Heimilispósturinn - 12.09.1960, Blaðsíða 18

Heimilispósturinn - 12.09.1960, Blaðsíða 18
— í>iS eruð verstu og fyrirlit- legustu hjú, sem ég hef nokkum- timann orðið að kveða dóm yfir! Placey dómari tók sér mál- hvíld til að ná andanum. — Aldrei hefur hroðalegra, miskunnarlausara og svívirðilegra morð verið áformað og framið. Fómarlambið var að dauða kom- ið af ólæknandi sjúkdómi. En þið gátuð ekki beðið með að veita ástríðum ykkar útrás. Þið hefðuð þó alltaf getað beðið meðan sjúk- dómurinn var að gera útaf við hann. Þið myrtuð hann, ekki að- eins brugðust þið trausti deyj- andi manns, heldur lögðuð þið líka drög að því að gabba trygginga- félagið á eftir. Þér, Robert Wharton, vomð bezti vinur deyjandi manns, en það kom ekki í veg fyrir, að þér gimtust eiginkonu hans. Og þér, Rita Young, þér voruð eiginkona göfugs manns, en það aftraöi yð- ur ekki frá því að leggja á ráðin með elskhuga yðar um að drepa manninn, sem þér höfðuð svarið — Vera má, að bréfið útskýri það. — Já, auðvitað, sagði dómar- inn og reif umslagið upp. Bréfið var formálalaust: — Ég er hræddur um, að sam- vizkan kunni'að' þjaka yður, þeg- að elska og virða i blíðu og stríðu. Það var vafalaust ætlun yðar að láta þetta líta út eins og sjálfs- morð, en eins og flestu afbrota- fólki hætti yður til að gera helzt til mikið úr hæfileikum yðar til að leika á lögin. blekkt tryggingafélagið með því að Ieyna það ólæknandi sjúkdómn- um, sem hann þjáðist af, — og að hann hafi einnig haldið þessu leyndu fyrir eiginkonu sinni, þangað til sjúkdómurinn var kom- inn á það alvarlegt stig, að ekki í ljós. Þannig hugsið þér auðvit- að. Og þetta er alveg rétt hjá yður, en deyjandi fólk er sjálfs- elskt, og ég reyndi að telja sjálf- um mér trú um, að peningarnir, sem ég hafði fengið hana tll að liftryggja mig fyrir, myndu vega upp á móti þeirri sorg, sem ég ylll henni. Sorg! Hvað maður getur verið barnalegur! Hún varð beinlínis fegin, þegar hún komst að því að ég ætti ekki nema eitt ár ólifað. Þá þegar var hún farin að halda við Robert VVharton, bezta vln minn. £g gerði mér það ekki Ijóst áður. En þegar þau höfðu fengið að heyra fréttimar, gerðu þau ekki minnstu tilraim til að leyna því lengur. Þau hæddu mig á banabeði mínum. — Hversvegna flýtirðu þér ekki að hrökkva upp af ? hreyttu þau út úr sér framan í mig. Við getum ekki beðlð til eilifðarnóns eftir tryggingarpen- ingunum. Ef ég aðeins liefði haft þrek til að vinna á þeim með eigin höndum. Ég hefði viljað þola hverskyns vítiskvalir til að geta komið þeim fyrir kattamef. En ég hafði naumast þrek til að brölta út úr rúminu. Þá var það, að ég fékk hugmyndina. Hvers- RÖDD ÚR GRÖFINNI SMÁSAGA EFTIR R. HARVEY Rannsóknir hafa leitt í ljós, að þér Rita Young líftryggðuð mann- inn yðar fyrir all-háa upphæð skömmu eftir að þið giftust. Það lítur sem sagt út fyrir, að þér hafið frá upphafi ætlað yður að myrða hann. Og á því getur naum- ast nokkur vafi leikið, að þér Robert Wharton, hafði lagt á ráðin, þar sem þér stingið ekki aðeins upp á því í bréfi, sem þér hafið skrifað eiginkonu hins látna, og lagt hefur verið fram í réttinum, heldur minnist einig á aðferðina, Hinn deyjandi maður átti að fá alþekkta arsenik-upp- lausn í smáskömmtum, en upp- lausn þessa mátti fá úr plöntu- eyði, sem eiginkona hins látna skyldi kaupa undir því yfirskyni, að maður hennar hefði æskt þess. Það hefur verið leitt