Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 24

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 24
Myers hafði tal af strandgæzlunni og skýrði frá því, er hann hafði orðið vísari. „Sendið bát til að athuga þetta, ef hér skyldi vera eitthvað óvænt í efni. Staðan er 37 gráður og 20 mínútur norður breiddar og 70 gráður og 30 mínútur austur lengdar. „Vissulega mjög einkennilegt! Athugum, hvað hægt er að gera,“ svar- aði yfirmaður strandgæzlunnar. Mánudagsmorgun, klukkan 8,37, var hurðinni að loftskeytaklefanum hrundið upp og fyrsti stýrimaður kom inn með miklum asa. „Áfram, drengir! Sendið CQ, má ekki seinna vera!“ „Þarna sérðu!" sagði Macdonald góðlátlega og blístraði. „Við sökkvum, piltar!“ Yfirloftskeytamaðurinn tók til starfa án þess að segja orð. — . — — . — CQ CQ hamraði hann í sífellu. Macdonald setti á' sig hlustunartæki og fylgdist með því, sem gerðist. CQ er ekki hjálparbeiðni, heldur nánast ósk um, að önnur skip fylgist vel með, ef hjálpar skyldi verða þörf. Ekkert skip breytir stefnu vegna CQ, en loftskeytamenn tilkynna skipstjóra, að þetta merki hafi verið móttekið. Á minni skipum, þar sem aðeins er einn laftskeytamaður, verð- ur hann kyrr við starf sitt þó hann hafi tekið á móti CQ. Það var uppi fótur og fit, er CQ-kall Vestris barst út í geiminn. Fyrst svaraði ítalska skipið „Georgio Ohlsen" og svo hvert af öðru. Strand- gæzlubáturinn, sem var á leið til Vestris, bað enn einu sinni um stöðu skipsins. Örlögin höguðu því svo, að þær tilkynningar, sem nú bárust um stöðu Vestris, voru ekki réttar. Þetta seinkaði mjög komu skútunnar og kost- aði rnarga menn lífið. Herskipið „Wyoming“ lét nú til sín heyra. Líka nokkrir tundurspill- ar. Alls tóku 56 skip á móti kalli Vestris. 24 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.