Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Page 33

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Page 33
Um miðnótt gerði enn úrhellisskúr yfir þetta sárhrjáða fólk. En allt í einu sást daufur ljósbjarmi, sem brauzt gegnum þetta helliregn. Þeir, sem lengst voru leiddir sáu ekki þennan vonarbjarma, en skipverjarnir litu upp með eftirvæntngu í svipnum. Var þetta kannski blekking? Regnið hætti eins skyndilega og það skall á, en nú sást ekkert ljós þótt starað væri út í dimma, stjörnulausa nótt- ina. Þarna — á bakborða skar stór hvít ljóskeila myrka nóttina, en svo var eins og hún þreifaði leitandi fyrir sér um ólgandi hafflötinn. „Skip í augsýn!“ var hrópað úr stafni bátsins. Farþegarnir vöknuðu af deyfðardrunganum, það varð mikil hreyfing í bátnum og hann fór að rugga ískyggilega. „Djöfullinn sjálfur!“ lirópaði Macdonald æstur. „Þið ætlið þó víst ekki að fara að fleygja ykkur í álinn svona á síðustu mínútu? Er ekki nægilegt vatnið, sem hellist úr himninum, ha, ha? Þeir vilja gefa sjálfa sig há- körlunum, gerið svo vel að stíga út! Þið hin verðið kyrr þangað til við verðum fiskaðir upp. Hafið þið skilið mig?“ Ógnunin með hákörlunum hafði sín áhrif, þó ekki hefði sézt til þeirra ennþá. Farþegarnir störðu á ljósið í mikilli æsingu. Biðin varð þeim mikil raun. Engin ljósmerki voru í bátunum, svo bátverjar gætu látið vita af sér. Ljósrákin var næstum komin að bátnum, en svo fór hún til baka og það leit helzt út fyrir, að hún ætlaði aldrei að koma aftur. Farþegarnir urðu fyrir miklum vonbrigðum, sumir svo miklum, að þeir misstu alla von. En þá kom ljóskeilan aftur. Taugaspennan jókst, keilan færðist nær, hægt og hægt fikraði hún sér eftir sjávarfletinum — nú —nú. Farþegarnir gleymdu öllum viðvörunum, risu upp f bátnum og hróp- uðu sig hása, rifu af sér fötin, hrópuðu og veifuðu í dauðans ofboði og örvæntingu. Allt í einu skall skjannabjart ljósflóð á bátnum og stað- næmdist á honum. Skipbrotsmennirnir voru hólpnir! Klukkan 5 um morguninn hafði leitandi ljóskastari franska olíuskips- ins „Myriam“ fundið bát númer 7. Þá leið ekki á löngu, unz illa haldnir bátverjarnir voru komnir um borð í franska skipið. Bátur númer 11 fannst líka eftir langa leit. „Myriam" bjargaði samtals 53 mönnum. „Berlín“, sem kom skömmu síðar á slysstaðinn, bjargaði 23 og her- skipið Wyoming bjargaði 9 mönnum, sem héldu sér uppi á ýmiskonar braki, sem flaut umhverfis slysstaðinn. Nýtt S O S 33

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.