Heimilispósturinn - 18.02.1961, Page 16
irisigurinn, sem hvarf
Framhald af bSs. 9
'aðu mig frekar. Ég elska þig hundr-
að sinnum heitar en peninga. Ég
skal kaupa annan hring handa þér,
og þú skalt fá að velja hann sjálf.
Það skiptir ekki nokkru minnsta
máli, hvað hann kostar.
— Það er ekki verðgildi gjafar-
innar, sem máli skiptir, heldur hug-
urinn að baki hennar. Ef þú getur
ekki sannfært mig um, að ég skiptí
þíg meira máli en nokkuð annað, þá
víl ég ekki sjá þig framar.
— Ég iofa þér því, að þú skalt fá
þvaða hring í heimi, sem þú vilt, al-
Veg sama hvað hann kostar! fullviss-
aði Albert í ákafa sinum.
— Það er aðeins einn hringur í
heimi, sem ég vil fá, svaraði Laura.
— Hvaða ?
— Hringnrinn, sem ég kastaði út
um gluggann og liggur nú i vasa
mannsins þarna. En þú færð ekki að
sleppa svo auðveldlega að fá að aug-
lýsa eftir honum. Ég sver þess dýran
eið, að ég skal aldrei giftást þér, ef
þú kemur ekki aftur með þennan
hring!
NÆSTU dagana kynntist Albert
leynilögreglumönnum og starfsað-
ferðum þeirra ýtarlega. Hann kynnt-
ist því líka, hvemig hægt er að losna
við peningana sína á auðveldan hátt.
Þeir fundu hringa í hundraðatali, en
enganveginn þann rétta. Og þeir los-
uðu Albert við talsvert magn af pen-
ingum. Og þeir gerðu eitt góðverk;
þeir losuöu háhn við nízkuna. &ví aÖ
í huga hans var aðeins ein hugsun:
að ná aftur í hringinn, hvað sem það
kostaði.
Lauru hafði ekki órað fyrir því,
að þetta myndi taka svo langan
tíma. Og þegar mánuður var liðinn,
var henni efst í huga að sættast við
Albert, — hvort sem hringur'nn væri
fundinn eða ekki. En stoltið aftraði
henni. Hann hafði svo márgoft sár-
bænt hana um að fá að auglýca eft-
ir hringnum, en alltaf hafði hún neit-
að.
Mánuði eftir óhappið kom Albert
dag nokkurn út úr neðanjarðar-
brautinni á Piccadilly Circus. Hann
flýtti sér til að ná lyf'tu, en varð of
seinn. Hann stóð þarna innan um
fjölda manns og beið eftir þeirri
næstu. Þá skyndilega kom hann auga
á mann, sem stóð við horn á gang-
inum og var að kveikja sér í vindl-
ingi. Hann sneri sér við, þannig að
Albert sá skyndilega framan í hann
— og þetta var þá maðurinn með
hringinn!
— Heyrið þér þarna! hrópaði Al-
bert og rauk af stað. En maðurinn
hvarf fyrir hornið, og þegar Albert
kom þangað, var um þrjá ganga að
ræða. Hann þaut eftir einum þeirra,
og svo skiptist sá gangur aftur, en
Albert þaut um eins og brjálæðingur
í þessu hryllilega völundarhúsi. Loks-
1 6 H El M I LIBPÓSTU Rl N N
ins hneig hann örmagna niður á bekk.
Þetta var alveg vonlaust!
Nokkrum dögum seinna kom hann
aftur til Lauru og sýndi henni upp-
kastið að áberandi auglýsingu, sem
hann sárbændi um að fá að setja i
dagblöð borgarinnar.
— Nei, það mátt þú ekki, sagði
hún ákveðið.
— Hversvegna ekki, elskan min?
— Vegna — vegna þess, að ég
auglýsti sjálf, svaraði hún og roðn-
aði.
— Þér þykir þá svolítið vænt um
mig, þrátt fyrir allt?
