Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Qupperneq 32
Dýpið, sem þeir sennilega þurftu að vinna í
vissu menn lítið um, en sérfræðingarnir töldu
það geta verið frá 3 til 15 metra, en féllust þó
á, að það gæti orðið um allt að 30 metrar.
Menn vissu yfir höfuð ennþá lítið um eðli
þessa japanska vopns. Þó var það einhver lítil
vísbending, sem menn höfðu haft, og varð
það til þess að granda nítjánda kafbáitnum
fyrir Bandaríkjaflotanum og bandamönnum
þeirra.
Fyrir nokkru hafði kafbáturinn U-231 komið
upp á yfirborðið í birtingu og reynt að komast
inn í japanska hafið. Þetta var fífldjörf tilraun
í nágrenni óvinarins, sem hafði radarstöðvar á
landi. Og auðvitað voru tundurspillarnir ekki
heldur langt undan.
í amerískri fjarsjá hafði tekizt að taka mynd-
ir af þessu úr 2000 m. hæð, af tilviljun.
Og þessar myndir voru ástæðan til þess, að
Hickok höfuðsmaður varð að fara eina ferðina
enn til Pearl Harbour.
Þessi tilraun til þess að brjótast gegnum varn-
ir óvinanna hafði þó orðið til ógæfu fyrir kaf-
bátinn U-231.
Nokkru síðar höfðu menn heyrt mikinn gný
og báturinn hafði samstundizt sveiflazt upp á
yfirborðið og síðan sokkið snögglega í djúpið.
Einnigi hafði á sama hátt farið fyrir bátum
þeim, sem áður höfðu reynt að brjótast þannig
í gegn þarna.
En nú voru komnar myndir af þessu, mynd-
ir teknar út 2000 metra hæð, þar sem kafbátur-
inn var ekki stærri að sjá en blað á litlum
sjál fskeiðingi.
„Rannsakaðu þetta betur, James," sagði
Stones yfirforingi, og þegar Hickok kom til
hans, ýtti hann til hans mörgum nýstækkuðum
myndum.
„Rannsakaðu þessar myndir betur og segðu
mér, hvað þú heldur um þær.“
Myndirnar voru það mikið stækkaðar, að við
lá, að þær væru skemmdar. En þar var þó hægt
að þekkja kafbátinn, mannlaust þilfar hans
sást vel, einnig sjónpípan og radarnetin og fall-
byssan á afturþilfarinu.
Hickok höfuðsmaður lagði fyrstu myndina
frá sér með hægð og tók svo aðra. Á henni
var ekki neitt meira að sjá, en þeirri fyrri, þ.
NÝTT SOS
e. kafbát á siglingu yfir hafið. Þriðja myndin
var ekki eins mikið stækkuð. Þar gat maður
einnig séð kafbátinn, en hann var ekki lengur
það, sem mest bar á, á myndinni. Heldur var
það liafið, sem var mjög upprótað, eftir stór-
kostlega sprengingu og virtist ætla að slöngva
bátnum upp í loftið.
Þetta var mynd af kafbáti, sem var verið að
sökkva .Hryllileg mynd.
En það var ekki þess vegna, sem Hickok
höfuðsmaður hafði verið kallaður á þennan
stað. Hann skoðaði myndirnar aftur í sinni
fyrri röð, og rannsakaði þær nákvæmlega. Eitt-
livað hlaut að vera á þeim að græða. Og allt
í einu tók liann eftir, að á annarri myndinni
miðri, sem hann hafði ekki rannsakað eins ná-
kvæmlega og hinar, voru tveir eða þrír punkt-
ar rétt við kafbátinn.
Hickok höfuðsmaður starði á þessa punkta,
leitaði að þeim á Jrriðju myndinni, en á því
var ekekrt að græða, því að haflöðrið, sem
sprengingin hafði valdið, skyggði á allt annað.
En fjórða myndin, sem tekin hafði verið eft-
ir að kafbáturinn var sokkinn, sýndi aftur
nokkra dimma depla. Ef til vill var það eitt-
livað rekald úr bátnum, sem um var að ræða.
En það gat þó ekki verið, því þessir deplar
voru einnig á annarri myndinni, sem var tek-
in rétt áður en báturinn sökk.
Hickok höfuðsmaður leit upp og barði með
vísifingrinum á litlu punktana og spurði með
hásri röddu:
„Þessir hérna, er það ekki, Arvil?“
Aðstoðarforingi höfuðsmannsins kinkaði
kolli.
„Hvað er þetta eiginlega?"
Hickok yppti öxlum.
„Eg held, sprengjur. Sprengjudufl rétt und-
ir yfirborðinu, sem annaðhvort eru fest með
akkeri eða reka laus. Hvað segja sérfræðing-
arnir? Hvað segir yfirforinginn og hvað segja
aðmíráll Lockwood og kafbátamennirnir?"
„Þeir þykjast vera vissir um, að hér sé um
einhvers konar dufl að ræða,“ var hið rólega
svar. „Dufl, sem einhverra liluta vegna er ekki
gott að staðsetja með okkar áhöldum. Þar að
auki liggja þau það djúpt, að þau koma ekki
upp á yfirborðið um fjöru, skilurðu?"
32