Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 26

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Blaðsíða 26
Ljósið var ekki orðið annað en blaktandi týra, sem mundi slokkna fyrir fullt og allt innan stundar. Ef skipinu skyldi nú hvolfa, voru allir glataðir, sem niðri voru. Það var því ekki neitt undarlegt þótt taugum kyndaranna væri nóg boðið. Ljós! Loft! Burt úr þessu helvíti sem fyrst! „Það veltur allt á ykkur eins og komið er! Hver maður á sínum stað!“ Rödd skipstjórans glumdi yfir þilfarið. En skipuninni var ekki hlýtt. Þá komu vélamennirnir til sögunnar. Þeir mokuðu kolum í poka og tókst með ofurmannlegu erfiði að draga þá að eldunum. Voru þeir þrír saman að þessu starfi. Um klukkan 11 tilkynnti Adams vélstjóri: Gufuþrýstingurinn hækkar, Sir. Held að skipið haldist ofansjávar meðan gufunni verður haldið uppi.“ „Gerið sem þér getið, Adams!“ sagði skipstjórinn. „Eg á von á tveimur tundurspillum klukkan 17. „Berh'n“ er ekki heldur langt undan.“ „All right, Sir!“ Adams hélt af stað aftur til undirheima til þess að flytja mönnum sínum orðsendingu skipstjórans. Menn unnu áfram án þess að mæla orð af vörum. Þeir voru kolsvartir í andliti og það blæddi úr höndum þeirra. Þeim varð ógurlega erfitt um andardráttinn. Um hádegi brast skilrúmið í kolageymslunni. Kol og sjór rann yfir mennina, sem strituðu þarna niðri, en þeir héldu samt áfram. Þá sprakk geymirinn. Flóð varð svo mikið í kyndirúminu, að minnstu munaði að það næði upp í eldana. Sprenging virtist óumflýjanleg. En vélamennirnir voru óbifanlegir á sínum stað. Dælurnar, sem dældu 100 tonnum á klukkustund urðu að vera í gangi áfram og straumurinn að loftskeytatækjunum mátti ekki rofna. En þrátt fyrir harða baráttu óx sjórinn stöðugt, náði þeim nú í mitti. Skömmu eftir klukkan 13 var auðsætt, að skipið var glatað. Til þess að komast hjá sprengingu varð að opna ventlana að kötlun- um. Það var bæði erfitt verk og hættulegt. „Sjálfboðaliðar gefi sig fram!“ kallaði Adams. Georg johnston frá Prestwick, annar vélstjóri, gaf sig fram. Hann hafði áður boðist til þess að logskera sundur rör, standandi upp fyrir 2Ö Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.