Heimilispósturinn - 12.09.1960, Síða 8
Fyrir skömmu var sölumaðurinn Philip McLarra, ný-
orðinn 45 ára, fluttur frá London í geðsjúkrahús I Norð-
ur-Englandi. í fimm ár hefur verið reynt að afla honum
bata, en þrátt fyrir ýtrustu tilraunir, hefur læknunum
mistekizt. Philip McLarra er fómarlamb dómsúrskurð-
ar að ósekju. Tvisvar hefur hann verið dæmdur sak-
láus, vegna þess að á þessari jörð var annar maður eins
nauðalíkur honum og eitt eggið öðm. Örlög þessa
mamis em einhyer hin liörmulegustu, sem um getur á
okkar dögum....
Ég skal láta Umsmíða þá hjá
gullsmiði.
Ungírú Patrick var afar upp
með sér og afhenti sinum nýja
húsbónda alla skartgripi sina.
Þegar hún hugðist leysa ávís-
unina út í bankanum daginn eft-
ir, reyndist ekki innstæða fyrir
henni. Meira að segja reyndist út-
gefandinn með öllu ókunnur í
bankanum. Þegar hún komst
einnig að því,'að á hóteli „milljón-
erans" kannaðist enginn við John
Rouiet — én það hafði hann sagzt
heita, —• skildist henni, að hún
hefði lent I klónum á glæpa-
manni.
Upp frá því hafði hugsunin um
skartgripina kvalið hana, þangað
til hún taldi sig sjá svikahrapþ-
inn í hóteldyrunum.
Þessa sögu sagði ungfrú Pat-
rick lögreglufulltrúanum á stöð-
inni. McLarra sat dolfallinn og
hlustaði á, án þess að botna upp
eða niður í öllu saman. Þegar
hún hafði lokið frásögn sinni,
spratt hann á fætur og hrópaði:
— Þessi kona hlýtur að vera
gengin af vitinu. Þetta er allt
svívirðilegur þvættingur. Ég er
Philip McLarra sölumaður. Ég sel
verkfæri og eldhúsbúnað. Ég á
konu og þrjú böm. Hérna eru
skilríki mín. Húsbóndi minn og
starfsbræður geta allir borið
vitni um, hver ég er. Ég hefði
ekkert á móti þvi að vera mill-
jónamæringur, en ég hef aldrei
þótzt vera það.
Lögreglufulltrúinn var lífs-
reyndur maður. Það var ekkert
takið hann! Hann stal skartgrip-
unum minum!
Þessi unga stúlka reyndist hafa
svarað sömu auglýsingu og img-
frú Patrick, og hafði misst skart-
gripina sina á sama hátt.
Nú var McLarra vesalingurinn
kominn í verstu klípu. Enska lög-
reglan lét grafast fyrir um mál-
ið. McLarra var handtekinn og úr-
skurðaður í gæzluvarðhald. 1
Suður-Englandi gáfu sig fram
fjörutíu stúlkur, sem allar höfðu
svarað auglýsingunni. Allar höfðu
þær misst skartgripi sína.
Þær voru allar beðnar að koma
til London, og einni og einni var
vísað inn til að lita á sakbom-
inginn. Engin einasta þeirra var í
vafa um, að hann væri sá seki.
Philip McLarra var dreginn fyr-
ir rétt, óg hann var dæmdur í
átta ára hegningarhússvist. Sak-
bomingurinn féll saman, þegar
dómurinn var kveðinn upp, og
hrópaði með grátstafinn í kverk-
unum:
— Ég er saklaus! Ykkiu- skjátl-
ast, öllum saman. Ég er ekki
þessi maður!
Þetta endurtók hann hvað eftir
annað næstu árin, en enginn
fékkst til að trúa honum. Hann
veiktist hastarlega af tauga-
áreynslunni og var um skeið ekki
hugað lif.
