Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Side 37

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Side 37
„Við héldum, að skipstjórinn mundi nema staðar hjá Frelsisstyttunni og láta dæla úr geymunum." „Gjörið yður ekki hlægilegan, herra vitni!“ mælti dómarinn. „Þetta er í meira lagi barnaleg afsökun, sem rétturinn getur ekki tekið gilda. Hinsvegar hafa starfsmenn hafnarinnar játað hreinskilnislega, að þeir hafi ekki skipt sér af hleðslunni." Vitnið þagði. Dómarinn benti réttarþjóni að koma með næsta vitni. „Við verðum bókstaflega að draga hvert orð með töngum út úr skip- verjum á Vestris," sagði dómarinn lágt við meðdómendur sína. „En hafnarstarfsmennirnir geta heldur ekki opnað kjaftinn." Einn stýrimanna á Vestris gekk inn í vitnastúkuna. „Vonandi getið þér sagt okkur meira en fyrirrennari yðar!“ hóf dóm- arinn rannsóknina. „Gjörið svo vel að segja okkur fyrst, hvort Carey skipstjóri hafi hreyft andmælum gegn því, að skipið væri ofhlaðið.“ „Það veit ég ekki,“ svaraði stýrimaðurinn fljótmæltur. „Eg var ekki í brúnni áður en lagt var af stað, kom þangað ekki fyrr en hjá Sandy Hook.“ „Svo?“ sagði dómarinn með vonbrigðahreim í röddinni. „Þá vitið þér sem sagt ekki, að Vestris var ofhlaðinn?" „No, Sir!“ muldraði stýrimaðurinn. Dómarinn virtist hugsa sig um nokkra stund, svo hélt hann áfram: „Vestris var svo sem ekki neitt fullkomið nýtízkuskip.“ Dómarinn blað- aði í stórri möppu, sem lá á borðinu fyrir framan hann. „Þann 10. nóvember hefur skipið látið úr höfn með 128 farþega og 198 manna áhöfn, ferðinni var heitið til Barbados og annarra suðuramerískra hafna. Þegar maður hefur aldur skipsins í huga, bar að sýna mikla varkárni, ekki svo?“ „Jú, herra.“ „Það gleður mig, að við erum á sama máli.“ sagði dómarinn ekki ó- vingjarnlega, en þó í augljósum hæðnistón. „Og hvernig var það með' sjóhæfni skipsins?" hélt hann áfram. „Tókuð þér eftir nokkru þar að lútandi, sem yður virtist ekki í fullkomnu lagi?“ „Nei, herra dómari.“ „Það er einmitt það. Þá var skipið fullkomlega sjófært og allt í bezta lagi?“ „Já, Sir,“ svaraði stýrimaðurinn hikandi, en hikið fór ekki framhjá dómaranum. Nýtt S O S 37

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.