Heimilispósturinn - 12.09.1960, Page 11

Heimilispósturinn - 12.09.1960, Page 11
ÁSTIN ER LJÚSRAUÐ rauðlr og barmar sundlaugarinnar, og í botn hennar er letrað trölla- letri: ÉG ELSKA ÞIG, JANA! önnur minni laug er i garðinum, handa Mikka yngri til að vaða í. Hvarvetna um garðinn eru marmarastyttur af Amor með örvabogann, og svo er þarna þriggja metra há Kristsmynd úr marmara. Yfir útieldstœðinu er gríðarstórt hjarta úr steini. Þess skal líka getið, að heilmörgum hjörtum, máluðum og höggnum, er dreift víðsvegar um húsið. Enn er ósagt frá gólfteppun- um; þau eru alltof þykk og mjúk til að viðlit sé að ganga á þeim. Og af þvi að þau eru hvít, verða gestimir vitanlega að fara úr skónum frammi í forstofu, áður en þeir ganga inn í helgidóminn. Bleiki liturinn er ríkjandi inn- anhúss, enda þótt sá hvíti slagi hátt upp i hann. Inni í setustof- unni er Steinway-flygill, hvitmál- aður og gylltur, og skreyttur margvíslegum hjörtum. Húsið er á þrem hæðum, og vit- anlega er lyfta á milli hæða, svo íbúamir þurfi ekki að leggja á sig óþarfa göngur. Lyftan var þeim færð að gjöf, svo og fjölmargt annað, en flest hafa þau orðið að kaupa, og skömmu eftir að þau eignuðust húsið og hófu umbæt- ur á því, rótaði Mikki upp öllum garðinum með lánaðri jarðýtu, til þess að geta komið sundlaug- inni fyrir. Upphaflega kostaði húsið með lóðinni þau ekki nema um hálfa þriðju milljón ísl. króna, en talið er að það myndi kosta á- líka mikið að fjarlægja menjarn- — Þetta þýðir vist það, að við- gerðin á þakinu dragist eitthvað fyrst um sinn? ar um ástir þeirra, ef einhver keypti húsið og hyggðist búa í þvi. En á því er víst engin hætta. Samkvæmt erfðaskrá, sem þau hafa gert og er geymd hjá lögfræðingi einum i Hollywood, má alls ekki selja eignina, heldur skal hún haldast i ættinni að ei- lífu... Þannig er þá umhorfs heima hjá þeim Jayne Mansfield og Mickey Hargitay, og hafa þau hjón verið óspör á að leiða ljós- myndara um alla króka og kima í húsinu til að sýna þeim dásemd- imar, en menn brugðið misjafn- lega við, þótt margt held- ur afkáralegt og sumt beinlínis ó- smekklegt og ljótt. En hvað um það, þau hjónin segjast aldrei mögulegt er að hafa þannig í hafa séð neitt dýrðlegra, og kalla laginu, — sundlaugina, baðkerið þetta „minnismerki ástar þeirra," og arininn. enda allt í þeim dúr. Það er Húsið er auðþekkt langar leið- skaði að geta ekki birt myndimar ir, umgirt háum, ljósrauðum múr- í eðlilegum litum, þvi að eins og garði, veggir hússins eru Ijós- allir vita, þá er ástin ljósrauð á litinn, og fyrir þá litbiindu, sem koma til að skoða, hafa þau hjón- in gert alla hluti hjartalaga, sem HEIMILI5PDSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.