Heimilispósturinn - 12.09.1960, Síða 2

Heimilispósturinn - 12.09.1960, Síða 2
Lesandi góftur Heimilispósturinn hefur þann tilgang einan að veita þér sem allra fjölbreyttast og skemmtilegast lestrarefni á rólegum kvöldstundum, og það er einlæg von aðstandenda hans, að svo megi verða i sem allra ríkustum mæli. Fyrstu sporin vilja oft verða óörugg og leitandi, og svo hefur orðið hjá okkur, við höfum ekki viljað binda okkur við sérstakt form, heldur leitazt við að hafa fjölbreytnina sem mesta, — og látum hér engan veginn staðar numið, heldur leitum á ný mið strax og gefur. Innlenda efnið er að visu með allra minnsta móti í þessu fyrsta blaði okkar, að mörgum finnst, og vonandi verður strax í næsta blaði hægt að bæta úr því til muna, þvi að mikið stendur til í þeim efnum, og höfum við fengið vilyrði mætra manna fyrir efni, og ætti það ekki að dragast lengi. Sérstaklega viljum við þakka Gunnari M. Magnúss, rithöfundi, sem sýndi okkur þá velvild að leyfa okkur að birta frásögu hans af reimleikunum í Gamla Apótekinu, en hún er tekin upp úr hinni ágætu bók hans Langspilið ómar. Gunnar M. Magnúss er einhver snjallasti rithöfundur okkar hvað snertir frásagnir af liðnum atburðum, og okkur er það mikið tilhlökkunarefni að mega eiga von á fleiri slíkum þáttum frá honum. Þá er okkur sérstök ánægja að hafa fengið Bárð Jakobsson lögfræðing til að skrifa fyrir okkur greinaflokk um sjó og sigl- ingar, og vildum við sérstaklega vekja athygli iesenda á þátt- um Bárðar, því að hann er flestum fróðari um þessi efni og seg- ir afburða skemmtilega frá. Erlenda efnift hlýtur alitaf að falla í misjafnlega góðan jarðveg hjá lesend- um yfirleitt, en með fjölbreytni og aðgæzlu í efnisvali vonumst við til að geta haft það við hæfi sem flestra. Myndasögumar eru fengnar frá einhverju þekktasta teikni- myndafyrirtæki í Evrópu, Marten Toonder í Hollandi. Hefur fyrirtækið sýnt blaðinu sérstaka velvild með hagkvæmum samn- ingum og lipurð, og okkur er mikU ánægja að því að geta kynnt íslenzkum lesendum sögupersónumar köttinn Tuma og félaga hans, Skaila skipstjóra og þann furðulega hóp, sem hann kemst í tæri við, fílinn Felix, og síðast en ekki sízt strákana Mikka og Rikka, sem með uppátækjum sínum eiga eflaust eftir að vekja hlátur hjá mörgum. Allar þessar sögupersónur hafa farið sigur- för um heiminn, og það er von okkar og vissa, að svo verði einn- ig hér. Vift og lesendurnir eigrnn áreiðanlega eftir að eiga saman þó nokkrar ánægju- stundir. En til þess að við getum staðið okkur sem bezt, þurfum við jafnan að hafa sem nánast samstarf við lesendur i smáu sem stóru. Allar ábendingar um efni og útlit eru vel þegnar, — og við beinlínis óskum eftir þeim. Sömuleiðis er okkur mikið á- nægjuefni að fá frumsamið efni til birtingar, og munum við koma því á framfæri við framkvæmdastj. varðandi ritlaun. Myndir og smáfyrirsagnir eru líka tilvalið efni, — og ef þú kær- ir þig ekki um að skrifa okkur gagnrýni eða pistil, þá er til- valið að ná sér i pennavin eftir nánari fyrirmælum á bls. 20. Með þessu fyrsta blaði sendum við héma á ritstjórnarskrif- stofunum öllum lesendum okkar beztu kveðjur og vonumst til að hitta ykkur eftirleiðis vikulega á mánudögum Vikublað, kemur út á mánudögum. Verð í lausasölu 12 krónur. Áskriftagjald kr. 150,00 ársfjórðungurinn og greiðist fyrirfram. — títgefandi: Heimilispósturinn li.f. Reykjavík. - Bitstjóri og ábyrgðarmaður: Baldur Hólm- geirsson, sími 10206. — Framkvæmdastjóri: Guðmund- ur Jakobsson, sími 22790. — Afgreiðsla: Tjarnargötu 4, Reykjavík, sími 11177. — Pósthólf 495, Reykjavík. — Steindórsprent h.f. prentaði. 