— Já, það finnst mér, tautaði
hún, — en reyndu ekki að fá mig of-
an af ákvörðun minni.
DAG NOKKURN sat Albert uppi
á þaki eins strætisvagnsins, þegar
annar strætisvagn kom á móti hon-
um eftir götunni. Uppi á þakinu sat
einn einasti farþegi, og þegar Albert
leit sem snöggvast á hann, sá hann
að þetta var einmitt maðurinn með
hringinn!
— Heyrið þér, þér þarna! grenj-
aði Albert, og hinum farþegunum
til mestu skelfingar ruddist hann
niður stigann og hugðist stökkva af.
En miðavörðurinn gat með naum-
indum stöðvað hann, Hann varð að
gjöra svo vel og bíða þangað til á
næstu stoppistöð, og þá var hinn
strætisvagninn kominn langt niður
eftir götunni. Alberf hentist af stað
eins óg vitlaus maður, aldrei á ævi
sinni hafði hann hlaupið önnur eins
ósköp. Fólk nam staðar á götunni og
horfði á eftir honum, og skyndilega
datt einhverjum stráknum í hug að
öskra:
— Stöðvið þjófinn!
Hrópin breiddust út og náðu loks
til eyma lögregluþjóni, sem stöðv-
aði Albert. Hann reyndi 1 andköf-
unum að stama einhverri skýringu
upp úr sér með erfiðismunum, og
einhvemveginn skildist lögregluþjón-
inum það, að þetta væri í sambandi
við einhverskonar hring. Og það liðu
heilar fimm mínútur áður en lög-
regluþjónninn hafði gert sér það
Ijóst, að þarna væri hvorki um þjóf
eða vitfirring að ræða, og óhætt
væri að sleppa honum. En þá var
strætisvagninn löngu horfinn!
Albert, sem fram að þessu hafði
yfirleitt alltaf farið með neðanjarð-
arvögnunum, stundaði nú strætis-
vagnana af kappi og æddi með þeim
um alla borgina, -— en árangurslaust.
Hann sá ekki aftur manninn með
hringinn.
Laura kenndi raunverulega í
brjósti um hann. Auk þess var hann
orðinn gjörbreyttur maður. 1 stað
þess að græða peninga jós hann þeim
á báða bóga. Laura elskaði hann, en
hún vildi ekki ganga á bak
sinna. Nú voru bráðum þrír mánuðir
síðan hún kastaði hringnum út um
gluggann.
Ekkert lýsir betur breytingunni,
sem orðið hafði á Albert, en einmitt
það, að hann skyldi kaupa miða að
frumsýningu leikrits, þótt þeir kost-
uðu offjár. Og Laura fylgdist náð-
arsamlegast með honum.
Leikritið fjallaði um ástir, og þau
fylgdust bæði af ákafa með því, ekki
sízt þar sem allt ástastand vakti
sérlegan áhuga þeirra.
Litla skrifstofustúlkan var í þann
veginn að trúlofast unga skrifstofu-
manninum, þegar það kom í ljós, að
forstjórasonurinn var ástfanginn af
henni. Hann birtist, þegar nokkuð
var liðið á fyrsta þátt. Og það var
enginn annar en — maðurinn með
hringinn! Albert og Laura hrukku
ónotalega við, og Albert reis ósjálf-
rátt upp í sæti sínu. En Laura gat
dregið hann niður aftur.
— Bíddu þangað til tjaldið fellur,
hvíslaði hún í æsingru. — Nú getur
hann ekki sloppið!
Þau nötruðu bæði af æsingu, og
Albert fékk meira að segja að halda
í höndina á Lauru.
En skyndilega reif hún sig lausa
til þess að bregða sjónaukanum fyr-
ir augun. Forstjórasonurinn tók
nefnilega hring upp úr vasa sínum
til að gefa skrifstofustúlkunni hann.
— Ég held, að þetta sé hringurinn
minn, hvíslaði Laura. — Hann er að
minnsta kosti ósköp líkur honum!