rækilega í ljós, að þér, Rita Yuong, hrintuð málinu i framkvæmd. Mörg vitni hafa sagt, að þau hafi heyrt manninn yðar tala um, að matur- inn bragðaðist undarlega við og við. Krufningin hefur leitt í ljós ástæðuna til þessa. Innýfli hins látna voru beinlínis gagnsýrð af arseniki. Auk þess var tebolli á borði við hlið hins látna, og var í honum nægilegt eitur til að ráða hann af dögum. Á þessum bolla voru fingraför yðar. Þannig Iíta sönnunargögnin út. Ljós og glögg, svo að enginn fær um villzt. Af ástæðum, sem þér þekkið einar, vogið þér yður að halda því fram, að þér eigið ekki neina sök á dauða manns yðar. Þér eruð að reyna að fá réttinn til að halda, að hinn látni hafi var viðiit að leyna honum lengur. Þér vilduð líka fá réttinn til að trúa því, að hinn Iátni hafi feng- ið eiginkonu sína til að kaupa plöntueyðinn til að grípa til, ef kvalimar yrðu honum óbærileg- ar, og hann hafi að lokum svift sig sjálfur lifi. Þér voruð sömu- leiðis svo ósvífnar að halda því fram, að bréfið, sem sannaði sekt yðar, hafi verið falsað! Fáránleg fullyrðing! Kviðdómurinn hefir ekki tekið neitt tilUt til fullyrðinga yðar. Hann hefur komizt að þeirri nið- urstöðu, sem óumflýjanleg var undir þessum kringumstæðum. Fyrir mér liggur ekkert annað en kveða upp dauðadóminn . .. Rúmum fimm vikum síðar var dómnum fullnægt. Og Placey dómari hefði tvímælalaust gleymt þessu máli með tímanum, ef ekki hefði annað komið til — rödd úr gröfinni. Klukkustund eftir að aftakan hafði farið fram, kom lögfræð- ingur hins látna manns í heim- sókn til dómarans. 1 fórum hans hafði fundizt umslag, sem utan á var ritað til dómarans, sem kvæði upp dóminn. Við umslag- ið var festur miði, þar sem stóð, að umslaginu skyldi skilað eftir að skötuhjúin hefðu mætt örlög- um sinum, eins og lögin legðu fyrir. — Hann hefur vitað þetta fyr- irfram! sagði dómarinn. Hann vissi það þá, að þau myndu ráða hann af dögum! En hversvegna kom hann ekki í veg fyrir það? Hversvegna lét hann það gerast? ar þér hafið lesið þetta bréf. En mér stendur á sama um samvizku yðar, dómari góður, mér stendur á sama um allt annað en að leiða í ljós hefndina, sem þér hjálp- uðuð mér við að koina yfir þess- ar fyrirlitlegu mannverur, komma mína og svokallaðan vin minn. Þvi að liefnd eins og hver annar sig- ur, verður að koma í dagsins Ijós, til þess að hægt sé að njóta henn- ar. Það væri ekkert gaman að því fyrir mig að taka þetta leynd- armál með mér í gröfina. Mað- ur drýgir ekki hinn fullkomna glæp til að varðveita hann sem leyndarmál. Það verður að opin- bera liann fyrir fólk, sem í raun og veru kann að meta snilldar- bragð eins og það, sem ég hef framið. Þetta er ástæðan til þess, að ég geri yður að trúnaðarmanni mínum. Ég hefði getað sent blöð- unum söguna, en það hefði verið illa gert gagnvart yður, herra dómari. Þér hefðuð meðal ann- ars orðið að víkja úr embætti. Nú getið þér bara rifið bréfið í tætlur og gleymt öllu sanian. En nú skulum við byrja á sögu minnl. Ég var deyjandi rnaður, þegar ég kvæntist Ritu. Það varð ekki séð á mér, en ég ól dauðann innra með mér. Ég lét það ekki uppi við neinn. Hversvegna? Vegna l»ess að ég víldi fá að njóta enn nokkurra gleðistunda áður en ég hyrfi úr þessu lífi. En hugsa sér þá sorg og þann sársauka, sem það myndi valda öðrum, þegar sannleikurinn kæmi vegna ekki svifta mig lífinu og láta það líta svo út, sem þau hefðu gert