Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Qupperneq 38

Nýtt S.O.S. - 01.08.1960, Qupperneq 38
„Hvernig stóð þá á því, að leki kom allt í einu að skipinu þegar Eór að livessa? Getið þér skýrt það mál?“ „Nei, herra dómari.“ „Yes, Sir — No, Sir. Er það allt, sem þér hafið að segja?“ sagði dóm- arinn gremjulega. „Gjörið svo vel að hugsa yður um enn einu sinni og segja það, sem þér vitið,“ hélt hann áfram. „Eg gef yður nægilegt ráðrúm til þess að hugsa málið í ró og næði. Að því loknu verð ég enn einu sinni að minna yður á vitnaskyldu yðar, að segja allan sannlekann, að bæta engu við, en sleppa heldur engu! Hafið þér skilið það sem ég á við?“ „Yes, Sir“, muldaði stýrimaðurinn hálf miður sín og hvarf úr salnum. Nú kom myndasmiðurinn inn í vitnastúkuna, brosandi út að eyrum. Dómarinn horfði rannsakandi á manninn, hörkulegur á svipinn. „Eg vil mælast til þess við yður, að þér verðið ekki alveg eins orðfár og heyrnarsljós og hin vitnin hafa verið hingað til!“ sagði dómarinn og beið eftir því, hver áhrif þessi árás mundi hafa. Vitnið brosti enn gleiðara en fyrr og svaraði góðlátlega: „Hef enga ástæðu til þess að vera orðfár, herra dómari.“ Hvað meinið þér með þessum orðum yðar?“ spurði dómarinn. „Eg á við það, að ég þar fekki að óttast það lengur að segja sannleikann. Eg liætti nefnilega að sigla, ætla að byrja sjálfstæðan atvinnurekstur. Eg þarf því ekki að hræðast neinn svartan lista lengur. Það á ég gamla og góða Vestris að þakka, sem gaf mér enn tíma til að taka nokkrar myndir áður en hann sökk. í hreinskilni sagt: Það var tími til kominn, að Vest- ris hyrfi úr heiminum, bara verst að hann skyldi fara svona hastarlega. Það var ekki nauðsynlegt, að svona margir fylgdu honum inn í eilífðina og það hefði verið hægt að komast hjá því.“ „Við skulum taka hlutina rólega,“ sagði dómarinn eftir þessa ræðu vitnisins, „og gera atburðunum skil í réttri röð. Þér hafið sem sagt tek- ið myndirnar, sem eru orðnar víðfrægar. Það var vel af sér vikið!“ „Þakka yður fyrir, herra dómari," sagði maðurinn og glotti. „Þetta var nú ekki svo erfitt, bara gott ljós og svolítil heppni-------“ „Og æðruleysi, sem hlýtur að vekja athygli,“ greip dómarinn fram í. „En svo við víkjum aftur að kjarna málsins — viljið þér gera nán- ari grein fyrir orsökum þessa sjóslyss, að yðar áliti?“ „Mjög gjarnan,“ svaraði sjómaðurinn og hélt áfram: „Eg held, að aðal- orsökin sé sú, að samstarfið milli sjómanna og skipseigenda er svo slæmt :i8 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.