. 1 sjö ár, fjóra mánuði og tutt-
ugu-og-sex daga sat McLarra í
fangelsisklefanum. Óréttlætið,
sem hann hafði orðið að þola,
hafði svipt hann heilsunni. Hann
var veill ‘á sál og líkama, þegar
Þetta er stúlkan, sem rakst á
Philip í hóteldyrunum og áleit
liann afbrotamann ...
uppistand. Lögreglumennirnir
þóttust vissir um að sjá þarna
sölumanninn McLarra. En sá
handtekni hét Thomas Epson.
Hann hafði framið öll skálkapör-
in, sem McLarra hafði verið
dæmdur fyrir. Þeir voru alveg ná-
kvæmlega eins útlits, enda þótt
þeir væru ekki vitund skyldir.
Fyrir gráleita glettni örlaganna
hafði lif manns verið lagt í rústir.
Philip McLarra var iátinn laus,
og enska ríkið greiddi honum 6000
pund í miskabætur. Þegar hann
fékk uppreisn æru sinnar, sagði
dómarinn:
SAKLAUS MADUR DÆMDUR TVISVAR!
Þegar Philip McLarra vár að
ganga út úr gistihúsi í London,
rakst hann á þéttholda konu i
dyrunum. Hann lyfti hattinum,
baðst afsökunar, en konan góndi
á hann eins og hún hefði séð
draug. Hún greip heljartaki í
frakkaermina hans og æpti:
— Loksins hitti ég þig aftur,
bansettur svikarinn og þorparinn
Hvar eru skartgripirnir mínir,
hvar er úrið og demantshripgirn-
ir mínir ? Þú stalst öllu sém ; ég
erfði eftir hana móður mina sál-
ugu! Hjálp, lögregla... Lög-
regla!
McLarra leit andartak utan við
sig af undrun á æsta konuna.
Hann þekkti hana alls ekki. En
sú óþekkta lét sig hafa það að
draga hann inn í forstofuna,
öskrandi hástöfum:
— Náið í lögregluna! Ég er
búin að finna margeftirlýstan
svikara!
Hótelgestir og starfsfóik þyrpt-
ist að. Uti fyrir hótelinu voru
þegar komnir margir vegfarend-
ur, sem öskrin í konunni höfðu
lokkað á vettvang. En hún lét
sér alls ekki segjast, svo að dyra-
vörðurinn greip símann og
hringdi á lögregluna. Á sama
vetfangi varð McLarra hugsað til
konunnar sinnar og barnanna
þriggja. Hann óttaðist vandræði
og óþægindi af komu lögreglunn-
ar. I hreinu hugsunarleysi greip
hann til óyndisúrræðisins. Hann
reif sig úr greipum konunnar og
hljóp út á götu. Hótelstarfsfólk-
ið og fjöldi, vegfarenda tók á rás
á eftir honum. Meðal þeirra var
kvenmaðurinn,- sem öskraði í sí-
fellu:
— Stöðvið hann! Hann hefur
rænt mig . . .!
Á næsta horni var McLarra
stöðvaður af lögregluþjóni, og
eftir tíu mínútur var hann kom-
iiin á næstu lögreglustöð.
Þéttholda konan var kennslu-
kona, ■ Mabel Patrick að nafni.
Hún hafði svarað auglýsingu, þar
sem milljónamæringur auglýsti
eftir samkvæmisstúlku, og þau
höfðu ákveðið að hittast á veit-
ingahúsi. „Milljónarinn" sagði, að
hanri þarfnaðist menntaðrar, vel-
klæddrar samkvæmisstúlku til
sveitaseturs hans í háfjöllum
Skotlands. Hann sagðist lifa
miklu samkvæmislifi, og í sam-
kvæmi hans kæmi virðulegasta
fólk. Hanri vildi ráða til sin
stúlku, sem tekið gæti þennan
starfa að sér. Sjálfur væri hann
alltof önrium kafinn til að geta
sinnt þessum málum.
Þvi næst fékk „milljónerinn"
henni ávísun til að hún gæti keypt
á sig fatnaðinn, sem hún þyrfti
til starfans. Meðan þau röbbuðu
saman, sagði „milljónerinn"
skyndilega:
— Skartgripirnir, sem þér ber-
ið, eru alltof gamaldags. 1 okkar
hópi notum við ekki þessháttar.