það? Það veit sá, sem allt veit, að ég hlakkaði til dauð- ans, þegar ég losnaði undan þess- um þjáningum. Var það svo, að ég hefði orðið á undan þeim? Hversvegna hefði hún annars keypt pakkann með plöntueyðinum? En hvort sem hún hafði hugsað sér að nota það eða ekki, þá er það staðreynd, að það var léttara fyrir mig að fram- kvæma áform mitt, af því að pakkinn var í húsinu. Ég ýtti snjóboltanum af stað með því að tala um það í áheyrn þjónustu- fólksins, að maturinn minn væri undarlegur á bragðið. Nú kem ég að bréfinu. Ég fann bréfastafla frá honum inni í her- bergi konunnar minnar, og þá datt mér strax í hug að leggja falsbréf þar inn á milli, — fals- bréf, sem kæmi þeim í gálgann. Ég æfði mig í að stæla rithönd hans, þangað til ég var viss unt, að ég væri búinn að ná henni al- veg. Þá skrifaði ég bréfið, sem átti að innsigla örlög þeirra og lagði það hjá hinum. Og ég setti dálitið af plöntueyðinum í teboll- ann, sem hún gaf mér í morg- un ... Dómarinn sat grafkyrr og starði á bréfið. — Jæja? sagði lögfræðingur- inn, sem hafði beðið spenntur. Út- skýrir þetta, hversvegna hann reyndi ekki að bjarga lífi sinu? — Já, svaraði dómarinn og reif bréfið I smátætlur. Fullkomlega. Fyrir þrem öldum lagði píla- grímalest á leið til Mekka leið sina gegnum Garra, sem er smáþorpi I grennd við pálma- vin eina í norðurhluta Líbýu- eyðimerkurinnar í Afríku. Fyr- irvaralaust réðust íbúar Garra á pílagrímahópinn, rændi þá öllu fémætu og sendu þá síð- an aftur út á eyðimörkina. En áður en pílagrímarnir hurfu úr kallmáli, sneri foringi þeirra sér við og hrópaði hræðilega formælingu yfir Garra: — Megi Allah sjá til þess, að aldrei verði nema fjörutíu karlmenn á lífi í einu i Garra! Hvort heldur formælingin hefur hrifið eða ekki, þá er það staðreynd, að i Garra eru aldrei nema fjörutíu karlmenn á lifi i einu. Aldrei er nokkur piltur vaxinn úr grasi fyrr en einhver öldungurinn deyr. En það furðulegasta í þessu sambandi gerðist samt á heimsstyrjaldarárunum fyrri, þegar 18 ástralskir hermenn. tóku sér stöðu í Garra. Ekki höfðu þeir fyrr komið sér fyr- ir í bröggum sínum en drep- sótt brauzt út meðal þeirra innfæddu — og létu átján arabar lífið í faraldrinum. Dauðskelkaður leitaði þorps- höfðinginn til herstjórnarinn- ar um að flytja bækistöðvarn- ar á brott úr þorpinu, áður en liðsauki tæki að streyma til hersins. Herforinginn hlustaði á frásögn höfðingjans, og á- kvað að henni lokinni að freista ekki öriaganna, heldur verða á brott, áður en verra hefðist af. c* $ ;* ;* i ;* ;* c* ;* c* f ;♦ ;* ;* c* c* ;* í» 5* c* c* ;* c* ;* ;* c* i i I 1 c* i I ;♦ —o— Listmálari nokkur varð svo hrifinn af að horfa á móður hugga barn sitt, að hann á- kvað að mála þau mæðgin á staðnum. Þetta gerðist auð- vitað á Italíu, og málarinn greip víntunnu, sem stóð þarna hjá og hófst þegar handa um að mála, áður en hann hefði gleymt svipbrigð- um fyrirmyndanna. Þegar hann hafði lokið málverkinu, afhenti hann kráreigandanum, sem átt hafði tunnuna, hana að nýju sem þóknun fyrir mál- tíð, sem hann hafði neytt í kránni. Tunnubotninn hangir nú í Pitti Palace í Flórens, og mál- verkið er þekkt um allan heim undir nafninu ,,La Maddona della Sedia". Verðmæti þess er eitthvað um 50 millj. isl. kr., þótt það sé raunar ekki falt fyrir neina upphæð. Hver var málarinn? Rafael. HEIMILISPDBTURINN 1B

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.