Heimilispósturinn - 12.09.1960, Qupperneq 12

Heimilispósturinn - 12.09.1960, Qupperneq 12
Þetta byrjaði i London þegai' Gregory Peck kynnti mig fyrir Audrey í veizlu, sem lialdin var til heiðurs henni. Itaunar hafði ég áður talað við hana, því að Greg hafði beðið mig að hringja til hennar og þakka henni fyrir boðið fyrir mína hönd og hans. Ég hringdi, sagði halló og til- kynnti, að ég þyrfti að koma skilaboðum til Audrey. Ég bætti því við til vonar og vara, að það væri von mín, að hún fengi skila- boðin. Glaðleg rödd svaraði: — Hún fær þau. Þér talið nefnilega við Audrey! Ég man, hversu undrandi ég var á látleysi hennar. Flestar hefðu þótzt vera einhver önnur og aðeins svarað því, að hún skyldi fá skilaboðin. En nú veit ég, að þetta látlausa svar er ein- kennandi fyrir hana. Daginn eftir hittumst við svo, en af löngu samtali varð ekki. Við töluðum aðeins um leikhús- starfið, og áður en við kvödd- umst, höfðu við minnzt á þann möguleika að starfa saman á leikhúsi í New York. Það komst í kring ári síðar. Leikritið hét Ondine, og við lék- um saman allan veturinn. Síðan fór ég til Sardínu, þar sem ég starfaði í þrjá mánuði að kvik- mynd, en Audrey fór til Sviss. Meðan þessi aðskilnaður stóð, ákváðum við að gifta okkur. Við Audrey höfðum kynnzt í gegnum síma, og nú kom síminn okkur aftur í góðar þarfir. Ég hringdi stöðugt til hennar til þess að láta hana vita, hvernig kvikmyndunin gengi til þess við gætum ákveð- ið brúðkaupsdaginn. Þvi lauk þannig, að Audrey og móðir hennar önnuðust allan imd- irbúninginn i Sviss. Sjálfur varð ég beinlínis að flýja frá Sardiníu. Ég fór um borð klukkan 8 að kvöldi, og kl. 6 um morguninn var ég kominn til Chivitavecchia, og þaðan ók ég til Rómar. Þar stanzaði ég sem snöggvast til að leigja hús í Albanafjöllum, — og til að panta máltíð, sem ég von- aði, að við gætum neytt ein- hverntimann í vikunni. Svo var haldið áfram. Ég flaug til Zúrich, tók bifreið til Luzern og loks fjallavagn til Burgen- stöck, þar sem við vorum gefin saman daginn eftir i litilli kirkju frá þrettándu öld. Brúðkaupsverðurinn var snædd- ur í litlu fjallahóteli. En rétt fyrir máltíðina tók að hellirigna. Ég gleymi aldrei regnhlífunum yfir manngrúanum, sem streymdi að hótelinu til veizlunnar. Strax eftir brúðkaupið héldum við suður á bóginn til Italíu, þar sem ég átti að ljúka við kvik- myndina frá Sardíníu. Húsið sem ég hafði pantað, stóð full- búið handa okkur, — og svo mál- tíðin, sem ég hafði pantað. Húsið var töfrandi, og við höfum hvað eftir annað heim- sótt það að nýju. Lítill vinnu- mannabústaður umkringdur stórri vinekru, Auk okkar voru þarna aðeins hópur hvítra dúfna, tveir asnar, þrír hundar og níu kettir. Okkur þykir báðum afar vænt um dýr, og þrátt fyrir kuldann, leið okkur yndislega þarna í sveitaparadísinni okkar. Okkur var hlýtt í stofunni, þar sem ar- inninn stóð; ástandið var verra í göngum og stigum. Við dvöldum þama eins lengi og við gátum, siðan héldum við af stað til London, þar sem ég átti að leika í kvikmynd. Audrey hafði hafnað öllum atvinnutilboð- um til þess að við gætum verið saman sem lengst, Eftir dvölina í London bjuggum við þrjá ynd- islega mánuði í Paris. Þar átti ég að leik'a móti Ingrid Bergman, og kvikmyndinni, sem Audrey átti að leika í, var frestað, svo að við gátum haldið hveitibrauðs- dögimum