund leið unz landgöngubrúin var tekin upp og fremri land- festar leystar. Vélsíminn hringdi. Hægt, og eins og hikandi byrjaði skrúfan að snú- ast, stefnið þokaðist frá hafnarbakkanum. Aftur hringdi vélsíminn, skrúf- an hætti að snúast nokkra stund og afturfestar voru leystar. Síðasta sanr- bandið við land var rofið. Bilið milli skips og bryggju breikkaði. Kling — kling — kling — hljómaði frá stjórnpallinum. í vélarúminu fyrir framan katlana þaut stóri vísirinn yfir skífuna og staðnæmdist titrandi á „Hálf ferð áfram!“ Mr. Adams stóð sjálfur við gangstillinn. „Go on, Jonny!“ hrópaði kyndari til blökkumanns, sem hafði tyllt sér niður á kolakörfu rétt sem snöggvast, reif upp hurðina að eldhólfinu og kastaði nokkrum kolaskóflum á glóðina og leit athugulum augum á hita- mælirinn. Jonny, lemparinn, tók körfuna sína og hvarf inn í ganginn. Skrúfan snérist með auknum hraða. Þeir, sem fóru og hinir, sem 15 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.