Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Qupperneq 32

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Qupperneq 32
Veðrið fór versnandi; norðaustanvindurinn var ærið kaldur og öðru hvoru komu snarpar regn- og haglskúrir, sem sópuðu hafflötinn misk- unnarlaust. Sjór fór líka versnandi og gerði björgunarbáturium erfiðara fyrir. Skúr- irnar voru ónotalegar, enda þótt menn væru blautir fyrir; stöðugt varð að ausa. í bát nr. 7 varð Macdonald að leggja árar í bát. Hann var búinn að vera. Honum leið voðalega illa vegna kuldans, stundum lét hann hend- urnar ofaní sjóinn, þá var honum ekki alveg eins kalt. Nóttin kom og breiddi náskugga sína yfir þetta hryllilega sjónarsvið. Konur, börn og fullfrískir karlar var varnarlaust á valdi höfuðskepnanna. Hvergi var skip að sjá. „Berlín ætti þó að vera komin,“ sagði Verchere við Macdonald, sem gat varla hreyft sig vegna kulda. Hann kinkaði aðeins kolli. Eftir langa þögn sagði hann allt í einu: „Veiztu hvað ég er að hugsa um núna, Charley?" Vercliere átti ekki von á neinu ávarpi frá Macdonald og sagði undr- andi: „Ha — hvað segirðu? Nei — „Um stúlkurnar, sem töluðu við okkur um daginn. Bara nokkrir dagar síðan — hverjar skyldu hafa orðið eftir, er skipið sökk? Sú litla, sem sagði, að sjóslys kæmu bara fyrir í skáldsögum. Hún hefur komizt á aðra skoðun — því miður. Skyldi einhverjum þeirra hafa verið bjargað?'1 „Enginn hefur lent hjá okkur, þrátt fyrir vinsamlegt boð þitt,“ sagði Verchere. „Það var nú líka fátt um tækifæri til rannsókna- og skemmtiferða um borð í Vestris," sagði Macdonald. „Það er vissulega satt,“ sagði Verchere. „Þetta gekk allt svo bölvan- lega fljótt fyrir sig.“ Tæpar 40 sjómílur frá skipbrotsmönnunum var ameríska flutninga- skipið „Montoso". Þetta skip hefði getað bjargað mörgum þeirra, sem af komust og firrt þá hræðilegri nótt á hafinu, en því miður var Mon- toso ,,heyrnarlaus“, en það þýðir, að samkvæmt þágildandi lögum var ekki skylda að hafa loftskeytatæki um borð í skipum af þeirri stærð. Skipið hélt sína leið, en í nokkurra mílna fjarlægð voru hundruð manna .að heyja liarða baráttu við dauðann. Skipverjar á Montoso höfðu ekki hugmynd um þau neyðarköll, sem Westris sendi allt til síðustu stundar. 32 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.