Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Síða 18

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Síða 18
„Lítið vel eftir, hvort viðgerðin heldur. Ef fleiri lekastaðir koma í ljós þá látið mig vita tafarlaust.“ „Já, skipstjóri!“ svaraði stýrimaðurinn. „Bara að þetta endi ekki illa,“ muldraði skipstjórinn fyrir munni sér, er stýrimaðurinn var farinn. — n — Farþegarnir höfðu átt órólega nótt, næstum allir voru sjóveikir og héldu kyrru fyrir í klefum sínum. Borðsalurinn var nærri tómur við morgunverðinn þennan sunnudagsmorgun. „Ef þetta heldur svona áfram verða landkrabbarnir ekki til þess að trufla okkur!" sagði Macdonald, og greip sultukrukkuna, sem var að detta á gólfið. Um hádegi þennan dag var Vestris staddur hérumbil 200 sjómílur suður af Sandy Hook. Það var mikill stormur, sem olli mönnum og skipi erfiðleikum. Hliðarhallinn jókst enn. Hingað til hafði verið stefnt gegn stormi og stórsjóum, sem þó hafði lægt nokkuð öðru hvoru. Nú fór skipið að láta illa að stjórn vegna þess, hve ferðin var lítil. Hallinn á skipinu var nú orðinn um sex gráður. Bráðabirgðaviðgerðin dugði ekki, sjór féll þar inn að nýju. Enn var reynt að þétta lekastaðina. En nú leit úr fyrir, að ekki tækist að þétta rifurnar; tvisti var troðið í samskeytin, en hann losnaði hvað eftir annað. Meðan unnið var að því að þétta skipið, versnaði vðrið jafnt og þétt. Veðurgnýrinn var mikill og lá við sjálft, að menn tæki fyrir borð, er þeir voru að störfum á þilfarinu. Þungir brotsjóir brotnuðu á þilfarinu og sópuðu öllu lauslegu fyrir borð. Hallinn var orðinn 9 gráður. Um klukkan 16 var svo komið, að austuropin höfðu ekki við að tæma sjóinn, sem kom inn á þilfarið. Um kvöldið kom kvíði og óró yfir farþegana. Þeir söfnuðust saman í reyksalnum og viðhafnarsalnum, skröfuðu saman í hljóði, óttaslegnir á svip og náfölir í framan. Nokkrir þeirra reyndu að ná tali af yfirmönn- um og hásetum og vildu leggja fyrir þá heimskulegar spurningar. Þá kallaði skipstjórinn þá yfirmenn og loftskeytamenn, sem ekki voru bundnir við störf í svipinn; uppþot gat orðið hættulegt. 18 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.