Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 21

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 21
„Allt í lagi, Mac, ég skal sjá um það!" svaraði Verchere. „Jæja þá, góða nótt og góða skemmtun!" sagði Macdonald og fór. Útlitið varð ískyggilegra, hallinn á Vestris var orðinn tíu gráður. Lek- inn jókst ennþá, enda þótt veðrið hefði heldur laegt, en nú var ekki hægt að finna alla lekastaðina. Um miðnótt fékk Carey skipstjóri skilaboð um, að sjórinn í skipinu íækkaði ekki og skilrúmin hefðu bilað. Þá lét hann dæla úr þremur vatnsgeymum, en ekkert dugði; þvert á móti, hliðarhallinn fór vaxandi þó geymarnir tæmdurst. Um klukkan 4 var hallinn orðinn 18 gráður. Skipstjórinn fór niður í vélarúmið. „Þetta lítur illa út, skipstjóri! “ sagði Adams yfirvélstjóri og benti honum á, hvar sjór seitlaði niður í vélarúmið af þilfarinu. „Eg hef orð- ið að minnka þrýstinginn á stjórnborðskatlinum," bætti hann við með áhyggjusvip. Skipstjórinn fór upp aftur, en auðsætt var, að honum var ekki rótt. „Þetta lítur bölvanlega út, Bolger!“ sagði hann við fyrsta stýrimann, sem beið komu hans með eftirvæntingu. Bílarnir höfðu nú allir losnað. Þeir runnu til og frá og mölvuðu allt, sem varð á vegi þeirra. - □ “ Um miðnótt kom Macdonald á vakt, en nú var orðið erfitt að athafna sig í loftskeytaklefanum vegna hallans. En hann fékkst ekki um slíka smámuni. Hann hafði ekki hugmynd um hve alvarlegt ástandið var, þegar hann settist við ritvélina til þess að skrifa blaðatilkynningar. Það var hans verk að láta farþegunum í té nýjustu fréttirnar við morgunverð- arborðið. Macdonald var gamalreyndur loftskeytamaður, hafði siglt síðan árið 1915. Hann hafði upplifað sitt af hverju, meðal annars lent í hvirfilvindi á Kínahafi. Það mundi því þurfa mikið til þess, að hann færi úr jafn- vægi. Yfirloftskeytamaðurinn kom á vaktina klukkan 4, þá fór Macdonald í rúmið og svaf ágætlega. Áhöfnin barðist gegn aðsteðjandi hættum. Reynt var að ausa með fötum í þvergöngum, en allt án árangurs. Sjórinn hækkaði jafnt og þétt. „Þetta kemur ekki að gagni, við verðum að létta skipið," sagði Carey skipstjóri. „Þilfarsfarmurinn verður að fara fyrir borð!“ Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.