Heimilispósturinn - 12.09.1960, Qupperneq 20

Heimilispósturinn - 12.09.1960, Qupperneq 20
Sumar, óvenju elskulegt, er að kveðja, nú er súld og gamla Is- land aftur eins og við erum því vönust. Það er naumast að við höfum notið allrar veðurblíðunn- ar, vegna uggs um að hún hafi hlotnazt okkur fyrir einhver mis- tök, sem síðan verði svo leiðrétt, eða þá hitt að þetta sé einskon- ar skyndivíxill sem við svo verð- um að greiða með okurvöxtum. En kannske er þessi hugsun leifar frá málshættinum ,,Æ sér gjöf til gjalda" og þeirri kenn- ingu sem okkur var innrætt að fyrir öll lifsgæði yrðum við að greiða, ef ekki hérna megin grafar, þá hinum megin. —O— Segja má að óskabarn ís- lenzkra atvinnuvega — sildveið- arnar hafi brugðizt að þessu sinni. Hafa vafalaust margir orðið vonsviknir með létta þyngju í lok þessa happdrættis. Margt sport er dýrt iðkað á Is- landi en þó mun þetta dýrast. Sumar eftir sumar sendum við megnið af okkar bátaflota í þetta happdrætti og alltaf er árangur- inn sá sami. Aðeins örfáir hljóta stóru vinninganna, en allur þorinn vaknar af dáleiðslunni á gjald- þrots barmi. Óhemju verðmætum er varið til imdirbúnings síldar- móttöku sem aldrei kemur að notum, hundruð eða jafnvel þús- undir manna og kvenna streyma til síldar-(leysis)-bæjanna og fjöldi þeirra á ekki fyrir farinu heim aftur. Já, víst er oft gam- an fyrir norðan á sumrin, en dýrt er drottins orðið. nú eiga þessir dýru stóru bátar að keppa við þá, án þess að hafa nokkra möguleika á að afla meira svo neinu nemi. Sömu sögu er að segja um togarana. Við kaup- um 1000 tonna togara á 40 milljónir til að skrapa á ördeyðu. Getur verið að eitthvað sé bogið við efstu hæðina á þeim sem skipuleggja atvinnumálin hjá þessari þjóð? í fréttum var okkur sagt að „fríður“ hópur hefði haldið héðan til keppni á Ólympíuleikina. Já, því er nú skollans ver, það er engin fegurðarkeppni þama á Italíu. Ekki var nú svo vel að okkar menn væru allsstaðar síð- astir, en miklu munaði ekki Raunar er dálítið erfitt að skilja að við höfum verið að senda þessa drengi til keppni i al- vöru þar sem fyrirfram var vit- að að Vilhjálmur einn hafði möguleika. íþróttaiðkun og í- þróttakeppni eru ekki hið sama. Það ættu allir að iðka íþróttir hver við sitt hæfi til gamans og heilsubótar, en þeir sem æfa og taka þátt í keppnum hljóta að keppa til sigurs eða til að ná vissum árangri. Það að senda hóp manna til keppni á heimsmóti, þar sem aðeins einn getur talizt nokkurnveginn viss með lág- marksafrek hlýtur að teljast hlægilegt. Landhelgl. Mikið er nú rætt um veðra- brigði í viðureign okkar við Jón Bola í þorskastríðinu. Skítyrða margir stjórn vora fyrir að Ijá Skipakaup okkar Islendinga að undanförnu eru venjulegu fólki eitt hið mesta furðuefni. Nýtt skip nýr bátur er dagleg frétt. Bátamir kosta 5—7 milljónir, fiskur hækkar ekki svo teljandi sé. Bátar sem kostuöu % til 1 milljón hafa barizt í bökkum og máls á umræðum um þetta vort heilaga mál, en aðrir telja ekki hundrað í hættunni þótt sopnir séu nokkrir viský-sjússar með kauða og rabbað um fyrir- brigðið, svona vítt og breitt. Víst geta menn verið ósam- mála um hvort rétt var að hrifsa svona fyrirvaralaust kalýsu-titt- ina af vesalings Bretanum, til þess eins að við fengjum nóg af morku i fiskimjölið (sem enginn vill kaupa) en um hitt erum við Islendingar sammála, að fyrst við á annað borð álpuðumst út í for- aðið, þá verðum við að standa eða falla með því og getum með engu móti lotið ofbeldinu. Hernámsandstæðingar fara nú mikinn um land allt. Dálitið er óljóst að hverju er stefnt, því vér munum ekki betur en háttvirt Alþingi og Ríkisstjórn hafi frá öndverðu lýst yfir að i þessu máli yrði þjóðin aldrei spurð, vegna þess að hún hefði ekkert vit til m « I f f ♦; f f f f ♦> f I f f ♦; I t é 1 1 I :! i Helgi Daníelsson hefur staðið í marki