Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Qupperneq 34

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Qupperneq 34
„173 bjargað!" tilkynntu skipin. En 153 manns, konur og börn, fórust. DÝR FILMA. Blaðamenn ruddust um borð í hvert einasta skip, sem kom til hafnar í New York. Heimurinn heimtaði vitnisburð sjónarvotta. Maðurinn, sem hafði tekið myndirnar á þilfari Vestris varð brátt á vegi blaðamannanna. „Já, herrar mínir,“ mælti hann rólega. „Þetta var hryllilegt, því meg- ið þið trúa. Því verður ekki lýst með orðum. Slíkt verða menn að hafa séð og meira að segja------“ „Sjá!“ greip einn blaðaljósmyndaranna fram í, er hann var að skipta um filmu í myndavélinni. „myndir væru mikils virði. Ef maður hefði bara eina einustu mynd!“ „Ja, hvað munduð þið gefa fyrir slíka mynd, ef þið ættuð kost á henni?“ spurði maðurinn sakleysislega. „Bull!“ sagði nú annar blaðamaður, sem blandaði sér inn í samtalið. „Hverjum mundi detta í hug að taka myndir rétt áður en skipið sekkur?“ „Einn gerði það,“ sagði sjómaðurinn og kveikti í pípunni sinni. Við þessi þrjú orð var sem eldingu hefði lostið niður úr heiðskírum himni. Á samri stundu var hann umkringdur blaðamönnum, sem allir hrópuðu á hann samtímis: „Hver er það? Hvar er hann? Þekkið þér hann?“ Maðurinn reykti pípu sína hinn rólegasti, svo kinkaði hann kolli. „Hvort ég þekki hann!“ sagði hann og glotti bak við reykský. „Segið þá líka, hver maðurinn er! Út með nafnið!“ hrópaði blaða- lýðurinn óþolinmóður. „Þér eruð víst að reyna að gera okkur að athlægi?“ sagði risastór raum- ur í hópnum. „Eg hef sjálfur heila filmu frá síðustu mínútum Vestris ofansjávar!" mælti sjómaðurinn og lagði þunga áherzlu á hvert orð. Þessi orð sjómannsins vöktu gífurlega athygli, svo mikla, að allt komst í uppnám. Fréttin breiddist út eins og eldur í sinu, og miklar fjárfúlgur •voru boðnar í einkaréttinn að birtingu myndanna, án þess að þær væru skoðaðar áður. Sá eini, sem hélt geðró sinni, var hinn fífldjarfi myndasmiður sjálfur. 34 iVýíí S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.