Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Síða 35

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Síða 35
Hann skrifaði upp öll tilboðin og náði svo sambandi við einn þekkt- asta blaðakónginn. Og það fór svo, að þessi gallharði kaupsýslumaður náði varla andanum, er hann heyrði upphæðina, sem maðurinn krafðist fyrir myndirnar sínar. „Þér þurfið ekki að kaupa filmuna, herra minn, ef yður er hún of dýr,“ sagði maðurinn ofur rólega. „Þessi vara selzt hvar sem er.“ „Jæja, allt í lagi,“ sagði blaðakóngurinn. „Sem betur fer skeður ekki svona lagað á hverjum degi — en þér græðið vel á neyð annarra!" gat hann ekki stillt sig um að segja í bitrum tón. Nú var löng þögn. Þá var sem sjómaðurinn ætlaði að svara árásinni með aflmiklum sjómannshnefa sínum. Hann var ógnandi á svip, hann herpti saman varirnar svo að þær urðu eins og mjótt strik. Þegar hann hófst í allri sinni stærð veik mjósleginn blaðakóngurinn undan eins og ósjálfrátt. „Eg ætla aðeins að bæta svolitlu við, herra minn,“ sagði sjómaðurinn með áherzlu. „Eg skil vel, að yður gremst það, að greiða mér svona mikla peninga, þó þeir séu í rauninni ekki yðar peningar. Þér hafið líklega ekki keypt þessar myndir til þess að líma þær í fjölskyldualbúm yðar, heldur til þess að birta sem uppsláttarefni — til þess að auka söl- una á blaðinu yðar. Hvaðan fáið þér laun yðar, sem líklega eru ekki neitt smáræði? Fyrir hvaða fé eru blaðahallirnar reistar — og svo fram- vegis, ha? Fyrir það fé, sem þið græðið á slysum og óhamingju, sem þið eltið uppi um allar jarðir eins og fjandinn sé á eftir sál manns!" Og svo ásakið þér mig fyrir það, að ég nota eitt tækifæri, en þið byggið allt ykkar líf á slíkum tækifærum. Eg hef engum manni gert mein með því að taka þessar myndir, en þær geta gert sitt til þess að skýra viss atriði í sambandi við siglingar nútímans! Og enn eitt: koppurinn minn er sokkinn. Eg veit ekki, hvort útgerð- arfélagið hefur þörf fyrir mig lengur. Með peningunum, sem ég fæ fyrir myndirnar, get ég séð fjölskyldu minni farborða fyrst um sinn. Þetta getið þér skrifað sem texta með myndunum mínum. Eg krefst engrar aukagreiðslu fyrir hann. En reynið ekki að troða illsakir við mig, af öfund eða illgirni eða öðrum hvötum. Eg er friðsamur maður að eðl- isfari, en ég get bitið frá mér, ef því er að skipta! Jæja, nú hef ég létt á hjarta mínu. Nú er bezt fyrir yður að koma með mér, annars gæti ég tekið til athugunar, að selja einhverjum keppinaut yðar myndimar fyrir tvöfalt verð.“ Nýtt S O S 35

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.