Nú vildi skrifstofustúlkan ekki sjá
hringinn, svo að piltur stakk hon-
um aftur i vasann.
Albert sat eins og á nálum, og
loksins féll tjaldið.
— Hann heitir Guthbert Harter,
sagði Albert, þegar hann hafði litið
í leikskrána. — Nú fer ég á bak við
og tala við hann!
En hann slapp samt ekki inn til
leikarans. Dyravörðurinn sagði, að
leikarar mættu alls ekki taka á
móti gestum fyrr en leiksýningu
væri lokið.
— En ég verð að tala við hann-
sagði Albert. — Þér skuluð fá 50
krónur, ef ég kemst inn til hans.
Dyraverðinum fannst þetta harla
gott tilboð, fór þá inn til Harter °S
kom aftur með þau skilaboð,
hann skyldi tala við Albert eftir
þriðja þátt.
Leikritið varð æ meira spennandi-
Stúlkan var á báðum áttum varð'
andi aðdáendur sína tvo og Þ^®1
hringinn af forstjórasyninum. Skrif'
stofumaðurinn varð óður af afbrýði'
semi. Þegar tjaldið fór frá þriðjs
þætti sýndi hann, að hann væri me®
skammbyssu í vasanum. Tjaldið
eftir fyrra hluta þriðja þáttar °S
strax á eftir hófst seinni hlutinn-
Sviðið var götuhorn, þar sem skrif'
stofustúlkan og forstjórasonurinU
áttu stefnumót. Skrifstofumaðurinn
laumaðist inn og faldi sig í skugS!a
af vegg í grenndinni. Forstjórason-
urinn kom í samkvæmisfötum °°
glæsilegri yfirhöfn. Hann kveikti sér
í vindlingi — alveg eins og í neðan-
jarðarbrautarstöðinni, hugsaði A-i'
bert. En þetta var seinasta verk f°r'
stjórasonarins í þessu lífi. Það kvað
við skammbyssuskot, og hann hnein
niður. Nokkrir krampadrættir fðr11
um líkama hans, unz hann lá graf'
kyrr. 1 sama vetfangi kom skrif'
stofustúlkan hlaupandi og kastaði
sér niður yfir likið. Hún greip urn
aðra hendi þess, en hún féll mátt-
laus niður!
— Þú hefur myrt hann! kveinaði
hún. — Hann deyr, hann deyr frá
mér!
— Almáttugur — ég held bara að
hann sé í raun og veru dáinn! hvísl'
aði rödd fyrir aftan Albert.
Þá var Albert meira en nóg boðiö-
Hugsunin um, að maðurinn kynni að
deyja, áður en hann fengi vitneskju
um, hvar hringurinn væri niður
kominn, firrti hann ráði og rsenu-
Hann ruddist út úr bekknum, ædd-
upp á sviðinu, stökk yfir hljómsveit'
argryfjuna og upp á sviðið. Hann
ýtti skrifstofustúlkunni til hliðar °S
æpti:
— Nei, nei! Þér megið ekki deýja
fyrr en þér hafið sagt mér, hvar
hringurinn er niður kominn!
Niðri í salnum urðu ógurleg l®*1,
og tjaldið var látið falla. Guthbert
Harter reis á fætur, og þeir Albert
stóðu og horfðu hver á annan.
— Hvaða helvítis kjáni eruð Þ^r
eiginlega ? grenjaði Harter. — Ég hef
aldrei séð yður fyrr á ævi minni!
— Hvað hafið þér gert af hringh'
um? hrópaði Albert á móti.
— Ég fékk henni hringinn! svaf'
aði hann og benti á leikkonuna.
— Nei, ekki þann hring! Ég á vi®
hringinn, sem þér funduð við Queens
Road fyrir næstum þrem mánuðum-
— Ó, hann! Mikill skelfilegur asn'
getið þér verið, maður! Ég fór
anlega með hann á lögreglustöðina off
afhenti hann deildinni, sem annast
fundna muni.
1 því kom dyravörðurinn og leidd1
Albert út.