Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Page 23

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Page 23
ið vonbrigði sín, er honum var sagt, að Vestris var um 200 sjómílur frá landi. O’Loughlin fylgdi stýrimönnunum í brúna til þess að segja skip- stjóra stöðuna, en Macdonald gekk að koju Verchere félaga síns og hristi hann: „Farðu á fætur, Charley! Það lítur út fyrir, að þetta ætli að verða alvarlegt." Halli skipsins á stjórnborðshlið hafði nú náð 30 gráðum. “ □ “ Það er yfirleitt lieldur dauflegt líf í Bethamy-loftskeytastöðinni, sem liggur niðri við stöndina ein og yfirgefin. Þegar lítið var að gera fylgdust loftskeytamennirnir með skipaferðum og æfðu sig á að reikna út stöðu þeirra og gangliraða. Þeir sáu líka til ferða Vestris. A sunnudeginum tók Myers yfirloftskeytamaður eftir því, að skipið sigldi á mjög hægri ferð. „Það er undarlegt, hvað skipið fer hægt, það hreyfist varla úr stað!“ sagði hann við starfsmenn sína. „Lítið eftir ferðunr Vestris. Ef skipið óskar aðstoðar þá vekið mig tafarlaust.“ „Já, allt í lagi.“ Honum leizt ekki á blikuna á mánudagsmorguninn, er hann sá að, Vestris hafði enn skammt farið: „Kænan er næstum á sama stað, gerir varla meira en eina til tvær mílur. Eg skal éta björgunarbelti upp á það, að eitthvað hefur komið fyrir skipið!“ Hann hlustaði sjálfur stundarkorn, svo ákvað hann að kalla Vestris upp á 500 mi bylgju. „Er eitthvað í ólagi hjá ykkur?“ spurði Myers, er Vestris hafði svarað kallinu. 1 stað svars var spurt um næstu strandgæzlustöð. „May-höfði,“ svaraði liann. Hvað er að hjá ykkur? Þurfið þið á strand- gæzluskipi að halda?“ „Nei, þökk fyrii', ekki enn!“ sendi Vestris til baka og sleit sambandinu. Myers var hreint ekki rótt að fengnum þessum fréttum. „Eg get ekki að því gert, þó illa fari, en þarna er eitthvað ekki í lagi.“ Þetta samtal heyrðist víða. Þótti þetta undarleg framkoma hjá Vestris- mönnum og varð til þess, að fylgzt var með ferð skipsins af athygli. Nýtt S O S 23

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.