2 'rcj\ 8 >'/>0 m §11 /.i *''1 m §§§ ií- ' : 88* — Heyrið þér, Anna, sagði forstjórinn við eldabuskuna sína, tengdamóðir mín er vænt- anleg í heimsókn, og héma er listi yfir uppáhaidsréttlna hennar. — Og á ég að hafa þú sem oftast? — Oftast? Ég lofa yður því, að í fyrsta skifti, sem elnhver þessara rétta kemur á borðið, meðan hún dveiur hérna, verð- ið þér ekki f starfi yðar sttmd- inni lengur! Frúin: — Mér þykir vænt um það, að hann Óli UtU skuU hafa fengið gáfuraar minar. Maðurinn: — Já, það er víst áreiðanlegt. Eg hef mfnar ó- skertar ennþá- ★ ★ ★ — Jæja, gamli, þú hefur þá lent f lögregtunnl elnu sinni enn. Lfklega keyrt of hratt, ha? * — Nei, ekki aldeUls, mlkiu fremur of hægt. Þeir eltu mig uppi eins og skot. ★ ★ ★ Gesturinn: — Mig langar tU að fá sama salat og frúln þaraa við homborðið hefur á borðinu hjá sér. Þjóninn: — Þvi mlður, herra minn. Salatið, sem þér sjáið, er hattur frúarinnar. Það var verið að ræða an einn ungan Ustamann og efni- legan, að ýmsum fannst, öðr- um ekki, og f hlta umræðnanna sló einhver hUðhoUur fram spurningunni: — Þú veröur þó að viður- kenna, að skeggið fer honum bara vel, ekld satt? — Jú, sannarlega. Það hylur þó talsvert af andlitinu. ★ ★ ★ Eiginmaðurinn sat i hæg- indastólnum inni í stofu, þegar hann kom auga á konuna koma bagsandi með kúffullan þvotta- bala neðan úr kjallara. — Elskan min, kallaði hann blíðlega til hennar. þetta má ekki lengur svo til ganga. Ég get beinlfnis ekki horft upp á Aumingja píanósnUiingurinn 1 félagi nokkru var söng- áhugi svo almennur, að farið var að ræða um það f alvöru að stofna kór, en formaðurinn var harla litið hrifinn af tUlögunni. Samt var söngstjóri ráðinn, og kemur hann að máU við for- manninn og spyr ráða. — Og hver er nú músik- alskasti maðurinn í félaginu? — Það er hann Pétur. — Jæja, og hvaða rödd syng- ur hann? — Enga. Hann gengur aUtaf út, þegar hinir fara að sjmgja. ★ ★ ★ Ungfrú Lísa var ákaflega geðug stúlka og léttlynd, — en sem skrifstofudama var hún algerlega ónothæf. Loks kom að því, að framkvæmda- stjórinn sá sér ekki fært að hafa liana lengur, svo að hann kaliaði skrifstofustjórann fyr- ir sig og bað hann að segja lienni upp. Því miður, sagði skrifstofustjórinn, það er 6- gerningur, ég er búlnn að halda við liana mn skeið, og ég get það ekki. Sama máli gegndi um framkvæmda- stjórann, svo að hann fékk sig ekki tU þess sjálfur. Ekki gekk betur með bólt- haldarann, gjaldkerann og skrifstofumennina tvo, — þeir höfðu alUr haldið við hana, og þeim var ekki viðlit að segja henni upp. Loks kaUaði framlcvæmda- stjórinn sendllinn fyrir sig i orvæntingu. — Hefur þú staðið í nokkru ástamakki við ungfrú Lísu? — Nei, svaraði drenguriim og roðnaði, það kæmi mér aldrei tU hugar. — Guð sé lof, drengur minn, þá lendir það á þér, að segja henni upp starfinu! — Nú ferð þú fram í stofu og grenjar á hjálp! Flutningafyrirtæki nokkurt auglýsti eftír starfsmanni, sem væri sterkur og duglegur. Klukkan átta morguninn efttr voru þrjátíu mættir við dyrn- ar, og klukkan níu visaðl verk- stjórinn fyrsta umsækjandan- um inn. Efttr að hafa skrifað niður nafn mannsins og heim- ilisfang, sagðl verkstjórinn: — Við látum þig svo vita, þegar við erum búnir að hafa tal af hlnum umsækjendunum. — Þeir eru ekki fleiri, svar- að hinn. — Hvað segirðu, maður ? Klukkan átta voru hérna þrjá- tíu .... — Já, ég kom sko klukkan hálfníu og hentt hinum út. Hann fékk starfið. ★ ★ ★ þig þræla þér svona út. Gerðu það nú fyrir mig eftírleiðis að hafa balann ekki nema hálf- fullan i einu. — Auðvitað er síminn dauður þú talaðir hann í hel. HEIMILISPDSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.