áfram, þar. 1 París er hagkvæmast að búa á hóteli, þetta var um miðjan vetur, og ég vildi losa Audrey við að byrja á nýju húshaldi, þar sem við yrðum þarna aðeins fáa mán- uði. En siðan hef ég gert mér ljóst, að þetta er eitt aðaláhugamál konunnar minnar. Hún hefur yndi af að lagfæra og skipuleggja. Hún er beinlinis snillingur á þessu sviði. Og allt, sem hún kemst yfir að gera! Bréfaviðskifti henn- ar eru beinlínis furðuleg! Hún er sömuleiðis virkur þátttakandi í samkvæmislífinu. Starf okkar leggur leiðir okkar um víða veröld, við erum eigin- lega alltaf á flakki, en báðum finnst okkur þetta dásamlegt líf, sem við vildum ekki skifta á við nokkum. Það skiftir engu máli, hvar við erum, alltaf gefst Audrey tækifæri til að beita hús- móðurhæfileikum sínum, og hún hefur yndi af að skapa heimili. Á nokkrum mínútum tekst henni að skapa innbú, sem er okkur full- komið heimili, með nokkrum smá- hlutum, sem hún hefur alltaf með í töskunni sinni. Hvert sem við förum, tökum við alltaf með okk- ur einhverja af hlutunum okkar. Kertastjaka, öskubakka, púða, rúmfatnað, ljósmyndir, nokkrar bækur og grammófón með plöt- um. Og svo má ég ekki gleyma Famous, hundinum okkar, trygg- um förunaut, sem alltaf finnur sér skot til að halla sér í. Þann- ig finnst okkur við vera heima hjá okkur. Eftir dvölina í Paris fórum við til Sviss, þar sem við eyddum dásamlegum leyfisdögum í St. Moritz og Burgenstock. En leyf- inu lauk brátt með símtali frá Róm. Það var leikstjórinn King Vidor, sem vildi fá okkur til að leika í kvikmýndinni „Stríð og friður". Það hafði verið löngu á- kveðið, að ég léki Andrej fursta. Nú átti að reyna að fá Audrey til að leika Natösju. Við fórum í bifreið frá St. Moritz yfir snæþakin fjöll og komum að landamærabæ einum þar sem við áttum að hitta King Vidor. Það var nístingskalt, og við hnipruðum okkur saman við lítinn rafmagnsofn, meðan Vidor sagði okkur frá kvikmyndinni. Upphaflegi samningurinn var skrifaður aftan á umslag, og við Audrey undirrituðum hann á leið- inni til flugvallarins. Audrey hefur megnustu andúð á asa. Hún fer á fætur eldsnemma á morgnana til að geta mætt til vinnu sinnar í ró og næði. — Setjum nú svo, að það kæmi eitthvað fyrir, segir hún. Bíllinn gæti bilað. Það hefur aldrei komið fyrir, en gæti það að sjálfsögðu. Enn- þá hefur hún aldrei látið bíða eftir sér við kvikmyndatöku, og gerir það áreiðanlega aldrei. Hún er alltaf tilbúin hálfri klukku- stund fyrir timann, þó að ég hefði heldur kosið, að hún hvíldi sig þennan hálftíma. Á venjulegum vinnudegi snæð- um við morgunverð saman. Audrey krefst þess, að við borð- um saman llka, þegar hún ein er að fara til vinnunnar. — Mér fellur það bezt, að við byrjum daginn saman, segir hún. Þegar verið var að taka „Green Mansions", þar sem við lékum bæði saman, snæddum við líka hádegisverð saman. Hádegis- verður hennar var tvö linsoðin egg, eða kaldur kjúklingsbiti, á- vextir, ostur og mjólk. Aldrei brauð eða smjör. Meðan hún vinn- ur að kvikmynd, gætir hún þess vandlega að mataræðið sé rétt, nóg af eggjahvítuefnum, og eins fáar hitaeiningar og unnt er. Hún gætir þess líka vandlega, hvað ég borða. Og það er ástæðan til þess, að ég er alltaf vel fyrir- kallaður, hversu erfið, sem úpp- takan er. á hverjum morgni 12 HEIMILIBPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.