íslenzka landsliðsins öðrum oftar, og um þessa helgi mœtir hann írsku framlínunni. að gera sér grein fyrir málinu. *; Víst er alltaf gott að fá doll- ♦; ara og enginn skyldi svo sem öf- *< unda telputetrin af viðskiptunum. *; Hitt er svo annað mál, hvort *; okkur verður ekki óþægilega ^ heitt, ef Krúsi fer að „bombar- *: dera“ draslið á vellinum. Sumir t; segja að við séum víst ekki ofgóð *; þótt okkur sé fórnað til að bjarga 4 vestrænni menningu frá kommún- *> ismanum. I því sambandi dettur *; mér í hug, að þegar orrustur stór- *; veldanna stóðu sem hæst í fyrra *< striðinu þá segir karl einn | „Skyldi nú ekki Daninn fara að ^ ybba sig.“ Nei, það skiptir litlu um 160 t; þúsund útnesjamenn ef á þeim ^ velta örlög mannkynsins. Hitt er *; verra að í alvöru trúir því eng- *; inn að þátttaka okkar í varnar- 4 eða hernaðarbandalögum skipti ♦; nokkru máli. G- J- % 7,0 • BRIDGE • Mörgum hættir við, er þeir spila hálfslemm og taka tvær „svin- ingar“, sem báðar mistakast, að hugga sig með því, að um ein- skæra óheppni hafi verið að ræða og byrja síðan á næsta spili. Vestur: 4: K-G-8-5 fp: 7-5 4: 10-9-7-6 Jf,: K-G-10 Norður: 7-6-4-3-2 V: D-10-2 Á-G-3-2 * 5 Austur: 4: 10-8 X: 8-6 4: D-8 Jf.: D-9-8-6-4-3-2 Suð'ur: 4: Á-D 9: Á-K-G-9-4-3 4: K-5-4 *■ Á-8 Á þessi spil spilaði Suður 6 hjörtu, sem er að sjálfsögðu á- gætis sögn. Útspilið var tromp, og sagnhafi tók tvo fyrstu slag- ina á tromp, síðan á tigulkóng og „svínaði" svo tígulgosanum. Austur spilaði svo út spaða, og nú varð sagnhafi að gera upp við sig, hvort hann ætti heldur að treysta á að spaðakóngur lægi rétt, eða tíglarnir 3:3, en hvorugur var til staðar og sögnin tap- aðist. Það er augljóst mál, að þar sem sagnhafi mátti gefa einn slag, var mikið réttara að taka tígulás fyrst, síðan kónginn og spila þriðja tíglinum á gosann. Fást þá alltaf þrir slagir í litn- um, nema drottningin sé f jórða í Austri, og er þá sama hvernig farið er að. Verður sagnhafi þá að reyna spaðasvíninguna. Þó er þetta ekki bezti spilamátinn, heldur á sagnhafi að taka fyrsta trompslaginn heima, taka spaðaás strax og spila út spaðadrottn- ingu, og eru þá engar innkomur i blindum til þess að gera góðan slag á spaða, svo framarlega sem þeir eru ekki 5:1 hjá and- stæðingunum, en i því tilfelli er þá í bakhöndinni að fara þannig í tígmlinn, að ekki gefist á hann slagur. • SKÁK • Tvær stuttar og skemmtilegar skákir. Hvitt: Edward Laskei'. Svart: Sir Thomas. London 1912. 1. d2—d4 e7—e6 2. Rgl—f3 f7—f5 3. Rbl—c3 Rg3—f6 4. Bcl—g5 Bf8—e7 5. Bg5xf6 Be7xf6 6. e2—e4 f5xe4 7. Rc3xe4 b7—b6 8. Rf3—e5 0—0 9. Rfl- -d3 Bc8—b7 10. Ddl— h5 Dd8— e7 ? 11. Dh5xh7 Kg8xh7 12. Re4xf6 Kh7—h6 13. Re5—g4 Kh6 —g5 14. h2—h4 Kg5—f4 15. g2—g3 Kf4—f3 16. Bd3—e2 Kf3— g2 17. Hhl—h2 Kg2—gl 18. 0—0 Mát. Hvítt: Karl Blom. Svart: Niels Jensen. Odense 1934. 1. e2—e4 e7—e6 2. d2—d4 d7—d5 3. Rbl—c3 d5xe4 4. Rc3xe4 Bf8—d6 5. Bfl—d3 Rg8—e7 6. Bcl—g5 0—0? 7. Re4—f6! g7xf6 8. Bg5xf6 Dd8—d7. 9. Bdlxh7! Gefið. PENISIAVIIMIR Heimilispósturinn tekur upp þá nýbreytni að birta óskir um bréfaviðskipti frá lesendum sínum í því formi, að blaðinu séu sendar upplýsingar um starf viðkomandi, aldur og útlit, á- hugamál og tómstundaiðju. Beiðnirnar verða birtar í núm- eraröð í blaðinu, en engin nöfn! Þeir sem vilja komast í bréfa- viðskifti við einhvern í dálkum þessum, skrifa blaðinu, senda frímerkt bréf inni í lunslaginu til þeirra, sem þeir vilja komast í samband við, og merkja það númeri viðkomandi. Síðan sér blaðið um að koma bréfinu áleiðis, og verður farið með allt viðvikjandi þessum viðskiptum sem algjört trúiiaðarmál. Birt- ing á upplýsingum kostar 10 krónur. Sendið blaðinu upplýsingar um ykkur sem fyrst, svo að þátturinn komist i gang. Utanáskriftin er: Heimilispósturinn, pósthólf 495, Reykjavik. HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.