óalgengt, að til hans kæmu kon-
ur með allskyns kærur. Þegar
svo farið var að ransaka málið,
kom í ljós, að ekki reyndist eitt
orð satt í þeim.
Hann var alveg í þann veginn
að trúa Philip McLarra og senda
konuna heim með nokkrum ró-
andi orðum.
En þá gerðist dálítið furðulegt
og næstum ótrúiegt. Slík tilvilj-
un gerist venjulegast aðeins i
skáldsögum. En svo vár ekki i
þetta skiftið. Dymar opnuðust, og
inn kom ung stúlka. Þegar hún
kom auga á McLarra, hrópaði
hún í æsingu:
— Þarna er svikarinn! Hand-
i, Jón.
honum var sleppt.
Konan hans hafði fengið skiln-
að frá honum. Hún gat ekki hugs-
að sér að vera gift afbrotamanni.
Þegar McLarra losnaði, fylltist
hann nýrri von. 1 fjögur ár
þrælaði hann frá morgni til
kvölds. Hvert penny, sem hann
gat sparað af launum sínum,
notaði hann í leit að sönnunar-
gögrium um sakleysi sitt. Hann
leitaði í allar áttir, en árangurs-
laust...
Ný óveðursský dró á loft. Lög-
reglunni höfðu borizt fjórtán
kærur frá konum, sem höfðu
misst skartgripi sína gegnum
auglýsingar.
Gömlu réttarbækurnar voru
dregnar fram í dagsljósið, og
MacLarra handtekinn í íbúð
sinni. Nýju svikin voru frainin
með nákvæmlega sama hætti og
þau fyrri.
1 tæp tvö ár enn sat McLarra
í fangelsisklefanum. Þá gerðist
nokkuð, sem hinn sakfellda sjálf-
an hafði naumast órað fyrir.
Dag nokkurn gaf gullsmiður
sig fram við lögregluna. Hann
hafði fengið tilboð frá manni
nokkrum um sölu á skartgripum.
Gullsmiðurinn hafði þekkt mann-
inn af ljósmyndum í dagblöðun-
um. 1 fyrstu vildi lögreglan ekki
trúa honum, því að maðurinn sat
i fangelsi.
Sólarhring siðar var maðurinn
handtekinn. Það varð ekki lítið
— Enginn maður, rié heldur
nokkur dómari, getur borið ábyrgð
á þessu hörmúlega óhappi. Öll-
um hefur skjátlazt. Okkur ber
aðeins ein skylda. Við verðum að
biðja McLarra afsökunar. Við
dómarar erum þjónar laganna, og
þetta er það eina, sem við get-
um gert.
McLarra heyrði ekki þessi orð
í réttinum. Hann lá í hitamóki á
sjúkrahúsi. McLarra var 27 ára,
þegar hann rakst á stúlkuna í
hóteldyrimum. Þegar hann slapp
eftir að hafa verið dæmdur tvisv-
ai’, var hann 41 árs.
Peningana, sem hann hafði feng-
ið í miskabætur, afhenti hann
börnunum sinum til umráða.
Sjálfur hafði hann engin not fyrir
Þá.
Allt fram að 26. júlí 1954 höfðu
læknarnir gert allt, sem í þeirra.
valdi stóð til að lækna hann, en
árangurinn orðið næsta lítill.
Næstu fimm árin þyngdi honum
stöðugt, en alltaf var beðið með
að fara með hann á geðveikrahæli,
þangað til svo var komið, að hann
þekkti ekki lengur bömin' sín.
Þá varð ekki lengur beðið.
Philip McLarra er núna hálf-
fimmtugur, en hann er eins og
hrumur öldungur i útliti. Örlög
hans vekja hjá manni spurning-
una um hversvegna saklaus mað-
ur þurfi að líða svo mikið þar
sem svo margir afbrotamenn og
illræðismenn leika lausum hala.
HEIMILISPÓSTURINN
B