Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Qupperneq 25

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Qupperneq 25
„Jæja, þetta heppnast ágætlega!“ sagði Macdonald og var hinn ánægð- asti. „Eg held, að við getum verið áhyggjulausir. Ef sá gamli lætur okkur fara nógu tímanlega í bátana, þá sleppum við vel, en koppurinn sekkur. Eina áhættan er kalt bað. Ekki beint tilhlökkunarefni á þessum tíma árs, en þó skárra en að drukkna!" Macdonald var stálsleginn Skoti og ekkert gat komið honum úr jafn- vægi, ekki einu sinni það, að um klukkan 9,50 kom fyrsti stýrimaður enn inn í klefann og skipaði með öndina í hálsinum að senda tafar- laust SOS. Það var dauðakyrrð í ljósvakanum, því þá er SOS heyrist eru öll önn- ur loftskeytasambönd rofin. Skip tilkynntu, að þau mundu breyta stefn- unni og áætlaðan komutima. O’Loughlin og Macdonald sendu hjálparkallið án þess að gera hlé á, svo og stöðu skipsins. Verchere hafði samband við stjórnpallinn. — Áhöfnin var önnum kafin við að sjósetja björgunarbátana bakborðs- megin. Skipstjórinn sjálfur sagði fyrir verkum. Macdonald brá sér út sem snöggvast og átti tal við skipstjórann. „Eg held, að við getum verið rólegir, skipstjóri!“ sagði hann. „Berlín" r irðist vera næst okkur og er á leiðinni. .Hún verður komin eftir nokkr- ar klukkustundir. Tundurspillar og herskip koma líka til hjálpar. „Þökk, Macdonald. Er allt í lagi í loftskeytaklefanum?" ,,Já, allt í lagi!“ svaraði loftskeytamaðurinn. VESTRIS SEKKUR. Um klukkan 10 var ekki unnt að kynda nema tvo katla. Vistin í véla- rúminu var óþolandi víti. Loks kom þar, að liinir hörundsdökku kyndarar streymdu upp á þil- far hver af öðrum. Þeir hvorki vildu né gátu verið lengur niðri. Þeir óðu í hné í olíublönduðum sjónum. Það var orðið lífshættulegt að fara: inn í kolaboxin. Það var kolniðamyrkur, menn urðu að þreifa sig áfram, ekkert var að heyra nema draugalegt skvampið í sjónum, sem hækkaði stöðugt, og urg- ið í kolunum er þau runnu til og frá. Nýtt S O S 2.5

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.