Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Page 28

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Page 28
Klukkan 13,30 greip O’Loughlin fast í handlegg Verchere’s. „Náðu í björgunarbelti! Eg hugsa, að við þurfum á þeim að halda.“ Hann kom aftur með þrjú sundvesti, eitt fór hann í sjálfur og Mac- donald gerði slíkt hið sama. „Hérna yfirmaður, er vestið yðar,“ sagði V;erchere við O’Loughlin. „Þökk fyrir, Vercherel“ Hann vann ennþá. Hann greip vestið með vinstri hendi og virtist hugsa sig um. „Ef við eigum að fara í bátana ættum við ekki að hika öllu lengur,“ sagði Verchere. „Hér er hvort sem er ekkert lengur að gera,“ bætti Macdonald við. „Allt í lagi, þá förum við!“ sagði loftskeytamaðurinn. „En fyrst verð- ur allt að vera samkvæmt reglunum!” Höndin, sem hingað til hafði hamrað SOS án afláts, hætti sem snöggv- ast, — svo sendi hann hægt og rólega síðasta skeytið frá Vestris út í geiminn: „Allir yfirgefa skipið — við sökkvum — við sökkvum — endir!“ SKIPBROTSMENNIRNIR, SKIPSTJÓRINN OG ÆÐRULAUSI SJÓMAÐURINN. Loftskeytamennirnir fylgdust að út úr klefanum, en svo átti Macdon- ald að l'ara í björgunarbát nr. 9. Hann leitaði að bátnum og kom svo auga á hann þar sem liann svam hálffullur af sjó við skipshliðina. Einn maður var niðri í bátnum og jós án sýnilegs árangurs. Nokkur augnablik horfði Macdonald niður í bátinn — svo stökk hann. Macdonald missti af sér húfuna, en náði henni þar sem hún flaut nærri full af sjó. Svo bað hann manninn að hjálpa sér upp í bátinn. „Helvítis kænan!“ sagði Macdonald og þurrkaði sjóinn framan úr sér. „Það má segja um hana, að eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Það er nú skárra að synda en treysta þessari dollu, sem lítur út fyrir að hafa einhverntíma verið björgunarbátur." „Eg held, að við ættum að reyna að ausa,“ sagði hásetinn. „Við getum tekið marga menn, ef við þurrausum bátinn." „Allt f lagi,“ sagði Macdonald og fór að ausa með húfunni sinni, því öðru var ekki til að dreifa. Þeir erfiðuðu ekki án árangurs, því báturinn léttist að mun. 28 Nýtt. S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.