Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 23

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 23
En við skipverja sína sagði hann: „Missið bara ekki kjarkinn! Þetta mun allt ganga vel. Aður en kvöldar erum við um borð í einhverju skipinu. Þetta er svo sem ekki eins og á seglskipatímunum, þegar aldrei sást reyk- ur og aldrei heyrðist loftskeyti." „Allt í lagi, Sir,“ svaraði Bob Milestone, „við skulurn ekki bregðast.“ Svo liðu næturstundirnar liver af annarri. Enginn svaf, en hver og einn hugsaði sitt. Þetta gat varla verið veruleiki. Um miðnætti var allt í bezta lagi. En nú voru þeir blautir, ískaldir, sumir lítt klæddir, samanþjappaðir í lítilli bátsskel, bjarg- arlausir á reginhafi. Þegar birti af degi sagði skipstjórinn, að menn skyldu líta vel eftir, hvort sæist til skipa- ferða. En þetta varð dagur vonbrigða. Stormur var mikill og sjógangur að sama skapi, bátarnir hröktust undan veðri og vindi, enginn sjón deildarhringur lengur. Stöðugt varð að ausa. Engin hvíld og enginn svefn. í skipstjórabátn- um var Ned Preedy veikur, lá í hnipri með háan liita. „Hafðu engar áhyggjur, Ned,“ sagði Mile- stone. „\hð björgumst allir — og þú ert nú svo ungur.“ Ned ætlaði að breiða jakkann sinn yfir hinn veika félaga sinn, en hann bað hann að gera það ekki. „Nei, Bob. Jakkinn minn dugar. Bara — þorstinn. Þessi hryllilegi þorsti, Bob. Hvenær ætli við fáum fyrsta vatnsskammtinn?" Það var komið fram á dag og bátana rak. Þeir voru þó oftast í kallfæri. í bát stýrimanns- ins var sjókort og handbækur. Þar var líka kompás í góðu lagi, en í bát skipstjóra var hann ónýtur. En logg var ekkert með í ferð- inni, vannst ekki tími til að taka það með. „Hvernig gengur hjá yður, Mr. Eaton?“ kall- aði skipstjórinn til stýrimannsins. „Allt í lagi, vona ég.“ „Jú, allt þolanlegt,“ var svarið. „Okkur hefur rekið allmikið, Mr. Eaton“. — Og — hafði hann næstum bætt við — líkurn- ar fyrir því að við finnumst, minnka óðum. En hann þagði vegna áhafnanna. í stað þess ráðgaðist hann við yfirmenn sína í bátnum. „Mér líst ekki á að bíða þess að okkur verði bjargað. Ef skip finnur okkur, þá er það gott. Finnumst við ekki, höfum við eytt vatni og mat til einskis. Það er hyggilegra, að við reyn- um af sjálfsdáðum að ná landi.“ Skipstjóri tók.þó enga ákvörðun í málinu að sinni, en úthlutaði nú matarskammtí í fyrsta sinn. Klukkan var 4 eftir hádegi, 13 klukku- stundum eftir að Trevessa sökk. „Ein tvíbaka á mann, Berry!“ Þjónninn tók til að skipta, en horfði spyrj- andi á skipstjórann. „Ekkert að drekka, skipstjóri?" spurði liann. Hann hvíslaði þetta lágt. „Of snemrnt, John, við verðum að spara hvern dropa; annars getur farið illa.“ Menn nörtuðu í liart brauðið. En enginn mótmælti, þó þeir fengju ekki vatnsdropa a$ sinni. Skipstjóri kallaði nú á mennina í bát stýri- mar.ns og óskaði að ræða við þá. Bátarnir lágu nú samsíða og eins nærri hvor öðrum og hættandi var á vegna sjógangs. „Þið hafið öll kort í fórum ykkar þarna hin- um megin. Þið lialdið þeim og framvegis. En segið mér, á hvaða breiddarstigi er Mauritan- ia?“ „20 gráðufn og 8 mín. suðlægrar breiddar, skipstjóri! “ „Þakka ykkur fyrir! Og Rodriguez?“ Rodriguez er eyja, sem tilheyrir Mauritani- us-eyjaklasannm. „19 gráður og 40 mín suðlæg breidd. Það er að segja, norðurendi eyjarinnar.“ „Það eru þá sem næst 200 mílnr til Rodri- guez?“ „Öldungis rétt, skipstjóri!“ „Sem sagt, Mr. Eaton: Við tökum stefnu á Rodriguez. Við skulum fyrst halda jrað norðar- lega, að við komnm á 19 gráður 15 mín. suður. Þá höldum við í vesturátt, og þá hljótum við að sjá Rodriguez eða Mauritaníu. En misheppnist þetta hvorttveggja, þá er takmarkið Madagask- ar.“ „Ágætt, skipstjóri. Þetta er jjað bezta, sem við getum gert. Það eru líka nokkrar líkur á, að NÝTT SOS 23

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.