Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Síða 31

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Síða 31
Hann setti myndavélina í umbúðir eftir myndatökuna. Þá hraðaði hann sér þangað, sem enn voru nokkrir bátar ófarnir. Enginn veitti manninum athygli. Hann komst í síðasta bátinn. Það var eins og skiþið titraði stafna á milli eins og dauðsært dýr, skuturinn sökk dýpra og dýpra. Þunglamalega lagðist Vestris gamli á stjórnborðshlið, eins og hann væri orðinn uppgefinn á tilverunni. Stutta stund mátti sjá rauða málninguna undir sjólínunni — svo sökk hann hægt og tignarlega í djúp hafsins. Macdonald tók ofan höfuðfatið og spennti greipar. „Guð gefi þeim eilífan frið; öllum þeim, sem hann hefur tekið með sér niður í djúpið,“ mælti hann lágum rómi. Þá var klukkan nákvæmlega 14,30. — — BJÖRGUN ÞEIRRA, SEM AF KOMUST. Um fimmtíu manns hlupu í sjóinn eða skoluðust fyrir borð. Þessu fólki var flestu bjargað, því bátunum var ekki róið langt í burtu, enda bar vitnum saman um, að ekki hefðu myndazt mikil sog. er skipið sökk.. Björgunarbátar nr. 2 og 4 höfðu sannarlega haft heppnina með sér, því á réttu augnabliki hjuggu snarráðir hásetar á festar þeirra og þeir komu á réttum kili í sjóinn. Samt munaði minnstu að annan bátinn fyllti. Var þá reynt að ausa, en illa voru menn undir það erfiði búnir, því allir í bátunum voru rennblautir inn að skinninu. „Það er hábölvað að geta ekki orðið fólkinu að liði!“ sagði Macdonald. „Við skulum koma, Johnson, þama hinumegin er bátur á reki; Það er bátur nr. 7. Jú, svo sannarlega, Charley er þar um borð!“ bætti hann við glaðlega. — „Komdu hingað, Charley! Ætlið þið að láta okkur drukkna?" Bátur nr. 7 hélt í áttina til þeirra. „Það er kalt hjá ykkur,“ sagði Macdonald. „Það var miklu hlýrra ofaní sjónum. Við erum líka mitt í golfstraumnum.“ Og þótt undarlegt kunni að virðast, áttu margir líf sitt því að launa, að þeir voru svo lengi að velkjast í sjónum áður en þeir komust í bát- ana, sumir allt að sólarhring. Þeir, sem komust strax í báta voru mun verr úti, gegndrepa og hríðskjálfandi. Nýtt S O S 3l

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.