Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Qupperneq 22

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Qupperneq 22
Var þá hafizt handa að koma bílunum, sem höfðu valdið miklu tjóni, útbyrðis. Var það hið versta verk. Einn bíllinn og nokkur tonn af keðjum fór fyrir borð með miklum dynk. Annar bíll festist á skjólborðinu og varð ekki bifað þaðan. Það varð að hætta við verkið. LOFTSKEYTAMIÐUN, CQ OG SOS. Á meðan áhöfnin barðist við ört vaxandi lekann í skipinu, sat loft- skeytamaðurinn við tækið og hafði stöðugt samband við systurskip Vest- ris, „Voltaire“, sem var á ferðinni um 500 sjómílum sunnar. QRU (ég hef engar fréttir handa ykkur) sendi loftskeytamaðurinn, sem vissi ekki enn, hversu alvarlegt ástandið var á hans eigin skipi. Um klukkan 7 kom skipun, sem olli miklum ótta meðai farþeganna: „Konur og börn komi í reyksalinn!“ Þjónarnir þutu frá einum klefanum til annars. Nú þóttust allir vita, að Vestris yrði ekki bjargað. Hallinn hafði nú náð tuttugu gráðum. Morgunverður var ekki framreiddur; nokkrir bananar var allt og sumt, sem farþegunum var boðið. Veðrið hafði farið batnandi og á mánudagsmorgun var komið bjart sólskin. En alltaf óx sjórinn í Vestris og hliðarhallinn. Samt vildi Carey skiþftjóri enn ekki kalla á hjálp. „Mr. Welland!“ sagði hann við þriðja stýrimann, „fáið nákvæma stöðu okkar hjá loftskeytamanninum!“ „Já, herra skipstjóri! “ „Fyrirskipun frá skipstjóranum: Fá nákvæma stöðu skipsins með loft- skeytamiðun. Lítur helzt út fyrir, að við þurfum að kalla á hjálp.“ O’Loughlin náði sambandi við loftskeytastöðina í New Jersey og fékk miðun. „Jæja, Welland," sagði Macdonald, sem hafði vaknað við saintal þeirra og nuddaði stírurnar úr augunum, „ég held varla við við höfum þetta hjálparlaust. Við stöndum bráðum á höfðinu!" Þriðji stýrimaður yppti öxlum. „Eg veit ekki, hvað sá gamli ætlast fyrir, en fyrr eða síðar verður hann að láta senda út SOS. En ég skil það vel, að hann vilji ekki gera það fyrr en í síðustu lög.“ Fyrsti stýrimaður kom nú líka í loftskeytaklefann. Hann gat varla dul- 22 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.