Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 16

Sagnir - 01.04.1988, Qupperneq 16
Bændur falla fyrir markaðnum nema helst á vorin og í aðalatriðum var baráttan um vinnuaflið jöfnuð með því að sækja háseta á þilskipin út fyrir verslunarsvæðið, jafnvel alla leið til Færeyja. Samkeppni þessara greina dugar því skammt til að skýra þróun útgerðarinnar. Fjöldi báta er slæmur mælikvarði á viðgang bátaútvegsins. Vissulega fækkaði bátum á síðari hluta nítj- ándu aldarinnar en þeir sem eftir voru skiluðu meiri afla að landi. í raun voru það aðallega afkasta- minnstu bátarnir sem heltust úr lest- inni en á sama tíma var blómaskeið í útgerð vertíðabáta eins og sést af tölum um afla og útflutning sem ekki er hirt um að birta hér. Meiri afli bátanna stafaði af sérhæfingu í búskap Djúpbænda og afkastameiri verslun í héraðinu. Ein afleiðingin var sú að Djúpbændur fóru að leita sér að jarðnæði á fjörugrjótinu eins og sagt var frá í upphafi. Útvegsbændur gátu flutt meiri afla að landi á bátunum ef þeir höfðu útgerð þeirra að aðalatvinnu í stað þess að stunda sjóróðra með búskap. Fyrir útgerðina á verslunar- svæði ísafjarðar skipti mestu máli að stöðugt vaxandi ásókn kaup- manna í fisk til útflutnings veitti báðum greinum útgerðarinnar svig- rúm til vaxtar. Viðskiptaþjóðfélagið var að komast af barnsaldri á versl- unarsvæði ísafjarðar. Vélar í stað ára Eftir því sem leið nær aldamótunum varð manneklan á verslunarsvæði ísafjarðar tilfinnanlegri. Þótt bátaút- vegurinn stæði eitthvað betur að vígi en þilskipaútgerðin þá fór því fjarri að bátaútvegsmenn ættu alls- kostar um vinnuafl. Að vísu var vax- Tilvísanir 1 Þjóðviljinn ungi VIII. árg. 16. febr. 1899. 2 Gísli Jónsson: Síðasti faktorinn. Rv. 1970, 7. 3 Þjóðuiljinn II. árg. 28. júlí 1888. 4 Þjóðviijinn III. árg. 17. des. 1888. andi vinnumarkaður við Djúp og fyr- ir kom að offramboð var á vinnuafli en vöntun var sár á öðrum tímum, óstöðugleikinn var einkenni vinnu- markaðarins. Þegarvel aflaðist vant- aði fólk til vinnu og kaupgjald hækkaði en þegar afli brást blasti at- vinnuleysi við. A þeim vertíðum sem erfiðast var að manna bátana urðu útvegsbænd- ur að sætta sig við að ráða háseta fyrir fast kaup í stað þess að láta þá taka hlut. Ef lítið aflaðist gat orðið umtalsverður halli á útgerðinni. Við þessar aðstæður var brýnt fyrir út- vegsbændur að reyna allt til að fækka hásetunum. Haldbesta ráðið var að fá vélar í bátana. Um aldamótin voru Danir við veiðar vestra og notuðu vélbáta sem íslenskir róðrakarlar dauðöfunduðu þá af. Einnig voru hvalveiðar Norðmanna vélvæddar og gufuskip önnuðust flutninga innanhéraðs og utan þannig að nóg var um fyrir- myndir. Árin 1901 og 1902 leituðu fyrstu útvegsmennirnir vestra eftir vélum í báta sína. Raunar byrjaði þetta með tveim óskyldum tilraun- um og hafði sú frumlegri norska hvalbáta að fyrirmynd: Skip með róðravél hefur Ásmund- ur Ásmundsson skipasmiður í Hnífsdal verið að smíða í vetur, lagið á skipinu er alveg nýtt, beint stefni að aftan eins og á gufu- skipi. Vélin hefur að mestu leyti verið smíðuð á Dvergasteini [norskri hvalveiðistöðj, henni er snúið með handafli og fara spað- arnir 9 snúninga meðan hjólið sem snúið er fer einn.10 Þessi hugdetta átti að vísu ekki eftir að auðga íslenska bátaútveginn en hún sýnir hversu knýjandi var að endurbæta árabátana. Sú lausn sem 5 Þjóðviljinn V. árg. 8. okt. 1896. 6 Þjóðviljinn ungi II. árg. 27. júlí 1893. 7 Árni Gíslason: Gullkistan. ísafjörður 1944, 268. 8 Þorkell Jóhannesson: Alþingi og at- vinnumálin. Rv. 1948, 288. Danir kynntu hér náði verulegri út- breiðslu og á árunum 1903 til 1907 voru settar vélar í velflesta vertíða- báta við Djúp. Engar nákvæmar töl- ur eru þó til um fjölda vélbátanna á fyrstu árum þeirra enda var skýrslu- gerð ekki samræmd nýjum aðstæð- um fyrr en árið 1913. Víst er þó að haustið 1907 var þessi breyting að mestu um garð gengin vestra og síðustu útvegs- mennirnir að gefast upp við árina. Aðalvíkingurinn Árni Sigurðsson er dæmi um slíkan mann. Haustið 1907 bar hann sig upp við útibús- stjóra Ásgeirsverslunar á Hesteyri og lýsti svo vandræðum sínum við útgerð árabáta: Með því að mér er ómögulegt lengur að halda áfram þessum gamla útveg mínum, vegna þess að enginn fæst á árar bát lengur af mönnum sem má kalla. Þá að- spyr ég yður hvort yður sýndist ekki ráð fyrir mig að reyna til að fá mér part í mótor [vélbát] ekki minna en hálfan til þess bið ég yður gott til leggja.11 Þarna kemur fram að horft var til verslunarinnar um stuðning við vél- væðinguna. Öllum heimildum ber saman um að kaupmenn hafi stutt við bakið á útvegsmönnum og lán- að þeim til véiakaupa. Á móti komu viðskipti sem kaupmönnum var mjög annt um að tryggja. Bátaútvegurinn breyttist ekki í aðalatriðum með vélvæðingunni heldur féll þessi tækninýjung að fyrri breytingum. Vafalaust er þó að vélvæðingin jók enn afköst bátaflot- ans þótt hásetum fækkaði. Þannig má segja að vélvæðingin hafi verið síðasta skrefið í þróun bátaútvegs- ins. Við tók tímabil hægfara þróun- ar en það er önnur saga. 9 Heimir Þorleifsson: Frá einveldi til lýðveldis. Rv. 1974, 79. 10 Vestri I. árg. 29. mars 1902. 11 Þskj. E 17. 1. Árni Sigurðsson útvegs- bóndi Aðalvík til Sigurðar Pálssonar faktors á Hesteyri, 15. nóv. 1907. 12 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.