Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Síða 4

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Síða 4
is skirrðist til að koma skipum sínum áfram Hann liafði siglt þessum skipum svo hratt, að nafn hans iiafði orðið eftir, og það var undir nafninu „Bully Waterman" að liann varð skip- stjóri á „The Challenge“. Það er ekki nokkur vafi á því, að hann bar þetta þorparanafn með rentu, en að hann sjálfur skyldi setja metnað sinn í að bera það, er víst ofar skilningi allra venjulegra manna. Hann hafði af reiðurunuin fengið svo mikið lof fyrir dugnað sinn, að hann varð haldinn yfirgengilegu stórmennskubrjálæði. Hann hafði geysimikla þýðingu í heiminum, að hans áliti, og leit niður á hvern þann, sem efaði gildi hans. Hann gortaði af því, að liann hefði alltaf verið harður hundur á siglingu, en hann hefði aldrei misst segl og aldrei valdið vátryggjend- um dollars tapi, og slíkt gæti enginn annar arn- erískur skipstjóri sagt. Þessi sjálfglaði yankee, sem sprangaði um göt- ur New York borgar klæddur strágulu kanton- silki frá hvirfli til ilja, og sem hafði látið fræg- an málara mála at sér mynd, var á þessum sigl- ingaárum sínum orðinn ekkert minna en tígris- dýr í mannsmynd; og það er ekki hægt að skýra frá öllum þeim ægilegu grimmdarverkum, er liann er talinn hafa framið — allt frá því að hafa fleigt mönnum í hafið og til þess að skjóta sín eigin börn. Það hafa verið sagðar 1001 saga um Bully Waterman, hver annarri ægilegri, og að það hefur ekki allt verið yfirdrifið, verður Ijóst af frásögn þeirri, er hér birtist um fyrstu ferð hans með „The Challenge" sem í öllum höfuðaðtriðum er tekin upp úr bjókum sjórétt- arins. „The Challenge“ lagði upp frá New York í júlí 1851, og eigendurnir, sem auðvitað voru stoltir yfir þessu nýja skipi, fóru sjálfir með til Sandy Hook. Skipið var ekki fyrr komið undir segl, en Bully lét kalla alla skipsmenn til skráningar á afturþiljum. Þar hélt hann ræðu mikla yfir mönnum sínum. Hann ræddi um yfirburði skipsins, og hvers af því væri vænzt, og hann ábyrgðist þeim, að þeir skyldu fá nógan mat og lítið að gera, ef aðeins hver og einn gerði skyldu sína — en ef svo yrði ekki, yrði lífið um borð 4 sannkallað helvíti. Svo gætu þeir sjálfir valið, hvort Jieir vildu lieldur. Og meðan þessu fór frant, endasnéru stýrimennirnir öllu í háseta- íbúðinni, tóku allt sem fyrirfannst af whisky, hnífum og Buldog-skammbyssum. Oddarnir höfðu verið brotnir af skeiðarhnífum mann- anna jafnóðum og Jieir kornu um borð. Mannskapurinn uin borð, framan stórsiglu var, 56 menn og 8 drengir, og áður en skipið kom til Sandy Hook, var Bully Waterman ljóst, að meðal þeirra var enginn reglulegur sjómað- ur, sem gæti framkvæmt fullkomlega fyrirskip- anir hans. Aðeins 6 kunnu að stýra, og það voru ekki nema 4, sem kunnu ensku. Þrátt fyr- ir allt Jjað álit, sem Bully Waterman hafði á sér, hafði reynzt ómögulegt að fá einn einasta vanan sjómann til þess að fara með, og áhöfn- in var samanskrap af öllum inögulegum þjóð- ernum, og mest af því shanghajað. Margir voru sjúkir, og ekki annað en vesalingar. Þegar eigendunum varð þetta ljóst, lögðu þeir til, að snúið væri við og fengin önnur á- höfn; en Bully Waterman vildi ekki heyra á Jjað minnzt. Það var einmitt svona skipshöfn, sem gaf honum möguleika til að sýna hæfileika sína. Hann skyldi, sagði hann formælandi, gera úr þeim sjómenn — eða kjöthakk ella. Og eig- endurnir voru ekki fyrr komnir frá borði, en kokkurinn, sem var negri, með naumindum slapp undan hníf Bullys. Eins og hann var van- ur strax og hann var vel kominn út í sjó, heimt- aði skipstjórinn af kokknum að fá fötu með sjó í til að þvo á sér andlitið. Og svertinginn, sem svaraði skipuninni með breiðu bros, sem svert- ingja er siður, átti þar fótum sínum fjör að launa, því skipstjóri réðst að honum með hlíf- inn á lofti. Eftir þessa byrjun leið varla sá dagur, að ekki væri blóð á þilfarinu. En fyrst var það þó skip- stjórans eigið blóð. f eltingarleik sfnum við kokkinn, rakst skipstjóri harkalega á timbur- manninn, risastóran náunga, sem rauk upp í bræði mikilli. Hinn svaraði í sömu mynt. „Allt í lagi, skipstjóri," rumdi í timbur- manninum eins og reiðum birni. „Hér um borð eruð þér yfirmaður minn, og hér eruð þér ofaná. En hefði ég yður í landi, þá taki NÝTT SOS

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.