Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 20

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 20
Óttaslegin kona brosti og það var jafnvel hlegið, þegar skipstjóranum sjálfum mistókst við súpuna, hún rann að mestu úr diskinum. „Gengur betur, þegar við höfum lokið við fljótandi fæðið!“ sagði skip- stjórinn og gaf þjóninum merki. Var þá komið með steiktan fisk. Svo virtist í fljótu bragði, sem eitthvað hefði lægt veðrið, en það var bara blekking, því allt í einu varð skipið fyrir ofsalegum brotsjó, drun- ur og brak yfirgnæfði hræðsluóp farþeganna. Vestris hófst að framan og steyptist svo niður öldudalinn á stjórnborðssíðu. Skipverjar og farþegar veltust um á gólfinu, borðbúnaðurinn féll á gólfið og molaðist, ringulreiðin var meiri en orð fá lýst. Sumir slösuðust og hrópuðu á hjálp. Tveir óskaplegir brotsjóir höfðu næstum hvolft skipinu. Stýrimenn og loftskeytamenn voru í salnum unz þeim hafði tekizt að koma á ró og reglu. Þeir skildu ekki við farþegana fyrr en þeim hafði tekizt að koma þeim í klefa sína. Engum datt í hug að ljúka kvöld- verðinum. Á þilfarinu var ástandið hið ömurlegasta; stóru vörubílarnir höfðu losnað og rimlagirðingin utan um þá brast. Tveir björgunarbátar höfðu losnað og skemmzt allmikið. Niðri í kolaboxunum voru lenmpararnir gripnir skelfingu, kolastafl- ar hrundu og sumir lemparanna urðu fyrir slysum. T loftskeytaklefanum hafði Verchere kastazt út í horn. „Jæja, drengur," sagði Macdonald hughreystandi um leið og hann kom inn í klefann. „Ertu óbrotinn, félagi?“ „Eg á eftir að athuga það,“ svaraði ungi maðurinn náfölur af skelf- ingu og þreifaði á útlimum sínum. „Það er hreint ekkert skemmtilegt að vera hér.“ „Það var nú heldur ekki neitt skemmtilegt í borðsalnum, litli minn.“ „Við fáum líklega að súpa á sjó,“ sagði Verchere. „Því þá það,“ sagði stýrimaður sá, er kom með Macdonald. „Við er- um nú ekki einir og yfirgefnir í heiminum. Nokkur SOS-köll ef í nauð- irnar rekur og við fáum hjálp frá öllum hliðum, en fram að þessu hefur sá gamli ekki einu sinni fyrirskipað CQ. Þessi stormur er ekki svo mikill, að hann verði okkur hættulegur. Þú ættir að kynnast raunveruleg- um hvirfilvindi! Jæja, ég fer nú að sofa. Maður gerir ekki annað þarfara eins og stendur. Þú lætur vekja mig á réttum tíma, vaktaskipti um mið- nótt!“ 20 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.